Segir „afbrigðilega stemningu“ ríkja innan ASÍ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 8. febrúar 2022 00:08 Sólveig Anna Jónsdóttir er meðal frambjóðenda til formanns Eflingar. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna telur að félög innan Alþýðusambandsins hyggist blanda sér í komandi formannskosningar Eflingar. Markmiðið sé að koma í veg fyrir að B-listi hennar beri sigur úr býtum í kosningunum. Sólveig Anna Jónsdóttir fyrrverandi formaður Eflingar og núverandi formannsframbjóðandi gagnrýnir Alþýðusambandið harðlega í pistli á Facebook síðu sinni sem hún birti fyrr í kvöld. Hún rifjar upp aðdraganda kosninganna árið 2018 og segir að henni og meðframbjóðendum hennar hafi borist ábendingar um að starfsólk Eflingar væri að stunda áróður á kjörstað. Starfsfólkið hafi meðal annars sagt við kjósendur að Sólveig væri klikkuð. „Alþýðusambandið blandaði sér í málið og framkvæmdi „rannsókn“ sem fólst í því að Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar verkalýðsfélagsins Eflingar, talaði við starfsmenn sem sögðust ekki kannast við að reka neinn áróður á kjörstað. ASÍ lét þar við sitja í rannsóknar-störfum sínum,“ segir Sólveig Anna í færslunni. Hafi sent „rógs-bréf“ Hún segist fljótlega hafa gert sér grein fyrir að starfsfólk á skrifstofu Eflingar hafi aldrei ætlað sér að vinna með henni eða sýna henni virðingu. Fremst í þeim hópi hafi verið skrifstofustjóri Eflingar og nánasti samstarfsmaður formanns sem áður hafði stýrt Eflingu. „Í stað að mæta með viljann til þess að láta valdaskiptin fara siðlega og eðlilega fram hófu þau heiftúðugar árásir með ósannindin að vopni. Meðal annars léku þau þann leik í aðdraganda fyrsta ASÍ þingsins sem ég og félagar mínir mættum á að senda rógs-bréf á um það bil 40 manna hóp valdafólks innan ASÍ til að mála upp þá mynd af mér að ég væri einhverskonar glæpakona,“ segir Sólveig Anna. Hún segist hafa heimildir fyrir því að til standi að halda fund starfsfólks þeirra félaga sem aðild eigi að Alþýðusambandinu á morgun. Tilgangur fundarins sé að samþykkja og senda ályktun til stuðnings starfsfólki Eflingar og gegn framboði B-lista hennar sjálfrar. „Nú get ég auðvitað ekki fullyrt að þau sem undirbúa að senda ályktun frá stórum hópi starfsfólks félaga innan ASÍ skilji hversu gróflega þau eru með þessu að blanda sér í lýðræðislegar kosningar Eflingarfólks um það hver stýrir félaginu. En ég held að þau geri það. Ég held að til þess sé leikurinn gerður,“ segir Sólveig Anna og bætir við að reynt verði með öllum ráðum að koma í veg fyrir sigur B-listans. Segir afbrigðilega stemningu ríkja innan ASÍ Eins og fyrr segir gagnrýnir hún Alþýðubandalagið og þau félög sem aðild eigi að bandalaginu harðlega. Atvinnurekendur eigi bandalagið og þau vilji ráða. Sólveig segir að þeim finnist ekki nóg komið af ofstækisfullum árásum og nafnlausum rógburði eins og hún orðar það í færslunni. „Sem dæmi um þá afbrigðilegu stemmningu sem ríkir innan vébanda „hreyfingarinnar“ vil ég nefna þá staðreynd að fjöldi starfsfólks ASÍ sýndi starfsmanni Eflingar sem hafði hótað að koma heim til mín og gera mér illt mikla hluttekningu hér á Facebook, þegar að honum hafði verið sagt upp störfum hjá Eflingu,“ segir Sólveig hún bætir við að lögmaður Alþýðubandalagsins hafi sérstaklega lýst yfir stuðningi við starfsmanninn á Facebooksíðu mannsins. „Þegar mér var bent á þessi ummæli sendi ég póst á lögmanninn sem hafði ritað þau, ásamt forseta ASÍ og framkvæmdastjóra, þar sem ég lýsti því hversu sjúkt og særandi mér þætti framferði hans. Ekkert þessara þriggja sem fengu póstinn sá ástæðu til að svara mér. Ég var í þeirra huga einfaldlega ekki þess virði að eiga heimtingu á svari eða viðbrögðum.“ Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Sólveig Anna og Ólöf Helga talast ekki við Ólöf Helga Adolfsdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir, sem báðar sækjast eftir því að verða formaður Eflingar, talast ekki lengur við. Frá þessu greinir Fréttablaðið en það segir Sólveigu Önnu hafa hafnað sæti á lista stjórnar Eflingar, sem Ólöf Helga leiðir. 3. febrúar 2022 06:37 Snörp barátta framundan um formannssætið í Eflingu Búast má við snarpri kosningabaráttu um formannsembættið í Eflingu þar sem þrennt býður sig fram til forystu. Þar er ekki síður tekist á um stjórnunarstíl en málefni en einn frambjóðenda segir upplausn á skrifstofu félagsins í formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur hafa kostað félagið tæpar hundrað og þrjátíu milljónir króna. 2. febrúar 2022 19:21 Sólveig furðaði sig á „kostnaðarsömum fríðindum“ starfsmanna Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður og nú formannsframbjóðandi í Eflingu, segir fjölmarga starfsmenn á skrifstofu Eflingar hafa nýtt sér kostnaðarsöm fríðindi á kostnað félagsfólks. Hálaunafólki hafi tekist að breyta Eflingu í sjálftökumaskínu. 3. febrúar 2022 00:15 Mest lesið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Innlent Fótboltinn víkur fyrir padel Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Innlent Fleiri fréttir Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir fyrrverandi formaður Eflingar og núverandi formannsframbjóðandi gagnrýnir Alþýðusambandið harðlega í pistli á Facebook síðu sinni sem hún birti fyrr í kvöld. Hún rifjar upp aðdraganda kosninganna árið 2018 og segir að henni og meðframbjóðendum hennar hafi borist ábendingar um að starfsólk Eflingar væri að stunda áróður á kjörstað. Starfsfólkið hafi meðal annars sagt við kjósendur að Sólveig væri klikkuð. „Alþýðusambandið blandaði sér í málið og framkvæmdi „rannsókn“ sem fólst í því að Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar verkalýðsfélagsins Eflingar, talaði við starfsmenn sem sögðust ekki kannast við að reka neinn áróður á kjörstað. ASÍ lét þar við sitja í rannsóknar-störfum sínum,“ segir Sólveig Anna í færslunni. Hafi sent „rógs-bréf“ Hún segist fljótlega hafa gert sér grein fyrir að starfsfólk á skrifstofu Eflingar hafi aldrei ætlað sér að vinna með henni eða sýna henni virðingu. Fremst í þeim hópi hafi verið skrifstofustjóri Eflingar og nánasti samstarfsmaður formanns sem áður hafði stýrt Eflingu. „Í stað að mæta með viljann til þess að láta valdaskiptin fara siðlega og eðlilega fram hófu þau heiftúðugar árásir með ósannindin að vopni. Meðal annars léku þau þann leik í aðdraganda fyrsta ASÍ þingsins sem ég og félagar mínir mættum á að senda rógs-bréf á um það bil 40 manna hóp valdafólks innan ASÍ til að mála upp þá mynd af mér að ég væri einhverskonar glæpakona,“ segir Sólveig Anna. Hún segist hafa heimildir fyrir því að til standi að halda fund starfsfólks þeirra félaga sem aðild eigi að Alþýðusambandinu á morgun. Tilgangur fundarins sé að samþykkja og senda ályktun til stuðnings starfsfólki Eflingar og gegn framboði B-lista hennar sjálfrar. „Nú get ég auðvitað ekki fullyrt að þau sem undirbúa að senda ályktun frá stórum hópi starfsfólks félaga innan ASÍ skilji hversu gróflega þau eru með þessu að blanda sér í lýðræðislegar kosningar Eflingarfólks um það hver stýrir félaginu. En ég held að þau geri það. Ég held að til þess sé leikurinn gerður,“ segir Sólveig Anna og bætir við að reynt verði með öllum ráðum að koma í veg fyrir sigur B-listans. Segir afbrigðilega stemningu ríkja innan ASÍ Eins og fyrr segir gagnrýnir hún Alþýðubandalagið og þau félög sem aðild eigi að bandalaginu harðlega. Atvinnurekendur eigi bandalagið og þau vilji ráða. Sólveig segir að þeim finnist ekki nóg komið af ofstækisfullum árásum og nafnlausum rógburði eins og hún orðar það í færslunni. „Sem dæmi um þá afbrigðilegu stemmningu sem ríkir innan vébanda „hreyfingarinnar“ vil ég nefna þá staðreynd að fjöldi starfsfólks ASÍ sýndi starfsmanni Eflingar sem hafði hótað að koma heim til mín og gera mér illt mikla hluttekningu hér á Facebook, þegar að honum hafði verið sagt upp störfum hjá Eflingu,“ segir Sólveig hún bætir við að lögmaður Alþýðubandalagsins hafi sérstaklega lýst yfir stuðningi við starfsmanninn á Facebooksíðu mannsins. „Þegar mér var bent á þessi ummæli sendi ég póst á lögmanninn sem hafði ritað þau, ásamt forseta ASÍ og framkvæmdastjóra, þar sem ég lýsti því hversu sjúkt og særandi mér þætti framferði hans. Ekkert þessara þriggja sem fengu póstinn sá ástæðu til að svara mér. Ég var í þeirra huga einfaldlega ekki þess virði að eiga heimtingu á svari eða viðbrögðum.“
Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Sólveig Anna og Ólöf Helga talast ekki við Ólöf Helga Adolfsdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir, sem báðar sækjast eftir því að verða formaður Eflingar, talast ekki lengur við. Frá þessu greinir Fréttablaðið en það segir Sólveigu Önnu hafa hafnað sæti á lista stjórnar Eflingar, sem Ólöf Helga leiðir. 3. febrúar 2022 06:37 Snörp barátta framundan um formannssætið í Eflingu Búast má við snarpri kosningabaráttu um formannsembættið í Eflingu þar sem þrennt býður sig fram til forystu. Þar er ekki síður tekist á um stjórnunarstíl en málefni en einn frambjóðenda segir upplausn á skrifstofu félagsins í formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur hafa kostað félagið tæpar hundrað og þrjátíu milljónir króna. 2. febrúar 2022 19:21 Sólveig furðaði sig á „kostnaðarsömum fríðindum“ starfsmanna Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður og nú formannsframbjóðandi í Eflingu, segir fjölmarga starfsmenn á skrifstofu Eflingar hafa nýtt sér kostnaðarsöm fríðindi á kostnað félagsfólks. Hálaunafólki hafi tekist að breyta Eflingu í sjálftökumaskínu. 3. febrúar 2022 00:15 Mest lesið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Innlent Fótboltinn víkur fyrir padel Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Innlent Fleiri fréttir Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Sjá meira
Sólveig Anna og Ólöf Helga talast ekki við Ólöf Helga Adolfsdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir, sem báðar sækjast eftir því að verða formaður Eflingar, talast ekki lengur við. Frá þessu greinir Fréttablaðið en það segir Sólveigu Önnu hafa hafnað sæti á lista stjórnar Eflingar, sem Ólöf Helga leiðir. 3. febrúar 2022 06:37
Snörp barátta framundan um formannssætið í Eflingu Búast má við snarpri kosningabaráttu um formannsembættið í Eflingu þar sem þrennt býður sig fram til forystu. Þar er ekki síður tekist á um stjórnunarstíl en málefni en einn frambjóðenda segir upplausn á skrifstofu félagsins í formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur hafa kostað félagið tæpar hundrað og þrjátíu milljónir króna. 2. febrúar 2022 19:21
Sólveig furðaði sig á „kostnaðarsömum fríðindum“ starfsmanna Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður og nú formannsframbjóðandi í Eflingu, segir fjölmarga starfsmenn á skrifstofu Eflingar hafa nýtt sér kostnaðarsöm fríðindi á kostnað félagsfólks. Hálaunafólki hafi tekist að breyta Eflingu í sjálftökumaskínu. 3. febrúar 2022 00:15