Furðar sig á mikilli andstöðu við gæludýr á veitingastöðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. febrúar 2022 21:00 Ragnheiður Birgisdóttir er annar eigenda Kattakaffihússins. Um helmingur svarenda í nýrri könnun er andvígur því að fólk megi taka með sér hunda eða ketti á veitingastaði. Eigandi Kattakaffihússins í miðbæ Reykjavíkur furðar sig á andstöðu landsmanna við gæludýr á kaffihúsum og segir Íslendinga alveg sér á báti miðað við nágrannalöndin. Maskína gerði könnunina en hún var lögð fyrir 902 svarendur á vikutímabili í janúar. Samkvæmt könnuninni eru um 47% svarenda mótfallnir því að fólk taki hunda eða ketti með sér á veitingastaði. Aðeins um 33 prósent eru fylgjandi. Greinilegur afstöðumunur var enn fremur milli kynja. Um 53% karla voru andvígir hundum og köttum á veitingastöðum en um 40 prósent kvenna. Yngri en fertugir reyndust jafnframt mun jákvæðari gagnvart dýrunum en þeir sem eldri eru. Þá kom fram skýr munur eftir stjórnmálaskoðunum. Mest andstaða var meðal kjósenda Miðflokksins, eða 55,8%, og þá reyndust 52% Sjálfstæðismanna andvíg. Kjósendur Pírata voru jákvæðastir; 45,8 prósent þeirra voru hlynntir gæludýrum á veitingastöðum. Útlistun á niðurstöðum könnunar Maskínu má finna hér. Íslendingar sér á báti Ekki er farið í saumana á því í könnuninni hvað veldur þessari andstöðu fólks við ferfætlinga með kaffibollanum en niðurstaðan sætir furðu, að mati Ragnheiðar Birgisdóttur, annars eigenda Kattakaffihússins. „Ég skil hana í raun og veru ekki. Því mér finnst Íslendingar vera sér á báti með þessar pælingar um að gæludýr, eða sérstaklega hundar, megi ekki vera neins staðar og alls staðar erlendis, hvar sem maður fer eru hundar leyfðir á kaffihúsum, veitingastöðum.“ Kisuhald kaffihússins hafi gefist afar vel. „Það er bara svo gefandi fyrir fólk að geta komið, sérstaklega þeir sem hafa ekki aðgang að dýrum,“ segir Ragnheiður. Sjálf vill hún reglurnar sem frjálsastar - þó að reyndar séu utanaðkomandi gæludýr ekki leyfð á kattakaffihúsinu, af virðingu við kisurnar sem þar eru fyrir og alls ótengt mögulegri andstöðu mennskra viðskipavina. „Það hefur reyndar nokkrum sinnum komið fyrir ótrúlegt en satt að fólk hefur komið með kött í búri og ætlað að koma með hann í kaffi en það er því miður ekki leyfilegt.“ Gæludýr Veitingastaðir Skoðanakannanir Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Maskína gerði könnunina en hún var lögð fyrir 902 svarendur á vikutímabili í janúar. Samkvæmt könnuninni eru um 47% svarenda mótfallnir því að fólk taki hunda eða ketti með sér á veitingastaði. Aðeins um 33 prósent eru fylgjandi. Greinilegur afstöðumunur var enn fremur milli kynja. Um 53% karla voru andvígir hundum og köttum á veitingastöðum en um 40 prósent kvenna. Yngri en fertugir reyndust jafnframt mun jákvæðari gagnvart dýrunum en þeir sem eldri eru. Þá kom fram skýr munur eftir stjórnmálaskoðunum. Mest andstaða var meðal kjósenda Miðflokksins, eða 55,8%, og þá reyndust 52% Sjálfstæðismanna andvíg. Kjósendur Pírata voru jákvæðastir; 45,8 prósent þeirra voru hlynntir gæludýrum á veitingastöðum. Útlistun á niðurstöðum könnunar Maskínu má finna hér. Íslendingar sér á báti Ekki er farið í saumana á því í könnuninni hvað veldur þessari andstöðu fólks við ferfætlinga með kaffibollanum en niðurstaðan sætir furðu, að mati Ragnheiðar Birgisdóttur, annars eigenda Kattakaffihússins. „Ég skil hana í raun og veru ekki. Því mér finnst Íslendingar vera sér á báti með þessar pælingar um að gæludýr, eða sérstaklega hundar, megi ekki vera neins staðar og alls staðar erlendis, hvar sem maður fer eru hundar leyfðir á kaffihúsum, veitingastöðum.“ Kisuhald kaffihússins hafi gefist afar vel. „Það er bara svo gefandi fyrir fólk að geta komið, sérstaklega þeir sem hafa ekki aðgang að dýrum,“ segir Ragnheiður. Sjálf vill hún reglurnar sem frjálsastar - þó að reyndar séu utanaðkomandi gæludýr ekki leyfð á kattakaffihúsinu, af virðingu við kisurnar sem þar eru fyrir og alls ótengt mögulegri andstöðu mennskra viðskipavina. „Það hefur reyndar nokkrum sinnum komið fyrir ótrúlegt en satt að fólk hefur komið með kött í búri og ætlað að koma með hann í kaffi en það er því miður ekki leyfilegt.“
Gæludýr Veitingastaðir Skoðanakannanir Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira