Goldberg vekur reiði með ummælum um Helförina Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. febrúar 2022 07:30 Goldberg hlaut Óskarsverðlaunin fyrir hlutverk sitt í Ghost. epa/Paul Buck Leikkonan og sjónvarpsþáttastjórnandinn Whoopi Goldberg hefur vakið mikla reiði í Bandaríkjunum með því að staðhæfa í spjallþættinum The View á ABC að Helförin hefði ekki snúist um ólíka kynþætti. Til umræðu var bann skólayfirvalda í Tennessee á bókunum Maus, þar sem gyðingar eru mýs og nasistar kettir. Bækurnar hafa unnið til fjölda verðlauna en voru bannaðar sökum blótsyrða, nektar og sjálfsvíga, sem yfirvöldum þykja ekki við hæfi 13 ára unglinga. Goldberg sagði í spjalli við aðra þáttastjórnendur að það kæmi henni á óvart að nekt væri orsök þess að bækurnar væru bannaðar, ekki sú staðreynd að þær fjölluðu um morðið á sex milljónum einstaklinga. No @WhoopiGoldberg, the #Holocaust was about the Nazi’s systematic annihilation of the Jewish people – who they deemed to be an inferior race. They dehumanized them and used this racist propaganda to justify slaughtering 6 million Jews. Holocaust distortion is dangerous. #ENOUGH https://t.co/koS1kuspqV— Jonathan Greenblatt (@JGreenblattADL) January 31, 2022 „Ef við ætlum að gera þetta, segjum þá satt. Því Helförin snérist ekki um kynþætti. Nei, hún snérist ekki um kynþátt,“ sagði Goldberg. Joy Behar, meðstjórnandi Goldberg, benti hins vegar á að nasistarnir hefðu haldið því fram að gyðingar væru annar kynþáttur. Goldberg gaf hins vegar ekki eftir og sagði Helförina ekki hafa snúist um kynþætti heldur um grimmd mannsins gegn öðrum mönnum. „En þetta snérist um hvíta kynþáttahyggju,“ sagði þá Ana Navarro, annar meðstjórnandi Goldberg. „Þetta snérist um ofsóknir á hendur gyðingum og sígaunum og Rómafólki,“ sagði hún. Goldberg svaraði þá með því að segja að um væri að ræða átök tveggja hvítra hópa. Whoopi Goldberg: "The Holocaust isn't about race!"Hitler in "Mein Kampf": "Is not their very existence founded on one great lie, namely, that they are a religious community, where as in reality they are a race?"— Ben Shapiro (@benshapiro) January 31, 2022 Ummæli Goldberg voru harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum, þar sem leikkonunni var meðal annars bent á að nasistar hefðu sannarlega haldið því fram að gyðingar væru annar og óæðri kynþáttur. Goldberg baðst í kjölfarið afsökunar og sagðist hefðu átt að segja að Helförin hefði bæði snúist um kynþætti og grimmd mannsins gegn öðrum mönnum. Gyðingar hefðu ávallt átt stuðningsmann í henni og myndu eiga áfram. pic.twitter.com/KUpdyhQnho— Whoopi Goldberg (@WhoopiGoldberg) February 1, 2022 Seinni heimsstyrjöldin Bandaríkin Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Til umræðu var bann skólayfirvalda í Tennessee á bókunum Maus, þar sem gyðingar eru mýs og nasistar kettir. Bækurnar hafa unnið til fjölda verðlauna en voru bannaðar sökum blótsyrða, nektar og sjálfsvíga, sem yfirvöldum þykja ekki við hæfi 13 ára unglinga. Goldberg sagði í spjalli við aðra þáttastjórnendur að það kæmi henni á óvart að nekt væri orsök þess að bækurnar væru bannaðar, ekki sú staðreynd að þær fjölluðu um morðið á sex milljónum einstaklinga. No @WhoopiGoldberg, the #Holocaust was about the Nazi’s systematic annihilation of the Jewish people – who they deemed to be an inferior race. They dehumanized them and used this racist propaganda to justify slaughtering 6 million Jews. Holocaust distortion is dangerous. #ENOUGH https://t.co/koS1kuspqV— Jonathan Greenblatt (@JGreenblattADL) January 31, 2022 „Ef við ætlum að gera þetta, segjum þá satt. Því Helförin snérist ekki um kynþætti. Nei, hún snérist ekki um kynþátt,“ sagði Goldberg. Joy Behar, meðstjórnandi Goldberg, benti hins vegar á að nasistarnir hefðu haldið því fram að gyðingar væru annar kynþáttur. Goldberg gaf hins vegar ekki eftir og sagði Helförina ekki hafa snúist um kynþætti heldur um grimmd mannsins gegn öðrum mönnum. „En þetta snérist um hvíta kynþáttahyggju,“ sagði þá Ana Navarro, annar meðstjórnandi Goldberg. „Þetta snérist um ofsóknir á hendur gyðingum og sígaunum og Rómafólki,“ sagði hún. Goldberg svaraði þá með því að segja að um væri að ræða átök tveggja hvítra hópa. Whoopi Goldberg: "The Holocaust isn't about race!"Hitler in "Mein Kampf": "Is not their very existence founded on one great lie, namely, that they are a religious community, where as in reality they are a race?"— Ben Shapiro (@benshapiro) January 31, 2022 Ummæli Goldberg voru harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum, þar sem leikkonunni var meðal annars bent á að nasistar hefðu sannarlega haldið því fram að gyðingar væru annar og óæðri kynþáttur. Goldberg baðst í kjölfarið afsökunar og sagðist hefðu átt að segja að Helförin hefði bæði snúist um kynþætti og grimmd mannsins gegn öðrum mönnum. Gyðingar hefðu ávallt átt stuðningsmann í henni og myndu eiga áfram. pic.twitter.com/KUpdyhQnho— Whoopi Goldberg (@WhoopiGoldberg) February 1, 2022
Seinni heimsstyrjöldin Bandaríkin Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira