Segja Rússa „70 prósent tilbúna“ til innrásar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. febrúar 2022 08:37 Sérsveit úkraínska þjóðvarðaliðsins æfir krísuástand vegna innrásar skammt frá yfirgefnu borginni Pripyat, í norðurhluta Úkraínu. AP/Mykola Tymchenko Rússland hefur nú náð að byggja upp um 70 prósent af því hernaðarlega afli sem þarf til þess að geta ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu, að mati bandarískra embættismanna. Þeir búast við að Rússar styrki sig enn frekar á næstu dögum. Frá þessu greinir breska ríkisútvarpið og hefur eftir tveimur, ónafngreindum embættismönnum á vegum Bandaríkjastjórnar. Þeir ræddu við fjölmiðla með skilyrði um nafnleynd, en þeir færðu engar sönnur á þessa fullyrðingu sína. Talið er að um 100 þúsund Rússneskir hermenn séu nú við landamæri Rússlands að Úkraínu, en Rússland hefur ítrekað hafnað því að til standi að ráðast inn í nágrannaríki sitt í vestri. Embættismennirnir segja hins vegar að frá miðjum febrúar megi búast við því að jörð frjósi á svæðinu, sem geri Rússaher kleift að flytja enn meira af þungum hergögnum að landamærunum. Embættismennirnir sögðust byggja þetta mat sitt á upplýsingum og gögnum sem stjórnvöld hefðu safnað, en vildi ekki segja nánar frá því um hvaða gögn væri að ræða, þar sem þau væru viðkvæm. Rússar segja heræfing Embættismennirnir eru þá sagðir hafa varað við því að innrás Rússa í Úkraínu gæti kostað allt að 50 þúsund almenna borgara lífið. Þá kynni Kíev, höfuðborg Úkraínu, að falla í hendur innrásarhersins eftir aðeins nokkra daga. Í kjölfarið tæki við flóttamannakrísa í Evrópu þar sem milljónir myndu reyna að flýja frá Úkraínu. Bandaríkjamenn hafa bætt við herafla sinn í Póllandi, til þess að styrkja varnir ríkja Atlantshafsbandalagsins ef til átaka kemur. Þannig lenti fyrsti hópur hermannanna í Rzeszów, í suðausturhluta Póllands, í gær. Stjórn Bidens Bandaríkjaforseta hefur tilkynnt að 3.000 hermenn í heildina verði sendir til Austur-Evrópu. Rússar hafa aftur á móti sagt að viðvera hermanna þeirra við landamærin sé eingöngu vegna heræfinga, en úkraínsk stjórnvöld og bandamenn þeirra í vestri taka því með miklum fyrirvara, og telja Rússa undirbúa mögulega innrás. Rússland Bandaríkin Úkraína NATO Pólland Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Telja Rússa undirbúa myndband sem átyllu fyrir innrás Embættismenn innan bandaríska njósnakerfisins telja að Rússar séu nú að undirbúa það að útbúa átyllu fyrir innrás í Úkraínu, þar á meðal tilbúið myndband sem sýni árás af hálfu Úkraínumanna. 3. febrúar 2022 23:01 Segir rússneskum hermönnum í Hvíta-Rússlandi hafa fjölgað hratt Her Rússlands hefur flutt um þrjátíu þúsund hermenn og nútímavopn til Hvíta-Rússlands á undanförnum dögum. Þetta eru stærstu mannaflutningar Rússa til Hvíta-Rússlands frá tímum Sovétríkjanna, samkvæmt Jens Stoltenberg, yfirmanni Atlantshafsbandalagsins. 3. febrúar 2022 12:02 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Sjá meira
Frá þessu greinir breska ríkisútvarpið og hefur eftir tveimur, ónafngreindum embættismönnum á vegum Bandaríkjastjórnar. Þeir ræddu við fjölmiðla með skilyrði um nafnleynd, en þeir færðu engar sönnur á þessa fullyrðingu sína. Talið er að um 100 þúsund Rússneskir hermenn séu nú við landamæri Rússlands að Úkraínu, en Rússland hefur ítrekað hafnað því að til standi að ráðast inn í nágrannaríki sitt í vestri. Embættismennirnir segja hins vegar að frá miðjum febrúar megi búast við því að jörð frjósi á svæðinu, sem geri Rússaher kleift að flytja enn meira af þungum hergögnum að landamærunum. Embættismennirnir sögðust byggja þetta mat sitt á upplýsingum og gögnum sem stjórnvöld hefðu safnað, en vildi ekki segja nánar frá því um hvaða gögn væri að ræða, þar sem þau væru viðkvæm. Rússar segja heræfing Embættismennirnir eru þá sagðir hafa varað við því að innrás Rússa í Úkraínu gæti kostað allt að 50 þúsund almenna borgara lífið. Þá kynni Kíev, höfuðborg Úkraínu, að falla í hendur innrásarhersins eftir aðeins nokkra daga. Í kjölfarið tæki við flóttamannakrísa í Evrópu þar sem milljónir myndu reyna að flýja frá Úkraínu. Bandaríkjamenn hafa bætt við herafla sinn í Póllandi, til þess að styrkja varnir ríkja Atlantshafsbandalagsins ef til átaka kemur. Þannig lenti fyrsti hópur hermannanna í Rzeszów, í suðausturhluta Póllands, í gær. Stjórn Bidens Bandaríkjaforseta hefur tilkynnt að 3.000 hermenn í heildina verði sendir til Austur-Evrópu. Rússar hafa aftur á móti sagt að viðvera hermanna þeirra við landamærin sé eingöngu vegna heræfinga, en úkraínsk stjórnvöld og bandamenn þeirra í vestri taka því með miklum fyrirvara, og telja Rússa undirbúa mögulega innrás.
Rússland Bandaríkin Úkraína NATO Pólland Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Telja Rússa undirbúa myndband sem átyllu fyrir innrás Embættismenn innan bandaríska njósnakerfisins telja að Rússar séu nú að undirbúa það að útbúa átyllu fyrir innrás í Úkraínu, þar á meðal tilbúið myndband sem sýni árás af hálfu Úkraínumanna. 3. febrúar 2022 23:01 Segir rússneskum hermönnum í Hvíta-Rússlandi hafa fjölgað hratt Her Rússlands hefur flutt um þrjátíu þúsund hermenn og nútímavopn til Hvíta-Rússlands á undanförnum dögum. Þetta eru stærstu mannaflutningar Rússa til Hvíta-Rússlands frá tímum Sovétríkjanna, samkvæmt Jens Stoltenberg, yfirmanni Atlantshafsbandalagsins. 3. febrúar 2022 12:02 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Sjá meira
Telja Rússa undirbúa myndband sem átyllu fyrir innrás Embættismenn innan bandaríska njósnakerfisins telja að Rússar séu nú að undirbúa það að útbúa átyllu fyrir innrás í Úkraínu, þar á meðal tilbúið myndband sem sýni árás af hálfu Úkraínumanna. 3. febrúar 2022 23:01
Segir rússneskum hermönnum í Hvíta-Rússlandi hafa fjölgað hratt Her Rússlands hefur flutt um þrjátíu þúsund hermenn og nútímavopn til Hvíta-Rússlands á undanförnum dögum. Þetta eru stærstu mannaflutningar Rússa til Hvíta-Rússlands frá tímum Sovétríkjanna, samkvæmt Jens Stoltenberg, yfirmanni Atlantshafsbandalagsins. 3. febrúar 2022 12:02