Eyrugla stoppuð upp á Selfossi og fer í Grímsnes Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. febrúar 2022 21:00 Brynja við eyrugluna, sem hún var að klára að stoppa upp. Hún fær að vera upp á vegg í einhverjar vikur á meðan hamurinn þornar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eyrugla, sem fannst dauð við sumarbústað í Grímsnesi síðasta sumar fær nú nýtt hlutverk því hún hefur verið stoppuð upp og fer aftur í Grímsnesið. Hamskeri, sem sá um verkið, segir mjög vandasamt að stoppa upp uglur. Brynja Davíðsdóttir er hamskeri á Selfossi, sem hefur getið sér gott orð í faginu enda hefur hún stoppað upp ótal fugla í gegnum árin. Nýjasta verkefni hennar er þessi fallega eyrugla, sem situr á grein upp á vegg hjá henni á meðan hamurinn þornar á næstu vikum. „Þessi ugla var merkt í hreiðri síðasta sumar þegar hún var orðin hálfstálpuð en svo mánuði eftir þá finnst hún við sumarbústað í Grímsnesinu, ekki langt frá því, sem hún var merkt látinn. Það sást ekkert á henni, hún lág bara rétt við bústaðinn,“ segir Brynja aðspurð um afdrif uglunnar. Kunningjar Brynju komu með ugluna til hennar og báðu hana um að stoppa hana upp. Brynja gaf sér góðan tíma til að hugsa málið en ákvað svo að taka verkið að sér með samþykki Gunnars Þórs, fuglafræðings, sem er að gera rannsóknir á uglum. En þetta er ekki fyrsta uglan, sem Brynja stoppar upp. „Nei, nei, en þær eru alltaf jafn erfiðar, ég held ég fái nokkrar uglur á ári til að stoppa upp, þær eru virkilega erfiðar að tækla. Þessi kom skemmtilega út,“ segir Brynja hlægjandi og bætir við. „Hún fer svo upp í bústað þar sem hún fannst dáin. Hún verður þar hluti af náttúrunni áfram. Það er bara vonandi að systkini hennar og foreldrar nái að fjölga sér áfram.“ Það er gaman að sjá aðra fugla, sem Brynja hefur stoppað upp. Þeir eru margir hverjir ótrúlega flottir hjá henni hún virðist ná öllum smáatriðum upp á tíu. En hvernig er að vera svona mikill snillingur? „Það er gott að þú segir það í skammdeginu, takk, manni finnst maður aldrei vera snillingur, maður stendur til aldrei nógu vel, en ég er virkilega stolt af þessari uglu,“ segir Brynja hamskeri á Selfossi. Hér er síðan sem Brynja er með á Facebook Brynja er ótrúlega flinkur uppstoppari, ekki síst þegar fuglar eru annars vegar, enda er meira en nóg að gera hjá henni að stoppa upp fyrir fólk víðs vegar af landinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Grímsnes- og Grafningshreppur Fuglar Föndur Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Brynja Davíðsdóttir er hamskeri á Selfossi, sem hefur getið sér gott orð í faginu enda hefur hún stoppað upp ótal fugla í gegnum árin. Nýjasta verkefni hennar er þessi fallega eyrugla, sem situr á grein upp á vegg hjá henni á meðan hamurinn þornar á næstu vikum. „Þessi ugla var merkt í hreiðri síðasta sumar þegar hún var orðin hálfstálpuð en svo mánuði eftir þá finnst hún við sumarbústað í Grímsnesinu, ekki langt frá því, sem hún var merkt látinn. Það sást ekkert á henni, hún lág bara rétt við bústaðinn,“ segir Brynja aðspurð um afdrif uglunnar. Kunningjar Brynju komu með ugluna til hennar og báðu hana um að stoppa hana upp. Brynja gaf sér góðan tíma til að hugsa málið en ákvað svo að taka verkið að sér með samþykki Gunnars Þórs, fuglafræðings, sem er að gera rannsóknir á uglum. En þetta er ekki fyrsta uglan, sem Brynja stoppar upp. „Nei, nei, en þær eru alltaf jafn erfiðar, ég held ég fái nokkrar uglur á ári til að stoppa upp, þær eru virkilega erfiðar að tækla. Þessi kom skemmtilega út,“ segir Brynja hlægjandi og bætir við. „Hún fer svo upp í bústað þar sem hún fannst dáin. Hún verður þar hluti af náttúrunni áfram. Það er bara vonandi að systkini hennar og foreldrar nái að fjölga sér áfram.“ Það er gaman að sjá aðra fugla, sem Brynja hefur stoppað upp. Þeir eru margir hverjir ótrúlega flottir hjá henni hún virðist ná öllum smáatriðum upp á tíu. En hvernig er að vera svona mikill snillingur? „Það er gott að þú segir það í skammdeginu, takk, manni finnst maður aldrei vera snillingur, maður stendur til aldrei nógu vel, en ég er virkilega stolt af þessari uglu,“ segir Brynja hamskeri á Selfossi. Hér er síðan sem Brynja er með á Facebook Brynja er ótrúlega flinkur uppstoppari, ekki síst þegar fuglar eru annars vegar, enda er meira en nóg að gera hjá henni að stoppa upp fyrir fólk víðs vegar af landinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Grímsnes- og Grafningshreppur Fuglar Föndur Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira