Pam & Tommy: Magni-ficent sjónvarp! Heiðar Sumarliðason skrifar 13. febrúar 2022 10:47 Pamela og Tommy komast að því að internetið er til. Sem lífstíðar Stjörnustríðs fanatíker átti ég seint von á að ég tæki Mötley Crüe og Baywatch fram yfir Star Wars, en s.l. miðvikudag komu samtímis inn á Disney+/STAR nýir þættir af The Book of Boba Fett og Pam & Tommy. Það er skemmst frá því að segja að ég horfði á Pam & Tommy fyrst. Það var engin tilviljun að ég tók þessa ákvörðun, hún var upplýst og yfirveguð. Og það fór líkt og ég átti von á, ég skemmti mér konunglega yfir fjórða þættinum um rokkarann, leikkonuna og trésmiðinn, en átti í mestu vandræðum með að halda athyglinni á lokaþættinum um mannaveiðarann og grænu dúkkuna. Þessi óvænta vending hefur bæði með það að gera hversu lystileg skemmtun Pam & Tommy er, sem og hversu hrútleiðinlegur Boba Fett er. Þessi dómur fjallar reyndar um Pam & Tommy (og Rand) en mér fannst það hreinlega svo stórmerkilegt að ég tæki eitthvað fram yfir Star Wars, að mér þótti það þurfa að vera inngangspunktur minn, því þú færð ekki betri meðmæli frá undirrituðum. Þjófóttur trésmiður Pam & Tommy fjallar um hjónaband Baywatch-stjörnunnar Pamelu Anderson og Mötley Crüe-trymbilsins Tommy Lee, sem og Rand Gauthier, manninn sem stal og seldi myndbandsspólu af innilegu samlífi þeirra hjóna. Sebastian Stan (Winter Soldier) leikur Tommy, Lily James (Cinderella) leikur Pam og Seth Rogen (Pumbaa) leikur Rand. Þar sem þættirnir heita Pam & Tommy, og nafn Rands hvergi í titlinum, kom það mér á óvart að fyrsti þátturinn fjallaði að mestu leyti um trésmiðinn Rand, sem Tommy réði til að gera endurbætur á húsi sínu. Eftir fyrsta þáttinn var ég búinn að bíta á agnið og Rand var orðinn minn maður. Þessi bannsetti Tommy Lee fékk sko allt sem hann átti skilið, enda hreinasta óbermi. Því varð ég áhyggjufullur þegar þáttur tvö hófst og Tommy var orðin aðalhetjan: „Haglabyssusveiflandi fáviti sem á ekkert gott skilið,“ hugsaði ég og var ekkert sérlega spenntur tilhugsuninni að eyða heilum þætti með drullusokknum, ég vildi meira af Rand. Seth Rogen og Nick Offerman með allt á hreinu. Það leið þó ekki að löngu þar til ég var djúpt sokkinn í örlög herra Magni-ficent, Tommy Lee. Persóna þarf nefnilega ekkert að vera viðfelldin til þess að vera áhugaverð, og þessar 45 mínútur sem ég eyddi að fylgjast með Tommy „ofsækja“ og svo giftast Pamelu Anderson, voru vel þess virði. Pamela ekki jafn virk Þegar komið er yfir í þriðja þáttinn missir hann eilítið dampinn (en bara eilítið). Það er tvennt sem veldur því. Megingjarðir Tommy og Rand eru mjög vel fallnar til þess að skemmta áhorfendum, en þriðji þátturinn beinir sjónum sínum meira að Pamelu, sem er ekki jafn áhugaverð persóna. Ástæða þess að Pamela er minna spennandi persóna, er að hún er það mikið fórnarlamb í öllu sem á gengur, að hún er sjaldnast jafn virkur og drífandi karakter, hún er mestmegins að bregðast við því sem gerist í kringum hana, á meðan Tommy og Rand keyra eigin örlög áfram. Þetta hefur ekkert með kyn persóna að gera, heldur er þetta einungis grunn frásagnardramatúrgía. Pamela setur framvinunda þó í samhengi, því þegar öllu er á botninn hvolft var hún eina fórnarlambið í þessu öllu saman. Hún er hið mannlega og viðkvæma, á meðan Tommy og Rand er táknmyndir hins uppivöðslusama og sjálfhverfa. Þegar kemur að fjórða þættinum er sagan orðin meiri blanda og allar persónurnar hafa jafn mikið vægi. Eini gallinn er að hann verður svolítið endurtekningarsamur, með Rand hlaupandi út um bakdyr húsa á flótta, trekk í trekk. Þetta er hins vegar það eina sem ég hef út á fjórða þátt að setja. Þegar hér er komið við sögu er þáttaröðin hálfnuð, fjórir þættir búnir og fjórir á leiðinni. Ég er eilítið áhyggjufullur varðandi framhaldið, getur þessi saga virkilega haldið dampi og siglt í höfn, því sjósetningin var með slíkum látum að maður er efins um að dallurinn rati heim. Samt sem áður er það yfirleitt þannig, að þegar höfundar hafa gert jafn vel og raun ber vitni hér, er yfirleitt hægt að treysta þeim til að klára verkið með sóma. Niðurstaða: Pam & Tommy er það skemmtilegasta sem boðið er upp á í sjónvarpi þessa dagana. Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Það var engin tilviljun að ég tók þessa ákvörðun, hún var upplýst og yfirveguð. Og það fór líkt og ég átti von á, ég skemmti mér konunglega yfir fjórða þættinum um rokkarann, leikkonuna og trésmiðinn, en átti í mestu vandræðum með að halda athyglinni á lokaþættinum um mannaveiðarann og grænu dúkkuna. Þessi óvænta vending hefur bæði með það að gera hversu lystileg skemmtun Pam & Tommy er, sem og hversu hrútleiðinlegur Boba Fett er. Þessi dómur fjallar reyndar um Pam & Tommy (og Rand) en mér fannst það hreinlega svo stórmerkilegt að ég tæki eitthvað fram yfir Star Wars, að mér þótti það þurfa að vera inngangspunktur minn, því þú færð ekki betri meðmæli frá undirrituðum. Þjófóttur trésmiður Pam & Tommy fjallar um hjónaband Baywatch-stjörnunnar Pamelu Anderson og Mötley Crüe-trymbilsins Tommy Lee, sem og Rand Gauthier, manninn sem stal og seldi myndbandsspólu af innilegu samlífi þeirra hjóna. Sebastian Stan (Winter Soldier) leikur Tommy, Lily James (Cinderella) leikur Pam og Seth Rogen (Pumbaa) leikur Rand. Þar sem þættirnir heita Pam & Tommy, og nafn Rands hvergi í titlinum, kom það mér á óvart að fyrsti þátturinn fjallaði að mestu leyti um trésmiðinn Rand, sem Tommy réði til að gera endurbætur á húsi sínu. Eftir fyrsta þáttinn var ég búinn að bíta á agnið og Rand var orðinn minn maður. Þessi bannsetti Tommy Lee fékk sko allt sem hann átti skilið, enda hreinasta óbermi. Því varð ég áhyggjufullur þegar þáttur tvö hófst og Tommy var orðin aðalhetjan: „Haglabyssusveiflandi fáviti sem á ekkert gott skilið,“ hugsaði ég og var ekkert sérlega spenntur tilhugsuninni að eyða heilum þætti með drullusokknum, ég vildi meira af Rand. Seth Rogen og Nick Offerman með allt á hreinu. Það leið þó ekki að löngu þar til ég var djúpt sokkinn í örlög herra Magni-ficent, Tommy Lee. Persóna þarf nefnilega ekkert að vera viðfelldin til þess að vera áhugaverð, og þessar 45 mínútur sem ég eyddi að fylgjast með Tommy „ofsækja“ og svo giftast Pamelu Anderson, voru vel þess virði. Pamela ekki jafn virk Þegar komið er yfir í þriðja þáttinn missir hann eilítið dampinn (en bara eilítið). Það er tvennt sem veldur því. Megingjarðir Tommy og Rand eru mjög vel fallnar til þess að skemmta áhorfendum, en þriðji þátturinn beinir sjónum sínum meira að Pamelu, sem er ekki jafn áhugaverð persóna. Ástæða þess að Pamela er minna spennandi persóna, er að hún er það mikið fórnarlamb í öllu sem á gengur, að hún er sjaldnast jafn virkur og drífandi karakter, hún er mestmegins að bregðast við því sem gerist í kringum hana, á meðan Tommy og Rand keyra eigin örlög áfram. Þetta hefur ekkert með kyn persóna að gera, heldur er þetta einungis grunn frásagnardramatúrgía. Pamela setur framvinunda þó í samhengi, því þegar öllu er á botninn hvolft var hún eina fórnarlambið í þessu öllu saman. Hún er hið mannlega og viðkvæma, á meðan Tommy og Rand er táknmyndir hins uppivöðslusama og sjálfhverfa. Þegar kemur að fjórða þættinum er sagan orðin meiri blanda og allar persónurnar hafa jafn mikið vægi. Eini gallinn er að hann verður svolítið endurtekningarsamur, með Rand hlaupandi út um bakdyr húsa á flótta, trekk í trekk. Þetta er hins vegar það eina sem ég hef út á fjórða þátt að setja. Þegar hér er komið við sögu er þáttaröðin hálfnuð, fjórir þættir búnir og fjórir á leiðinni. Ég er eilítið áhyggjufullur varðandi framhaldið, getur þessi saga virkilega haldið dampi og siglt í höfn, því sjósetningin var með slíkum látum að maður er efins um að dallurinn rati heim. Samt sem áður er það yfirleitt þannig, að þegar höfundar hafa gert jafn vel og raun ber vitni hér, er yfirleitt hægt að treysta þeim til að klára verkið með sóma. Niðurstaða: Pam & Tommy er það skemmtilegasta sem boðið er upp á í sjónvarpi þessa dagana.
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira