Furðar sig á mikilli andstöðu við gæludýr á veitingastöðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. febrúar 2022 21:00 Ragnheiður Birgisdóttir er annar eigenda Kattakaffihússins. Um helmingur svarenda í nýrri könnun er andvígur því að fólk megi taka með sér hunda eða ketti á veitingastaði. Eigandi Kattakaffihússins í miðbæ Reykjavíkur furðar sig á andstöðu landsmanna við gæludýr á kaffihúsum og segir Íslendinga alveg sér á báti miðað við nágrannalöndin. Maskína gerði könnunina en hún var lögð fyrir 902 svarendur á vikutímabili í janúar. Samkvæmt könnuninni eru um 47% svarenda mótfallnir því að fólk taki hunda eða ketti með sér á veitingastaði. Aðeins um 33 prósent eru fylgjandi. Greinilegur afstöðumunur var enn fremur milli kynja. Um 53% karla voru andvígir hundum og köttum á veitingastöðum en um 40 prósent kvenna. Yngri en fertugir reyndust jafnframt mun jákvæðari gagnvart dýrunum en þeir sem eldri eru. Þá kom fram skýr munur eftir stjórnmálaskoðunum. Mest andstaða var meðal kjósenda Miðflokksins, eða 55,8%, og þá reyndust 52% Sjálfstæðismanna andvíg. Kjósendur Pírata voru jákvæðastir; 45,8 prósent þeirra voru hlynntir gæludýrum á veitingastöðum. Útlistun á niðurstöðum könnunar Maskínu má finna hér. Íslendingar sér á báti Ekki er farið í saumana á því í könnuninni hvað veldur þessari andstöðu fólks við ferfætlinga með kaffibollanum en niðurstaðan sætir furðu, að mati Ragnheiðar Birgisdóttur, annars eigenda Kattakaffihússins. „Ég skil hana í raun og veru ekki. Því mér finnst Íslendingar vera sér á báti með þessar pælingar um að gæludýr, eða sérstaklega hundar, megi ekki vera neins staðar og alls staðar erlendis, hvar sem maður fer eru hundar leyfðir á kaffihúsum, veitingastöðum.“ Kisuhald kaffihússins hafi gefist afar vel. „Það er bara svo gefandi fyrir fólk að geta komið, sérstaklega þeir sem hafa ekki aðgang að dýrum,“ segir Ragnheiður. Sjálf vill hún reglurnar sem frjálsastar - þó að reyndar séu utanaðkomandi gæludýr ekki leyfð á kattakaffihúsinu, af virðingu við kisurnar sem þar eru fyrir og alls ótengt mögulegri andstöðu mennskra viðskipavina. „Það hefur reyndar nokkrum sinnum komið fyrir ótrúlegt en satt að fólk hefur komið með kött í búri og ætlað að koma með hann í kaffi en það er því miður ekki leyfilegt.“ Gæludýr Veitingastaðir Skoðanakannanir Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Maskína gerði könnunina en hún var lögð fyrir 902 svarendur á vikutímabili í janúar. Samkvæmt könnuninni eru um 47% svarenda mótfallnir því að fólk taki hunda eða ketti með sér á veitingastaði. Aðeins um 33 prósent eru fylgjandi. Greinilegur afstöðumunur var enn fremur milli kynja. Um 53% karla voru andvígir hundum og köttum á veitingastöðum en um 40 prósent kvenna. Yngri en fertugir reyndust jafnframt mun jákvæðari gagnvart dýrunum en þeir sem eldri eru. Þá kom fram skýr munur eftir stjórnmálaskoðunum. Mest andstaða var meðal kjósenda Miðflokksins, eða 55,8%, og þá reyndust 52% Sjálfstæðismanna andvíg. Kjósendur Pírata voru jákvæðastir; 45,8 prósent þeirra voru hlynntir gæludýrum á veitingastöðum. Útlistun á niðurstöðum könnunar Maskínu má finna hér. Íslendingar sér á báti Ekki er farið í saumana á því í könnuninni hvað veldur þessari andstöðu fólks við ferfætlinga með kaffibollanum en niðurstaðan sætir furðu, að mati Ragnheiðar Birgisdóttur, annars eigenda Kattakaffihússins. „Ég skil hana í raun og veru ekki. Því mér finnst Íslendingar vera sér á báti með þessar pælingar um að gæludýr, eða sérstaklega hundar, megi ekki vera neins staðar og alls staðar erlendis, hvar sem maður fer eru hundar leyfðir á kaffihúsum, veitingastöðum.“ Kisuhald kaffihússins hafi gefist afar vel. „Það er bara svo gefandi fyrir fólk að geta komið, sérstaklega þeir sem hafa ekki aðgang að dýrum,“ segir Ragnheiður. Sjálf vill hún reglurnar sem frjálsastar - þó að reyndar séu utanaðkomandi gæludýr ekki leyfð á kattakaffihúsinu, af virðingu við kisurnar sem þar eru fyrir og alls ótengt mögulegri andstöðu mennskra viðskipavina. „Það hefur reyndar nokkrum sinnum komið fyrir ótrúlegt en satt að fólk hefur komið með kött í búri og ætlað að koma með hann í kaffi en það er því miður ekki leyfilegt.“
Gæludýr Veitingastaðir Skoðanakannanir Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira