Langvarandi notkun parasetamóls auki mögulega áhættuna á hjartasjúkdómum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. febrúar 2022 09:14 Samkvæmt upplýsingum á vef embættis landlæknis fengu 15.600 Íslendingar ávísað parasetamóllyfjum árið 2019. Þar sem parasetamól fæst án lyfseðils má gera ráð fyrir að þeir sem fá því ávísað séu að nota það til langs tíma. Einstaklingar með háþrýsting sem taka parasetamól við krónískum verkjum gætu verið í aukinni áhættu á að fá hjartaáfall eða heilablóðfall. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem framkvæmd var við Edinborgarháskóla. Rannsakendurnir segja að læknar ættu að vega og meta ávinninginn og áhættuna af því að láta sjúklinga nota parasetamól um margra mánaða skeið. Þeir ítreka hins vegar að fólki sé fullkomlega óhætt að taka lyfið einstaka sinnum, til dæmis við höfuðverkjum og hita. Aðrir sérfræðingar segja að frekari rannsókna sé þörf. Parasetamól er notað út um allan heim til að draga úr verkjum og hita. Því er hins vegar einnig ávísað við krónískum verkjum. Einn af hverjum tíu Skotum fékk lyfinu ávísað árið 2018 en einn af hverjum þremur Bretum greinist með háþrýsting. Í rannsókninni var fylgst með 110 sjálfboðaliðum en tveir þriðju voru fyrir á lyfjum við háþrýstingi. Þátttakendurnir voru beðnir um að taka eitt gramm af parasetamóli fjórum sinnum á dag í tvær vikur og lyfleysu í aðrar tvær vikur. Niðurstöðurnar sýndu að notkun parasetamóls leiddi til blóðþrýstingshækkunar, sem er einn stærsti áhættuþátturinn þegar kemur að hjartaáföllum og heilablóðföllum. Rannsakendurnir beina því til lækna að skrifa upp á eins lítinn skammt af parasetamóli og mögulegt er vegna krónískra verkja og fylgjast vel með þeim sem þjást af háþrýstingi eða eru í áhættu vegna hjartasjúkdóma. Dipender Gill, sérfræðingur í klínískri lyfjafræði við St. George's við Lundúnarháskóla, segir hins vegar margt á huldu. Í fyrsta lagi sé óvíst hvort blóðþrýstingshækkunin sem parasetamólnotkunin olli hjá þátttakendunum sé komin til að vera. Þá sé óvíst að hún auki endilega áhættuna hvað varðar hjartasjúkdóma. Stór rannsókn sem var gerð í Bandaríkjunum benti til fylgni á milli notkunar parasetamóls og hjartaáfalla. Rannsakendur gátu hins vegar ekki sýnt fram á orsaksamband. Teymið við Edinborgarháskóla segist ekki geta útskýrt hvers vegna parasetamól ætti að hækka blóðþrýstinginn en að niðurstöðurnar ættu að fá lækna til að endurskoða hvernig þeir ávísa lyfinu ef um er að ræða langtímanotkun. BBC greindi frá. Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Rannsakendurnir segja að læknar ættu að vega og meta ávinninginn og áhættuna af því að láta sjúklinga nota parasetamól um margra mánaða skeið. Þeir ítreka hins vegar að fólki sé fullkomlega óhætt að taka lyfið einstaka sinnum, til dæmis við höfuðverkjum og hita. Aðrir sérfræðingar segja að frekari rannsókna sé þörf. Parasetamól er notað út um allan heim til að draga úr verkjum og hita. Því er hins vegar einnig ávísað við krónískum verkjum. Einn af hverjum tíu Skotum fékk lyfinu ávísað árið 2018 en einn af hverjum þremur Bretum greinist með háþrýsting. Í rannsókninni var fylgst með 110 sjálfboðaliðum en tveir þriðju voru fyrir á lyfjum við háþrýstingi. Þátttakendurnir voru beðnir um að taka eitt gramm af parasetamóli fjórum sinnum á dag í tvær vikur og lyfleysu í aðrar tvær vikur. Niðurstöðurnar sýndu að notkun parasetamóls leiddi til blóðþrýstingshækkunar, sem er einn stærsti áhættuþátturinn þegar kemur að hjartaáföllum og heilablóðföllum. Rannsakendurnir beina því til lækna að skrifa upp á eins lítinn skammt af parasetamóli og mögulegt er vegna krónískra verkja og fylgjast vel með þeim sem þjást af háþrýstingi eða eru í áhættu vegna hjartasjúkdóma. Dipender Gill, sérfræðingur í klínískri lyfjafræði við St. George's við Lundúnarháskóla, segir hins vegar margt á huldu. Í fyrsta lagi sé óvíst hvort blóðþrýstingshækkunin sem parasetamólnotkunin olli hjá þátttakendunum sé komin til að vera. Þá sé óvíst að hún auki endilega áhættuna hvað varðar hjartasjúkdóma. Stór rannsókn sem var gerð í Bandaríkjunum benti til fylgni á milli notkunar parasetamóls og hjartaáfalla. Rannsakendur gátu hins vegar ekki sýnt fram á orsaksamband. Teymið við Edinborgarháskóla segist ekki geta útskýrt hvers vegna parasetamól ætti að hækka blóðþrýstinginn en að niðurstöðurnar ættu að fá lækna til að endurskoða hvernig þeir ávísa lyfinu ef um er að ræða langtímanotkun. BBC greindi frá.
Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira