Umbi vill svör um skipan tveggja ráðuneytisstjóra Jakob Bjarnar skrifar 1. febrúar 2022 16:45 Skúli Magnússon Umboðsmaður Alþingis telur að fara þurfi í saumana á skipan þeirra Skúla Eggerts Þórðarsonar og Ásdísar Höllu Bragadóttur sem nýrra ráðuneytisstjóra þeirra Lilju D. Alfreðsdóttur og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur. vísir/vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur sent erindi á tvö ráðuneyti þar sem hann vill fá skýringar á skipan og setningu tveggja ráðuneytisstjóra í síðasta mánuði. Annars vegar er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra beðinn um skýringar á tímabundinni setningu ráðuneytisstjóra og hins vegar er ferðamála-, menningar- og viðskiptaráðherra spurður um skipun ráðuneytisstjóra. Umboðsmaður hlýtur að spyja Vísir greindi frá efni ræðu Jóhanns Páls Jóhannssonar þingmanns á Alþingi nú fyrr í dag þar sem hann taldi einsýnt að með því að skipa Skúla Eggert Þórðarson fyrrverandi ríkisendurskoðanda ráðuneytisstjóra gengi Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra í berhögg við þrískiptingu ríkisvaldsins. Hann efaðist um lögmæti þessa. Eins og lætur nærri var Umboðsmaður búinn að senda bréfin til ráðuneytanna áður en Jóhann Páll tók málið upp á þingi. Skúli segir í samtali við Vísi að það hljóti að teljast eðlilegt, við þessar aðstæður þar sem annars vegar er verið að skipa og flytja til í embætti ráðuneytisstjóra og hins vegar tímabundið verið að setja ráðuneytisstjóra í nýju ráðuneyti, að hann spyrjist fyrir. „Hver svo sem niðurstaða málsins verður. Ég held að þessi atvik séu einfaldlega þess eðlis að Umboðsmaður væri ekki að vinna sína vinnu ef hann spyrði ekki stjórnvöld hvernig þetta samræmist þeim lögum sem Alþingi hefur sett um skipan embættismanna og ætlar stjórnvöldum að fara eftir,“ segir Skúli. Um annað stjórnvald að ræða Í fyrirspurn Umboðsmanns Alþingis er tíundað efni fréttar stjórnarráðsins, þar sem greint var frá skipun ráðuneytisstjóra nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis, kom fram að ákvörðunin væri reist ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins þar sem kveðið er á um heimildir til flutnings embættismanna ríkisins milli embætta. „Í bréfi umboðsmanns til ráðherrans er rakið að í heimildinni felist að stjórnvald sem skipað hefur mann í embætti geti samþykkt að hann flytjist í annað embætti er lýtur öðru stjórnvaldi,“ segir í tilkynningu Umboðsmanns Alþingis. En á síðu Umboðsmanns má sjá bréfin í heild sinni. Ásdís Halla og Skúli Eggert nýskipaðir ráðuneytisstjórar. Umboðsmanni Alþingis þykir ástæða til að spyrjast fyrir um hvernig skipan þeirra er til komin og í pottinn búin. Þá bendir Umboðsmaður á að Alþingi hafi kosið ráðuneytisstjórann í embætti ríkisendurskoðanda árið 2018 og heyri hann samkvæmt lögum undir það og sé sjálfstæður og engum háður í störfum sínum. Var starfið auglýst? „Óskað er eftir skýringum á því á hvaða lagagrundvelli ákvörðun um skipunina, án auglýsingar, sé reist. Hafi það verið gert á grundvelli áðurnefnds ákvæðis um flutning embættismanna milli embætta er spurt um hvaða forsendur og lagasjónarmið bjuggu þar að baki.“ Í bréfi umboðsmanns til ráðherra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar segir meðal annars að í ljósi þess að verið sé að setja á fót nýtt ráðuneyti verði ekki annað ráðið en að um nýtt embætti sé að ræða. „Því spyr hann hvort það hafi verið auglýst laust til umsóknar og ef ekki þá biður hann um skýringar á því á hvaða lagagrundvelli það hafi verið gert.“ Ráðherrarnir eru beðnir um svör fyrir 12. þessa mánaðar. Stjórnsýsla Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Ríkisendurskoðandi skipaður ráðuneytisstjóri Skúli Eggert Þórðarson fyrrum ríkisendurskoðandi hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis. Hann hefur störf þann 1. febrúar næstkomandi. 27. janúar 2022 22:29 Gegnir embætti ráðuneytisstjóra næstu þrjá mánuðina Ásdís Halla Bragadóttir hefur verið skipuð ráðuneytisstjóri háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðuneytisins, tímabundið til þriggja mánaða á meðan auglýst er efir ráðuneytisstjóra fyrir hið nýja ráðuneyti. 31. janúar 2022 18:02 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Sjá meira
Annars vegar er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra beðinn um skýringar á tímabundinni setningu ráðuneytisstjóra og hins vegar er ferðamála-, menningar- og viðskiptaráðherra spurður um skipun ráðuneytisstjóra. Umboðsmaður hlýtur að spyja Vísir greindi frá efni ræðu Jóhanns Páls Jóhannssonar þingmanns á Alþingi nú fyrr í dag þar sem hann taldi einsýnt að með því að skipa Skúla Eggert Þórðarson fyrrverandi ríkisendurskoðanda ráðuneytisstjóra gengi Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra í berhögg við þrískiptingu ríkisvaldsins. Hann efaðist um lögmæti þessa. Eins og lætur nærri var Umboðsmaður búinn að senda bréfin til ráðuneytanna áður en Jóhann Páll tók málið upp á þingi. Skúli segir í samtali við Vísi að það hljóti að teljast eðlilegt, við þessar aðstæður þar sem annars vegar er verið að skipa og flytja til í embætti ráðuneytisstjóra og hins vegar tímabundið verið að setja ráðuneytisstjóra í nýju ráðuneyti, að hann spyrjist fyrir. „Hver svo sem niðurstaða málsins verður. Ég held að þessi atvik séu einfaldlega þess eðlis að Umboðsmaður væri ekki að vinna sína vinnu ef hann spyrði ekki stjórnvöld hvernig þetta samræmist þeim lögum sem Alþingi hefur sett um skipan embættismanna og ætlar stjórnvöldum að fara eftir,“ segir Skúli. Um annað stjórnvald að ræða Í fyrirspurn Umboðsmanns Alþingis er tíundað efni fréttar stjórnarráðsins, þar sem greint var frá skipun ráðuneytisstjóra nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis, kom fram að ákvörðunin væri reist ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins þar sem kveðið er á um heimildir til flutnings embættismanna ríkisins milli embætta. „Í bréfi umboðsmanns til ráðherrans er rakið að í heimildinni felist að stjórnvald sem skipað hefur mann í embætti geti samþykkt að hann flytjist í annað embætti er lýtur öðru stjórnvaldi,“ segir í tilkynningu Umboðsmanns Alþingis. En á síðu Umboðsmanns má sjá bréfin í heild sinni. Ásdís Halla og Skúli Eggert nýskipaðir ráðuneytisstjórar. Umboðsmanni Alþingis þykir ástæða til að spyrjast fyrir um hvernig skipan þeirra er til komin og í pottinn búin. Þá bendir Umboðsmaður á að Alþingi hafi kosið ráðuneytisstjórann í embætti ríkisendurskoðanda árið 2018 og heyri hann samkvæmt lögum undir það og sé sjálfstæður og engum háður í störfum sínum. Var starfið auglýst? „Óskað er eftir skýringum á því á hvaða lagagrundvelli ákvörðun um skipunina, án auglýsingar, sé reist. Hafi það verið gert á grundvelli áðurnefnds ákvæðis um flutning embættismanna milli embætta er spurt um hvaða forsendur og lagasjónarmið bjuggu þar að baki.“ Í bréfi umboðsmanns til ráðherra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar segir meðal annars að í ljósi þess að verið sé að setja á fót nýtt ráðuneyti verði ekki annað ráðið en að um nýtt embætti sé að ræða. „Því spyr hann hvort það hafi verið auglýst laust til umsóknar og ef ekki þá biður hann um skýringar á því á hvaða lagagrundvelli það hafi verið gert.“ Ráðherrarnir eru beðnir um svör fyrir 12. þessa mánaðar.
Stjórnsýsla Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Ríkisendurskoðandi skipaður ráðuneytisstjóri Skúli Eggert Þórðarson fyrrum ríkisendurskoðandi hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis. Hann hefur störf þann 1. febrúar næstkomandi. 27. janúar 2022 22:29 Gegnir embætti ráðuneytisstjóra næstu þrjá mánuðina Ásdís Halla Bragadóttir hefur verið skipuð ráðuneytisstjóri háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðuneytisins, tímabundið til þriggja mánaða á meðan auglýst er efir ráðuneytisstjóra fyrir hið nýja ráðuneyti. 31. janúar 2022 18:02 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Sjá meira
Ríkisendurskoðandi skipaður ráðuneytisstjóri Skúli Eggert Þórðarson fyrrum ríkisendurskoðandi hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis. Hann hefur störf þann 1. febrúar næstkomandi. 27. janúar 2022 22:29
Gegnir embætti ráðuneytisstjóra næstu þrjá mánuðina Ásdís Halla Bragadóttir hefur verið skipuð ráðuneytisstjóri háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðuneytisins, tímabundið til þriggja mánaða á meðan auglýst er efir ráðuneytisstjóra fyrir hið nýja ráðuneyti. 31. janúar 2022 18:02