Daníel Örn greinir sjálfur frá þessu í innleggi á Facebook. Þar segir hann að hann hafi ákveðið að segja sig frá stjórnmálaþátttöku og frá félagslegum störfum vegna ásakananna. Hann ætlar að draga sig úr borgarstjórn þar sem hann hefur setið sem varaborgarfulltrúi.
Daníel Örn var einnig í framboði til stjórnar Eflingar og hefur hætt við það framboð „af virðingu fyrir baráttu verkafólks fyrir bættum kjörum og aðstæðum.“
Sósíalistaflokkurinn fékk einn borgarfulltrúa kjörinn í borgarstjórnarkosningunum árið 2018.