Íslendingalið Magdeburg fer vel af stað eftir Evrópumótið í handbolta, en liðið vann öruggan níu marka sigur gegn botnliði Minden, 28-19.
Ómar Ingi Magnússon skoraði átta mörk fyrir Mageburg og Gísli Þorgeir Kristjánsson tvö. Liðið situr sem fyrr á toppi deildarinnar með 34 stig eftir 18 leiki.
HEIMSIEG! 💚❤️
— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) February 9, 2022
Wir gewinnen mit 28:19 gegen die GWD Minden!
Danke für eure Unterstützung!
Spielbericht 👉 https://t.co/mRjlVauSy4#scmhuja #werbung @wobau_magdeburg
📸 Franzi Gora / neb Handball pic.twitter.com/cnbJMCzaTl
Þá höfðu Arnór Þór Gunnarsson og félagar í Bergischer betur gegn Janusi Daða Smárasyni og félögum hans í Göppingin er þeir mættust í Íslendingaslag í kvöld. Arnór skoraði fjögur mörk fyrir Bergischer sem vann sex marka sigur, 33-27. Liðið situr nú í 11. sæti deildarinnar með 15 stig eftir sigurinn, sex stigum minna en Göppingen sem situr í sjötta sæti. Janus Daði komst ekki á blað fyrir Göppingen.
Að lokum töpuðu Daníel Þór Ingason og félagar hans í HBW Balingen-Weilstetten með fjögurra marka mun gegn Leipzig. Balingen hafði gert þrjú jaftefli í röð fyrir leikinn, en liðið situr í næst neðsta sæti deildarinnar með níu stig.