Danir taka „Íslendinginn sinn“ aftur inn í liðið fyrir undanúrslitin í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2022 15:00 Hans Lindberg fagnar einu marka sinna fyrir danska landsliðið. EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN Danir kalla ekki bara á lykilmennina sem þeir hvíldu á móti Frökkum því íslensk ættaði hornamaðurinn Hans Lindberg verður með Dönum í undanúrslitaleiknum á móti Spáni í kvöld. Það verður mun sterkara dansk landslið sem spilar í undanúrslitaleik EM í kvöld en það lið sem brást okkur Íslendingum á miðvikudagskvöldið. Það er þó ekki bara stórskytturnar Mikkel Hansen og Mathias Gidsel sem kom inn í liðið heldur einnig hornamaðurinn reyndi Hans Lindberg. Hans Lindberg er ude af isolation - og træner med i dag ved landsholdets træning i Budapest #hndbld #ehfeuro2022— Dansk Håndbold Forbund (@dhf_haandbold) January 27, 2022 Lindberg greindist með kórónuveiruna fyrir viku síðan eða eftir leik Dana og Íslendinga í milliriðlinum. Hann fór í framhaldinu í einangrun eins og margir leikmenn íslenska landsliðsins hafa þurft að glíma við. Danska handboltasambandið segir að Lindberg sé nú laus úr einangrun og að hann verði með á móti Spáni. Hans Lindberg er fertugur og hefur skorað 756 mörk í 272 landsleikjum síðan að hann lék sinn fyrsta landsleik árið 2003. Hann hefur tvisvar orðið Evrópumeistari með Dönum (2008 og 2012) og einu sinni heimsmeistari (2019). Hann hefur spilað með Füchse Berlin undanfarin ár og er þriðji markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar með 112 mörk í 17 leikjum þar sem hann hefur nýtt 84 prósent skota sinna. Foreldrar Hans eru bæði Íslendingar eða þau Tómas Erling Lindberg og Sigrún Sigurðardóttir. Hann fæddist í Danmörku og ákvað að spila fyrir danska landsliðið frekar en það íslenska. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Sjá meira
Það verður mun sterkara dansk landslið sem spilar í undanúrslitaleik EM í kvöld en það lið sem brást okkur Íslendingum á miðvikudagskvöldið. Það er þó ekki bara stórskytturnar Mikkel Hansen og Mathias Gidsel sem kom inn í liðið heldur einnig hornamaðurinn reyndi Hans Lindberg. Hans Lindberg er ude af isolation - og træner med i dag ved landsholdets træning i Budapest #hndbld #ehfeuro2022— Dansk Håndbold Forbund (@dhf_haandbold) January 27, 2022 Lindberg greindist með kórónuveiruna fyrir viku síðan eða eftir leik Dana og Íslendinga í milliriðlinum. Hann fór í framhaldinu í einangrun eins og margir leikmenn íslenska landsliðsins hafa þurft að glíma við. Danska handboltasambandið segir að Lindberg sé nú laus úr einangrun og að hann verði með á móti Spáni. Hans Lindberg er fertugur og hefur skorað 756 mörk í 272 landsleikjum síðan að hann lék sinn fyrsta landsleik árið 2003. Hann hefur tvisvar orðið Evrópumeistari með Dönum (2008 og 2012) og einu sinni heimsmeistari (2019). Hann hefur spilað með Füchse Berlin undanfarin ár og er þriðji markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar með 112 mörk í 17 leikjum þar sem hann hefur nýtt 84 prósent skota sinna. Foreldrar Hans eru bæði Íslendingar eða þau Tómas Erling Lindberg og Sigrún Sigurðardóttir. Hann fæddist í Danmörku og ákvað að spila fyrir danska landsliðið frekar en það íslenska.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Sjá meira