Fulltrúar SOS kynna sér árangur íslenskrar þróunarsamvinnu í Malaví Heimsljós 28. janúar 2022 10:20 Rúrik Gíslason velgjörðarsendiherrra SOS Barnaþorpanna sýnir listir sínar með knöttinn í Malaví. JRJ „Að bregða sér úr íslenska velmegunarumhverfinu og verða vitni að lífsskilyrðum þessarar fátæku þjóðar er nokkuð sem hefur breytt heimsýn okkar til frambúðar. Við vorum allir djúpt snortnir af því sem fyrir augu okkar bar í Mangochi og víðar,“ segir Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS Barnaþorpanna á Íslandi. Undanfarna viku hefur hópur frá SOS heimsótt Malaví og meðal annars kynnt sér árangur íslenskrar þróunarsamvinnu í Mangochi héraði. Í hópnum voru einnig Rúrik Gíslason, velgjörðasendiherra SOS á Íslandi, Jóhannes Ásbjörnsson framkvæmdastjóri og Jón Ragnar Jónsson, kvikmyndatökumaður og ljósmyndari. Ísland og Malaví hafa unnið saman á sviði þróunarsamvinnu í þrjá áratugi í Mangochi héraði við Malavívatn. Heimsókn þangað gefur því mjög góða innsýn inn í þá fjölmörgu þætti sem studdir eru í gegnum þróunarsamvinnuna og gaf gestunum tækifæri til að sjá áþreifanlegan árangur af samstarfi Íslands síðustu áratugi. Hópurinn kynnti sér starfsemina í Mangochi í fylgd starfsfólks sendiráðs Íslands í Lilongwe sem hafði aðkomu að undirbúning ferðarinnar og skipulagningu heimsókna. Rúrik Gíslason, velgjörðasendiherra og Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS Barnaþorpa ásamt Joseph Isaya, starfsmanni íslenska sendiráðsins í LilongweJRJ SOS hópurinn heimsótti meðal annars einn af tólf samstarfsskólum undir verkefnastoðinni um eflingu grunnþjónustu í Mangochi héraði. Menntun er ein af meginstoðum samstarfsins og hefur það markmið að efla grunnmenntun rúmlega 30 þúsund barna og unglinga sem stunda nám við skólana. Hópurinn heimsótti Koche grunnskólann þar sem nemendur eru um sex þúsund. Hópurinn fékk einnig innsýn í vatns- og hreinlætismál í héraðinu með því að heimsækja heimili í sveitaþorpi til að sjá hvernig nýleg salernis- og handþvottaaðstaða er útfærð. Mikill árangur hefur náðst á síðustu árum við að tryggja íbúum héraðsins aðgang að hreinu vatni og endurbættri salernisaðstöðu, en stuðningur frá Íslandi tryggir meðal ananrs um 385 þúsund manns aðgang að hreinu drykkjarhæfu vatni. Með bættri vatns- og hreinlætisaðstöðu er lagður grunnur að bættri heilsu íbúa, ekki síst gagnvart niðurgangspestum og kóleru. Ekkert tilfelli kóleru hefur komið upp á undanförnum árum í héraðinu og verulega hefur dregið úr niðurgangspestum. Að lokum heimsóttu gestirnir fæðingadeildina við héraðssjúkrahúsið í Mangochibænum en opnun fæðingardeildarinnar árið 2019 af þáverandi utanríkisráðherra, Guðlaugi Þór Þórðarsyni, markaði tímamót í starfsemi héraðssjúkrahússins á sviði mæðra og ungbarnaheilsu. Rúrik Gíslason dælir vatni fyrir malavíska konu.JRJ „Heimsóknir okkar í Koche grunnskólann, fæðingarheimilið og vistarverur fólks í sveitum héraðsins sýndu okkur svo ekki verður um villst að stuðningur Íslendinga við malavísku þjóðina er gríðarlega mikilvægur fyrir samfélagið á staðnum. Um leið sýndi þessi heimsókn okkur stóra samhengið í því hversu mikilvæg starfsemi bæði íslenskra yfirvalda og SOS Barnaþorpanna er í Malaví. Samfélagsleg arðsemi hefur margfaldast með starfsemi beggja þessara aðila í Malaví og mun halda áfram að gera," segir Hans Steinar. SOS Barnaþorpin hafa starfað í Malaví frá árinu 1986 og reka þar fjögur barnaþorp ásamt fjölskyldueflingarverkefni í suðurhluta landsins. Markmið ferðarinnar var að kynna sér betur það mikilvæga starf sem samtökin sinna í landinu og gera heimildarmynd til að miðla því og upplifun af ferðalaginu í sjónvarpsþætti sem verður sýndur á Íslandi síðar á árinu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Malaví Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent
Undanfarna viku hefur hópur frá SOS heimsótt Malaví og meðal annars kynnt sér árangur íslenskrar þróunarsamvinnu í Mangochi héraði. Í hópnum voru einnig Rúrik Gíslason, velgjörðasendiherra SOS á Íslandi, Jóhannes Ásbjörnsson framkvæmdastjóri og Jón Ragnar Jónsson, kvikmyndatökumaður og ljósmyndari. Ísland og Malaví hafa unnið saman á sviði þróunarsamvinnu í þrjá áratugi í Mangochi héraði við Malavívatn. Heimsókn þangað gefur því mjög góða innsýn inn í þá fjölmörgu þætti sem studdir eru í gegnum þróunarsamvinnuna og gaf gestunum tækifæri til að sjá áþreifanlegan árangur af samstarfi Íslands síðustu áratugi. Hópurinn kynnti sér starfsemina í Mangochi í fylgd starfsfólks sendiráðs Íslands í Lilongwe sem hafði aðkomu að undirbúning ferðarinnar og skipulagningu heimsókna. Rúrik Gíslason, velgjörðasendiherra og Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS Barnaþorpa ásamt Joseph Isaya, starfsmanni íslenska sendiráðsins í LilongweJRJ SOS hópurinn heimsótti meðal annars einn af tólf samstarfsskólum undir verkefnastoðinni um eflingu grunnþjónustu í Mangochi héraði. Menntun er ein af meginstoðum samstarfsins og hefur það markmið að efla grunnmenntun rúmlega 30 þúsund barna og unglinga sem stunda nám við skólana. Hópurinn heimsótti Koche grunnskólann þar sem nemendur eru um sex þúsund. Hópurinn fékk einnig innsýn í vatns- og hreinlætismál í héraðinu með því að heimsækja heimili í sveitaþorpi til að sjá hvernig nýleg salernis- og handþvottaaðstaða er útfærð. Mikill árangur hefur náðst á síðustu árum við að tryggja íbúum héraðsins aðgang að hreinu vatni og endurbættri salernisaðstöðu, en stuðningur frá Íslandi tryggir meðal ananrs um 385 þúsund manns aðgang að hreinu drykkjarhæfu vatni. Með bættri vatns- og hreinlætisaðstöðu er lagður grunnur að bættri heilsu íbúa, ekki síst gagnvart niðurgangspestum og kóleru. Ekkert tilfelli kóleru hefur komið upp á undanförnum árum í héraðinu og verulega hefur dregið úr niðurgangspestum. Að lokum heimsóttu gestirnir fæðingadeildina við héraðssjúkrahúsið í Mangochibænum en opnun fæðingardeildarinnar árið 2019 af þáverandi utanríkisráðherra, Guðlaugi Þór Þórðarsyni, markaði tímamót í starfsemi héraðssjúkrahússins á sviði mæðra og ungbarnaheilsu. Rúrik Gíslason dælir vatni fyrir malavíska konu.JRJ „Heimsóknir okkar í Koche grunnskólann, fæðingarheimilið og vistarverur fólks í sveitum héraðsins sýndu okkur svo ekki verður um villst að stuðningur Íslendinga við malavísku þjóðina er gríðarlega mikilvægur fyrir samfélagið á staðnum. Um leið sýndi þessi heimsókn okkur stóra samhengið í því hversu mikilvæg starfsemi bæði íslenskra yfirvalda og SOS Barnaþorpanna er í Malaví. Samfélagsleg arðsemi hefur margfaldast með starfsemi beggja þessara aðila í Malaví og mun halda áfram að gera," segir Hans Steinar. SOS Barnaþorpin hafa starfað í Malaví frá árinu 1986 og reka þar fjögur barnaþorp ásamt fjölskyldueflingarverkefni í suðurhluta landsins. Markmið ferðarinnar var að kynna sér betur það mikilvæga starf sem samtökin sinna í landinu og gera heimildarmynd til að miðla því og upplifun af ferðalaginu í sjónvarpsþætti sem verður sýndur á Íslandi síðar á árinu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Malaví Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent