„Vissi þarna að ég gæti mætt og ég mætti aftur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 31. janúar 2022 10:30 Fanney Rós létti sig um fimmtíu kíló. Fanney Rós Magnúsdóttir var orðin 120 kíló þegar hún ákvað að nú væri komið nóg en þá var hún á lokaári í Flensborg. Rólega hafði hún verið að stækka alveg frá barnæsku með tilheyrandi vanlíðan. „Ég var orðin rosalega hvöss við fólk í kringum mig, talaði ekki fallega og algjör töffari við fólk í kringum mig. Ég grét aldrei og var með algjöran skjöld utan um mig,“ segir Fanney sem segist hafa verið leiðinleg við fjölskyldumeðlimi, vinkonur sem og við fólk sem hún þekkti minna. Fanney prófaði allskonar megrunarkúra sem virtust þó aldrei virka. Hún áttaði sig ekki á því að hún þyrfti að taka andlegu hliðina á í gegn svo árangur myndi nást. Vendipunkturinn var hvernig hún kom fram við mömmu sína. „Og systur mínar. Ég grætti þær stundum með einhverjum töffarastælum og sagðist alltaf vera alveg sama, en mér var ekki alveg sama. Mamma var stundum að reyna ýja að því að ég þyrfti kannski að létta mig en var samt rosalega næs með þetta. Amma er aftur á móti rosalega beitt. Einu sinni kom hún heim, horfði á mig og sagði, Jesús hvað kom fyrir þig barn, þú ert bara hnöttótt í framan. Það var nú ekki skemmtilegt að heyra þá og ef ég spyr hana í dag, þá segir hún nei ég sagði það aldrei. Það er erfitt að heyra þetta, en þú þarft þess og þetta fer í undirmeðvitundina. Þú þarft ekkert að breyta neinu nema þú viljir það en mér leið bara mjög illa og var ekki ánægð með hvernig hlutirnir voru.“ Klárði ekki æfinguna og ældi Fanney segist aldrei hafa fengið neina fræðslu í næringarfræði fyrr en hún var orðin eldri. „Ég á systir sem var í Boot Camp og hún dregur mig á æfingu. Þarna er ég aðeins að koma til með því að reyna vera meira næs. Ég fer á æfingu, hleyp hálfan kílómetra og næ ekki að klára æfinguna og kasta upp og fer síðan bara heim. Svo stend ég fyrir framan spegilinn og þetta var ekkert rosalega góður árangur en ég sagði samt við sjálfan mig, vel gert Fanney. Þú gast mætt. Ég vissi þarna að ég gæti mætt og ég mætti aftur. Þá kastaði ég ekki upp. Ég reyndi bara að tala við mig og við erum ekki nægilega dugleg við það. Ef þú ert stolt af þér þá áttu að segja það upphátt. Talaðu fallega til þín. Við dæmum okkur of hart og setjum okkur svo gígantískar kröfur og markmið bara út frá því hvað Palli eða Jóna eru að gera. Við tökum ekkert inn í reikninginn hvar við stöndum eða hvernig okkur líður.“ Hún segist hafa sett sér smá saman reglur eins og að leggja eins langt frá búðinni eins og hægt væri. Hún missti fimmtíu kíló á nokkrum árum og sá hún mjög fljótlega mikinn árangur þegar hún byrjaði að hreyfa sig. „Ég er miklu glaðari í dag. Það er svo fyndið að þegar ég var svona þung þá sagði ég setningar eins og þetta kemur alltaf fyrir mig, ég er svo óheppin. En í dag hugsa ég að ég sé bara alltaf svo heppin. Það breytist bara allt. Hvernig fólk kemur fram við mig, því ég kem betur fram við það. Það fer öðruvísi ofan í mig að mistakast,“ segir Fanney sem bætir við að hún hafi á sínum tíma pantað sér tíma í fitusog en ákvað síðan að fara ekki. „Ég hugsaði að ég væri ekki búin að prófa venjulega aðferð og vissi ekki hvað ég gæti gert sjálf. Ég var búin að safna pening en vildi reyna sjálf.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Heilsa Ísland í dag Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
„Ég var orðin rosalega hvöss við fólk í kringum mig, talaði ekki fallega og algjör töffari við fólk í kringum mig. Ég grét aldrei og var með algjöran skjöld utan um mig,“ segir Fanney sem segist hafa verið leiðinleg við fjölskyldumeðlimi, vinkonur sem og við fólk sem hún þekkti minna. Fanney prófaði allskonar megrunarkúra sem virtust þó aldrei virka. Hún áttaði sig ekki á því að hún þyrfti að taka andlegu hliðina á í gegn svo árangur myndi nást. Vendipunkturinn var hvernig hún kom fram við mömmu sína. „Og systur mínar. Ég grætti þær stundum með einhverjum töffarastælum og sagðist alltaf vera alveg sama, en mér var ekki alveg sama. Mamma var stundum að reyna ýja að því að ég þyrfti kannski að létta mig en var samt rosalega næs með þetta. Amma er aftur á móti rosalega beitt. Einu sinni kom hún heim, horfði á mig og sagði, Jesús hvað kom fyrir þig barn, þú ert bara hnöttótt í framan. Það var nú ekki skemmtilegt að heyra þá og ef ég spyr hana í dag, þá segir hún nei ég sagði það aldrei. Það er erfitt að heyra þetta, en þú þarft þess og þetta fer í undirmeðvitundina. Þú þarft ekkert að breyta neinu nema þú viljir það en mér leið bara mjög illa og var ekki ánægð með hvernig hlutirnir voru.“ Klárði ekki æfinguna og ældi Fanney segist aldrei hafa fengið neina fræðslu í næringarfræði fyrr en hún var orðin eldri. „Ég á systir sem var í Boot Camp og hún dregur mig á æfingu. Þarna er ég aðeins að koma til með því að reyna vera meira næs. Ég fer á æfingu, hleyp hálfan kílómetra og næ ekki að klára æfinguna og kasta upp og fer síðan bara heim. Svo stend ég fyrir framan spegilinn og þetta var ekkert rosalega góður árangur en ég sagði samt við sjálfan mig, vel gert Fanney. Þú gast mætt. Ég vissi þarna að ég gæti mætt og ég mætti aftur. Þá kastaði ég ekki upp. Ég reyndi bara að tala við mig og við erum ekki nægilega dugleg við það. Ef þú ert stolt af þér þá áttu að segja það upphátt. Talaðu fallega til þín. Við dæmum okkur of hart og setjum okkur svo gígantískar kröfur og markmið bara út frá því hvað Palli eða Jóna eru að gera. Við tökum ekkert inn í reikninginn hvar við stöndum eða hvernig okkur líður.“ Hún segist hafa sett sér smá saman reglur eins og að leggja eins langt frá búðinni eins og hægt væri. Hún missti fimmtíu kíló á nokkrum árum og sá hún mjög fljótlega mikinn árangur þegar hún byrjaði að hreyfa sig. „Ég er miklu glaðari í dag. Það er svo fyndið að þegar ég var svona þung þá sagði ég setningar eins og þetta kemur alltaf fyrir mig, ég er svo óheppin. En í dag hugsa ég að ég sé bara alltaf svo heppin. Það breytist bara allt. Hvernig fólk kemur fram við mig, því ég kem betur fram við það. Það fer öðruvísi ofan í mig að mistakast,“ segir Fanney sem bætir við að hún hafi á sínum tíma pantað sér tíma í fitusog en ákvað síðan að fara ekki. „Ég hugsaði að ég væri ekki búin að prófa venjulega aðferð og vissi ekki hvað ég gæti gert sjálf. Ég var búin að safna pening en vildi reyna sjálf.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Heilsa Ísland í dag Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp