Málið hefur vakið sérstaka athygli þar ytra en brúin hrundi aðeins nokkrum klukkutímum fyrir fyrirhugaða heimsókn Joe Biden Bandaríkjaforseta til borgarinnar.
Biden hugðist ræða innviði og uppbyggingu sérstaklega í opinberri heimsókn sinni í Pittsburgh. AP fréttaveitan greindi frá.
Í nýjum innviðalögum forsetans eru ríflega 1,6 billjón bandaríkjadollarar eyrnamerktir lagfæringum á brúm í Pennsylvaníu og hefur tilviljunin því þótt helst til óheppileg.
Yfirvöld í borginni þakka þó fyrir að enginn hafi slasast alvarlega en fimm bílar og rúta voru á brúnni þegar hún hrundi. Ekki er vitað hvað olli því að brúin hrundi að svo stöddu.