Horn Afríku: Horfellir og hungur af völdum langvinnra þurrka Heimsljós 9. febrúar 2022 12:21 Ljósmynd frá Sómalíu WFP/Michael Tewelde Þurrkar valda miklum búsifjum og matarskorti í þremur löndum sem kennd eru við horn Afríku, Eþíópíu, Kenía og Sómalíu. Að mati Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, WFP, búa um þrettán milljónir íbúa þessara landa við sult og seyru. Jafn langvinnir þurrkar hafa ekki verið á þessum slóðum í rúmlega fjörutíu ár, eða frá árinu 1981. Þrjú regntímabil í beit hefur úrkoma verið sáralítil sem hefur leitt til uppskerubrests og búfjárfellis. Vatnsskortur og ógrösugt beitiland hefur neytt fjölskyldur til búferlaflutninga með tilheyrandi átökum milli samfélaga, að því er WFP segir í frétt. Illu heilli eru horfur á áframhaldandi þurrkatíð og því óttast að aðstæður kunni enn að kárna á komandi mánuðum. „Uppskeran er farin fyrir bí, búfénaður horfellur, og hungur eykst í síendurteknum þurrkum í þessum heimshluta,“ segir Michael Dunford, svæðisstjóri WFP í austanverðri Afríku. „Ástandið kallar á tafarlausar mannúðaraðgerðir og viðvarandi stuðning til að byggja upp viðnámsþrótt í þessum samfélögum til framtíðar.“ Horn Afríku Þurrkarnir hafa sérílagi haft alvarleg áhrif á bændur í suður- og suðausturhluta Eþíópíu, suðaustur og norðurhluta Kenía og alla sunnanverða Sómalíu. Þeir leiða til verðhækkana á nauðsynjum og aukinnar verðbólgu. Spurn eftir vinnuafli í landbúnaði dregst aukinheldur saman sem dregur enn frekar úr getu fjölskyldna til að kaupa matvæli. Vannæring er útbreidd meðal fólks í þessum heimshluta og kann að versna verði ekki gripið til tafarlausra aðgerða, að mati WFP. Minnt er á að árið 2011 hafi 250 þúsund manns dáið úr hungri í Sómalíu. WFP birtir í vikunni ákall um 40 milljarða króna framlög til að mæta hörmungaraðstæðum 4,5 milljóna íbúa á horni Afríku næsta hálfa árið. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna er ein af áherslustofnunum Íslands í mannúðarmálum. Íslensk stjórnvöld veita kjarnaframlög til WFP í formi mannúðaraðstoðar samkvæmt rammasamningi. Ísland svarar einnig neyðarköllum frá stofnuninni eftir föngum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Eþíópía Kenía Sómalía Þróunarsamvinna Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent
Þrjú regntímabil í beit hefur úrkoma verið sáralítil sem hefur leitt til uppskerubrests og búfjárfellis. Vatnsskortur og ógrösugt beitiland hefur neytt fjölskyldur til búferlaflutninga með tilheyrandi átökum milli samfélaga, að því er WFP segir í frétt. Illu heilli eru horfur á áframhaldandi þurrkatíð og því óttast að aðstæður kunni enn að kárna á komandi mánuðum. „Uppskeran er farin fyrir bí, búfénaður horfellur, og hungur eykst í síendurteknum þurrkum í þessum heimshluta,“ segir Michael Dunford, svæðisstjóri WFP í austanverðri Afríku. „Ástandið kallar á tafarlausar mannúðaraðgerðir og viðvarandi stuðning til að byggja upp viðnámsþrótt í þessum samfélögum til framtíðar.“ Horn Afríku Þurrkarnir hafa sérílagi haft alvarleg áhrif á bændur í suður- og suðausturhluta Eþíópíu, suðaustur og norðurhluta Kenía og alla sunnanverða Sómalíu. Þeir leiða til verðhækkana á nauðsynjum og aukinnar verðbólgu. Spurn eftir vinnuafli í landbúnaði dregst aukinheldur saman sem dregur enn frekar úr getu fjölskyldna til að kaupa matvæli. Vannæring er útbreidd meðal fólks í þessum heimshluta og kann að versna verði ekki gripið til tafarlausra aðgerða, að mati WFP. Minnt er á að árið 2011 hafi 250 þúsund manns dáið úr hungri í Sómalíu. WFP birtir í vikunni ákall um 40 milljarða króna framlög til að mæta hörmungaraðstæðum 4,5 milljóna íbúa á horni Afríku næsta hálfa árið. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna er ein af áherslustofnunum Íslands í mannúðarmálum. Íslensk stjórnvöld veita kjarnaframlög til WFP í formi mannúðaraðstoðar samkvæmt rammasamningi. Ísland svarar einnig neyðarköllum frá stofnuninni eftir föngum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Eþíópía Kenía Sómalía Þróunarsamvinna Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent