Hungur líklega ástæða fjöldadauða en grannt fylgst með fuglaflensunni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. janúar 2022 10:51 Fuglaflensan greindist meðal annars hjá svartbaki sem var talinn hafa komið til Nýfundnalands um Ísland. Fuglaflensa greindist ekki í sýnum sem tekin voru úr svartfuglshræjum sem fundust á ströndum við Austurland. Ástæða fjöldadauðans er ekki ljós en sérfræðingar Matvælastofnunar telja hungur líklegustu skýringuna. Í tilkynningu á vef MAST segir að fylgst sé með þróun fuglaflensufaraldursins sem nú geisar í Evrópu og að sérfræðingar stofnunarinnar séu í sambandi við kollega sína í öðrum löndum. Greining á fuglaflensu á Nýfundnalandi gefi vísbendingar um að veiran geti hafa borist með farfuglum frá Evrópu sem hafa viðkomu á Íslandi. Fuglaeigendur þurfi að vera viðbúnir því að herða þurfi sóttvarnir á vormánuðum. „Í janúarmánuði varð vart við mikinn dauða svartfugla við strendur landsins. Ekki er vitað hvað veldur því að fuglarnir hríðfalla en mjög ólíklegt er að um fuglaflensu sé að ræða. Líklegasta skýringin er hungur þótt ekki sé hægt að fullyrða að það sé eina skýringin. Í þeim sýnum sem tekin voru á Austurlandi úr hræjum af álkum, langvíum og haftyrðlum greindust ekki fuglaflensuveirur,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að fuglaflensa sem greindist á Nýfundnalandi í lok síðasta árs, bæði á alifuglabúi og í dauðum svartbak nærri búinu, hafi líklega borist þangað með farfuglum frá sýktum svæðum í Evrópu, um Ísland til Grænlands og áfram til Austur-Kanada. „Þessi greining á Nýfundnalandi styrkir það mat sérfræðinga að skæðar fuglaflensuveirur geti hafa borist til Íslands þó þær hafi ekki fundist í þeim sýnum sem rannsökuð hafa verið,“ segir í tilkynningunni. Í faraldrinum sem geisar í Evrópu er H5N1 ríkjandi. Enn sem komið er eru taldar litlar líkur á því að fólk geti smitast af þeim veirum sem finnast í Evrópu en Matvælastofnun hvetur til almennra sóttvarna við handfjöltun villtra fugla og fuglahræja. MAST segir fulla ástæðu til að vakta fuglaflensu í villtum fuglum hérlendis þrátt fyrir að farfuglatímabilið sé ekki hafið. Þá er almenningur beðinn um að tilkynna það til stofnunarinnar þegar villtur dauður fugl finnst. „Þegar tilkynning berst metur stofnunin hvort taka skuli sýni úr fuglinum. Ef taka þarf upp dauðan fugl skal það gert með einnota hönskum og hann settur í plastpoka eða með því að stinga hendi í plastpoka og taka fuglinn upp með pokanum og draga pokann svo yfir fuglinn og loka fyrir.“ Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Nær 300 svartfuglar fundist dauðir á Suðausturlandi Á dögunum fannst mikill fjöldi svartfugla dauður á Suðausturlandi. Matvælastofnun hefur ákveðið að láta rannsaka sýni úr fuglunum á Tilraunastöð HÍ að Keldum, meðal annars með tilliti til fuglaflensu. 13. janúar 2022 06:36 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Í tilkynningu á vef MAST segir að fylgst sé með þróun fuglaflensufaraldursins sem nú geisar í Evrópu og að sérfræðingar stofnunarinnar séu í sambandi við kollega sína í öðrum löndum. Greining á fuglaflensu á Nýfundnalandi gefi vísbendingar um að veiran geti hafa borist með farfuglum frá Evrópu sem hafa viðkomu á Íslandi. Fuglaeigendur þurfi að vera viðbúnir því að herða þurfi sóttvarnir á vormánuðum. „Í janúarmánuði varð vart við mikinn dauða svartfugla við strendur landsins. Ekki er vitað hvað veldur því að fuglarnir hríðfalla en mjög ólíklegt er að um fuglaflensu sé að ræða. Líklegasta skýringin er hungur þótt ekki sé hægt að fullyrða að það sé eina skýringin. Í þeim sýnum sem tekin voru á Austurlandi úr hræjum af álkum, langvíum og haftyrðlum greindust ekki fuglaflensuveirur,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að fuglaflensa sem greindist á Nýfundnalandi í lok síðasta árs, bæði á alifuglabúi og í dauðum svartbak nærri búinu, hafi líklega borist þangað með farfuglum frá sýktum svæðum í Evrópu, um Ísland til Grænlands og áfram til Austur-Kanada. „Þessi greining á Nýfundnalandi styrkir það mat sérfræðinga að skæðar fuglaflensuveirur geti hafa borist til Íslands þó þær hafi ekki fundist í þeim sýnum sem rannsökuð hafa verið,“ segir í tilkynningunni. Í faraldrinum sem geisar í Evrópu er H5N1 ríkjandi. Enn sem komið er eru taldar litlar líkur á því að fólk geti smitast af þeim veirum sem finnast í Evrópu en Matvælastofnun hvetur til almennra sóttvarna við handfjöltun villtra fugla og fuglahræja. MAST segir fulla ástæðu til að vakta fuglaflensu í villtum fuglum hérlendis þrátt fyrir að farfuglatímabilið sé ekki hafið. Þá er almenningur beðinn um að tilkynna það til stofnunarinnar þegar villtur dauður fugl finnst. „Þegar tilkynning berst metur stofnunin hvort taka skuli sýni úr fuglinum. Ef taka þarf upp dauðan fugl skal það gert með einnota hönskum og hann settur í plastpoka eða með því að stinga hendi í plastpoka og taka fuglinn upp með pokanum og draga pokann svo yfir fuglinn og loka fyrir.“
Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Nær 300 svartfuglar fundist dauðir á Suðausturlandi Á dögunum fannst mikill fjöldi svartfugla dauður á Suðausturlandi. Matvælastofnun hefur ákveðið að láta rannsaka sýni úr fuglunum á Tilraunastöð HÍ að Keldum, meðal annars með tilliti til fuglaflensu. 13. janúar 2022 06:36 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Nær 300 svartfuglar fundist dauðir á Suðausturlandi Á dögunum fannst mikill fjöldi svartfugla dauður á Suðausturlandi. Matvælastofnun hefur ákveðið að láta rannsaka sýni úr fuglunum á Tilraunastöð HÍ að Keldum, meðal annars með tilliti til fuglaflensu. 13. janúar 2022 06:36