Hödd vísar því alfarið á bug að um forræðisdeilumál sé að ræða Jakob Bjarnar skrifar 3. febrúar 2022 10:56 Hödd segir það aumt yfirklór hjá Ragnari Gunnarssyni barnsföður hennar að vilja afgreiða deilu þeirra sem svo að um forræðisdeilu sé að ræða. Saga Sig Hödd Vilhjálmsdóttir, almannatengill og lögfræðingur, segir að um aumt yfirklór barnsföður hennar sé að ræða þegar hann vill meina að deilur þeirra snúist um forræðisdeilumál. „Ég hringdi síðast nú í morgun til sýslumanns sem staðfesti að það er ekkert mál tengt forræðisdeilu opið hjá sér,“ segir Hödd í samtali við Vísi. Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Brandenburg, sem er með stærstu auglýsingastofum landsins, tilkynnti í morgun að hann ætlaði sér að stíga til hliðar. Tilefni þess er viðtal við Hödd í Vikunni sem birtist í morgun en þar sakar Hödd Ragnar um andlegt og líkamlegt ofbeldi. „Deilur okkar, sem varða forræði, eru í sínu rétta ferli. Ég mun stíga til hliðar úr starfi mínu sem framkvæmdastjóri hjá Brandenburg. Ég tel mér ekki fært að sinna því starfi fyllilega á sama tíma og ég tekst á við þetta mál með hagsmuni dóttur okkar að leiðarljósi.“ Hödd segir hér um aumt yfirklór sé að ræða af hálfu Ragnars og vísar því til föðurhúsanna. Deila þeirra snúist ekki um það, eins og áður sagði, heldur sé hún flókin og hafi farið úr böndunum fyrir mörgum árum. Þau Hödd og Ragnar voru í sambandi sem stóð í fimm ár eða frá 2011. Þau skildu 2016 og eiga eina dóttur saman sem nú er níu ára gömul. Í viðtali Vikunnar, sem er ítarlegt, lýsir Hödd sambandinu meðal annars svona: „Fyrir ellefu árum kynntist Hödd manni sem kom vel fyrir og var í góðri stöðu í fyrirtækinu sem hann vann hjá þá. Hún segist hafa séð rauð flögg mjög fljótlega eftir að sambandið hófst, jafnvel strax í byrjun. „Þetta var í raun ofbeldissamband strax,“ segir hún alvarleg. „Ef ég sagði eitthvað sem honum mislíkaði brást hann við með ofsareiði þar sem hann virtist algjörlega missa stjórn á sér. Hann öskraði og notaði fjölmörg ljót orð (innsk. blm.: sem blaðamanni finnast ekki passa á síður Vikunnar). Næstu daga eftir skapofsakastið sýndi hann mér algjöra þögn, en svo kom að því að hann hafði náð að róa sig og fór að tala við mig aftur. Hann baðst þó aldrei nokkurn tíma afsökunar á hegðun sinni og framkomu, heldur keypti hann annaðhvort gjafir handa mér eða sagði mér að fara að kaupa mér föt fyrir einhverja ákveðna upphæð. Því fylgdi líka alltaf mikill kvíði þar sem það brást aldrei að ofsareiðin tók aftur yfir þar sem honum fannst ég aldrei nógu þakklát fyrir það sem hann hafði gefið mér og sagði að ég kynni ekki að meta neitt sem hann gerði fyrir mig. Aftur var ég orðin vandamálið í lífi hans og fúkyrðaflaumurinn tók aftur við. Munstrið var líka það að hann bjó til rifrildi og sprengjur að tilefnislausu til að geta rokið út af heimilinu til að djamma eða hvað það nú var sem hann gerði, og kom oft ekki heim fyrr en undir morgun.“ MeToo Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
„Ég hringdi síðast nú í morgun til sýslumanns sem staðfesti að það er ekkert mál tengt forræðisdeilu opið hjá sér,“ segir Hödd í samtali við Vísi. Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Brandenburg, sem er með stærstu auglýsingastofum landsins, tilkynnti í morgun að hann ætlaði sér að stíga til hliðar. Tilefni þess er viðtal við Hödd í Vikunni sem birtist í morgun en þar sakar Hödd Ragnar um andlegt og líkamlegt ofbeldi. „Deilur okkar, sem varða forræði, eru í sínu rétta ferli. Ég mun stíga til hliðar úr starfi mínu sem framkvæmdastjóri hjá Brandenburg. Ég tel mér ekki fært að sinna því starfi fyllilega á sama tíma og ég tekst á við þetta mál með hagsmuni dóttur okkar að leiðarljósi.“ Hödd segir hér um aumt yfirklór sé að ræða af hálfu Ragnars og vísar því til föðurhúsanna. Deila þeirra snúist ekki um það, eins og áður sagði, heldur sé hún flókin og hafi farið úr böndunum fyrir mörgum árum. Þau Hödd og Ragnar voru í sambandi sem stóð í fimm ár eða frá 2011. Þau skildu 2016 og eiga eina dóttur saman sem nú er níu ára gömul. Í viðtali Vikunnar, sem er ítarlegt, lýsir Hödd sambandinu meðal annars svona: „Fyrir ellefu árum kynntist Hödd manni sem kom vel fyrir og var í góðri stöðu í fyrirtækinu sem hann vann hjá þá. Hún segist hafa séð rauð flögg mjög fljótlega eftir að sambandið hófst, jafnvel strax í byrjun. „Þetta var í raun ofbeldissamband strax,“ segir hún alvarleg. „Ef ég sagði eitthvað sem honum mislíkaði brást hann við með ofsareiði þar sem hann virtist algjörlega missa stjórn á sér. Hann öskraði og notaði fjölmörg ljót orð (innsk. blm.: sem blaðamanni finnast ekki passa á síður Vikunnar). Næstu daga eftir skapofsakastið sýndi hann mér algjöra þögn, en svo kom að því að hann hafði náð að róa sig og fór að tala við mig aftur. Hann baðst þó aldrei nokkurn tíma afsökunar á hegðun sinni og framkomu, heldur keypti hann annaðhvort gjafir handa mér eða sagði mér að fara að kaupa mér föt fyrir einhverja ákveðna upphæð. Því fylgdi líka alltaf mikill kvíði þar sem það brást aldrei að ofsareiðin tók aftur yfir þar sem honum fannst ég aldrei nógu þakklát fyrir það sem hann hafði gefið mér og sagði að ég kynni ekki að meta neitt sem hann gerði fyrir mig. Aftur var ég orðin vandamálið í lífi hans og fúkyrðaflaumurinn tók aftur við. Munstrið var líka það að hann bjó til rifrildi og sprengjur að tilefnislausu til að geta rokið út af heimilinu til að djamma eða hvað það nú var sem hann gerði, og kom oft ekki heim fyrr en undir morgun.“
„Fyrir ellefu árum kynntist Hödd manni sem kom vel fyrir og var í góðri stöðu í fyrirtækinu sem hann vann hjá þá. Hún segist hafa séð rauð flögg mjög fljótlega eftir að sambandið hófst, jafnvel strax í byrjun. „Þetta var í raun ofbeldissamband strax,“ segir hún alvarleg. „Ef ég sagði eitthvað sem honum mislíkaði brást hann við með ofsareiði þar sem hann virtist algjörlega missa stjórn á sér. Hann öskraði og notaði fjölmörg ljót orð (innsk. blm.: sem blaðamanni finnast ekki passa á síður Vikunnar). Næstu daga eftir skapofsakastið sýndi hann mér algjöra þögn, en svo kom að því að hann hafði náð að róa sig og fór að tala við mig aftur. Hann baðst þó aldrei nokkurn tíma afsökunar á hegðun sinni og framkomu, heldur keypti hann annaðhvort gjafir handa mér eða sagði mér að fara að kaupa mér föt fyrir einhverja ákveðna upphæð. Því fylgdi líka alltaf mikill kvíði þar sem það brást aldrei að ofsareiðin tók aftur yfir þar sem honum fannst ég aldrei nógu þakklát fyrir það sem hann hafði gefið mér og sagði að ég kynni ekki að meta neitt sem hann gerði fyrir mig. Aftur var ég orðin vandamálið í lífi hans og fúkyrðaflaumurinn tók aftur við. Munstrið var líka það að hann bjó til rifrildi og sprengjur að tilefnislausu til að geta rokið út af heimilinu til að djamma eða hvað það nú var sem hann gerði, og kom oft ekki heim fyrr en undir morgun.“
MeToo Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira