Samsung kynnir til leiks nýja farsíma og spjaldtölvur Fanndís Birna Logadóttir skrifar 9. febrúar 2022 16:54 Nýja Galaxy S22 farsímalínan var kynnt í dag auk nýrri Galaxy Tab S8 spjaldtölvulínu. EPA/YONHAP Tæknirisinn Samsung kynnti í dag nýju farsímalínuna Galaxy S22 og nýju spjalltölvulínuna Galaxy Tab S8. Forstjóri Samsung í Danmörku segir að nýju línurnar séu úbúnar bestu tækni sem völ er á en þær fara í sölu síðar í mánuðinum. Að því er kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu býður nýja línan, Samsung Galaxy S22, S22+ og S22 Ultra, upp á snjöllustu myndavél Samsung til þessa. Myndavélin er útbúin nýrri gervigreindartækni og sérstökum næturstillingum til að tryggja góð myndgæði. Aðalmyndavélin á Galaxy S22 og S22+ eru 50 megapixlar en á S22 Ultra er myndavélin 108 megapixlar. „Með því að deila myndum og myndböndum öðlumst við tækifæri til að tjá okkur og mynda sambönd við annað fólk. Þess vegna lögðum við áherslu á að hanna nýjustu S línu okkar með hátæknivæddum myndavélum sem hægt er að nota á nóttu sem degi og er með bestu fáanlegu tækni,“ segir Claus Holm, forstjóri Samsung í Danmörku. Nýji Samsung Galaxy S22 Ultra. „Við hjá Samsung erum stöðugt að reyna að hækka mörkin á úrvalstækjum okkar. Galaxy S22 Ultra býr yfir virkni Galaxy Note og lykilþáttum S-línunnar og sameinar þá í einstakri snjallsímaupplifun. Þetta er stökk í átt að farsímatækni framtíðarinnar og setur ný viðmið fyrir snjallsíma almennt,“ segir hann enn fremur. Fjölhæfasta spjaldtölva fyrirtækisins til þessa Samsung kynnti sömuleiðis til leiks nýjan flokk spjaldtölva í dag, Galaxy Tab S8, S8+ og S8 Ultra, en að því að kemur fram í tilkynningunni er um að ræða fjölhæfustu spjaldtölvur fyrirtækisins til þessa. Í nýju línunni er að finna bætta upptökutækni með auk þess sem vinnslugeta hefur verið betrumbætt og er hægt að vinna í mörgum forritum samtímis. Þá hefur skjárinn verið stækkaður. Nýju Samsung Galaxy S8 spjalltölvurnar. „Einn mikilvægasti eiginleiki spjaldtölvunnar er skjárinn. Eftir margra ára nýsköpun í farsímaupplifun vildum við færa mörk þess sem hægt er með spjaldtölvu,“ segir Claus Holm. Nýju farsímarnir og spjaldtölvurnar eru búnar til úr Armor Aluminom áli sem er þynnri, léttari og sterkari en í fyrri línum, eru búnar Knox Vault öryggisbúnaði, og hafa endingarbetri rafhlöðu samkvæmt tilkynningunni. Nýju Galaxy S22 og Galaxy Tab S8 línurnar verða studdar af allt að fjórum kynslóðum af Android OS uppfærslum. Nýju línurnar verða fáanlegar frá 25. Febrúar hjá völdum smásöluaðilum og á Samsung.com. Leiðbeinandi verð á Galaxy S22 línunni er allt frá 159.995 til 259.995 krónur og fyrir Galaxy Tab S8 er leiðbeinandi verð á bilinu 169.995 til 219.995 krónur. Nánari upplýsingar um nýju línurnar má finna hér. Samsung Tækni Danmörk Tengdar fréttir Tæknirisarnir keppast um athygli í næstu viku Nóg verður um að vera fyrir aðdáendur nýrra tækja í næstu viku. Stærstu tæknirisar heimsins eru allir að fara að kynna ný tæki, tól og hugbúnað þrjá daga í röð. 13. október 2021 14:45 Bein útsending: Samsung kynnir ný tæki Tæknirisinn Samsung kynnir í dag nýjustu snjalltæki fyrirtækisins. Gert er ráð fyrir að nýir samanbrjótanlegir símar muni vera í aðalhlutverkum á viðburðinum sem kallast Unpacked 2021. 11. ágúst 2021 13:30 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Að því er kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu býður nýja línan, Samsung Galaxy S22, S22+ og S22 Ultra, upp á snjöllustu myndavél Samsung til þessa. Myndavélin er útbúin nýrri gervigreindartækni og sérstökum næturstillingum til að tryggja góð myndgæði. Aðalmyndavélin á Galaxy S22 og S22+ eru 50 megapixlar en á S22 Ultra er myndavélin 108 megapixlar. „Með því að deila myndum og myndböndum öðlumst við tækifæri til að tjá okkur og mynda sambönd við annað fólk. Þess vegna lögðum við áherslu á að hanna nýjustu S línu okkar með hátæknivæddum myndavélum sem hægt er að nota á nóttu sem degi og er með bestu fáanlegu tækni,“ segir Claus Holm, forstjóri Samsung í Danmörku. Nýji Samsung Galaxy S22 Ultra. „Við hjá Samsung erum stöðugt að reyna að hækka mörkin á úrvalstækjum okkar. Galaxy S22 Ultra býr yfir virkni Galaxy Note og lykilþáttum S-línunnar og sameinar þá í einstakri snjallsímaupplifun. Þetta er stökk í átt að farsímatækni framtíðarinnar og setur ný viðmið fyrir snjallsíma almennt,“ segir hann enn fremur. Fjölhæfasta spjaldtölva fyrirtækisins til þessa Samsung kynnti sömuleiðis til leiks nýjan flokk spjaldtölva í dag, Galaxy Tab S8, S8+ og S8 Ultra, en að því að kemur fram í tilkynningunni er um að ræða fjölhæfustu spjaldtölvur fyrirtækisins til þessa. Í nýju línunni er að finna bætta upptökutækni með auk þess sem vinnslugeta hefur verið betrumbætt og er hægt að vinna í mörgum forritum samtímis. Þá hefur skjárinn verið stækkaður. Nýju Samsung Galaxy S8 spjalltölvurnar. „Einn mikilvægasti eiginleiki spjaldtölvunnar er skjárinn. Eftir margra ára nýsköpun í farsímaupplifun vildum við færa mörk þess sem hægt er með spjaldtölvu,“ segir Claus Holm. Nýju farsímarnir og spjaldtölvurnar eru búnar til úr Armor Aluminom áli sem er þynnri, léttari og sterkari en í fyrri línum, eru búnar Knox Vault öryggisbúnaði, og hafa endingarbetri rafhlöðu samkvæmt tilkynningunni. Nýju Galaxy S22 og Galaxy Tab S8 línurnar verða studdar af allt að fjórum kynslóðum af Android OS uppfærslum. Nýju línurnar verða fáanlegar frá 25. Febrúar hjá völdum smásöluaðilum og á Samsung.com. Leiðbeinandi verð á Galaxy S22 línunni er allt frá 159.995 til 259.995 krónur og fyrir Galaxy Tab S8 er leiðbeinandi verð á bilinu 169.995 til 219.995 krónur. Nánari upplýsingar um nýju línurnar má finna hér.
Samsung Tækni Danmörk Tengdar fréttir Tæknirisarnir keppast um athygli í næstu viku Nóg verður um að vera fyrir aðdáendur nýrra tækja í næstu viku. Stærstu tæknirisar heimsins eru allir að fara að kynna ný tæki, tól og hugbúnað þrjá daga í röð. 13. október 2021 14:45 Bein útsending: Samsung kynnir ný tæki Tæknirisinn Samsung kynnir í dag nýjustu snjalltæki fyrirtækisins. Gert er ráð fyrir að nýir samanbrjótanlegir símar muni vera í aðalhlutverkum á viðburðinum sem kallast Unpacked 2021. 11. ágúst 2021 13:30 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Tæknirisarnir keppast um athygli í næstu viku Nóg verður um að vera fyrir aðdáendur nýrra tækja í næstu viku. Stærstu tæknirisar heimsins eru allir að fara að kynna ný tæki, tól og hugbúnað þrjá daga í röð. 13. október 2021 14:45
Bein útsending: Samsung kynnir ný tæki Tæknirisinn Samsung kynnir í dag nýjustu snjalltæki fyrirtækisins. Gert er ráð fyrir að nýir samanbrjótanlegir símar muni vera í aðalhlutverkum á viðburðinum sem kallast Unpacked 2021. 11. ágúst 2021 13:30