Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.
Heildarhagnaður stóru viðskiptabankanna þriggja nam 80 milljörðum króna í fyrra. Lilja höfðar til samfélagslegrar ábyrgðar bankakerfisins um þátttöku í því að koma samfélaginu úr faraldrinum.
Seðlabankinn hafi hækkað stýrivexti til að slá á hækkun vísitölu neysluverðs og meiri vaxtahækkanir séu í kortunum.
„Ég tel því mjög mikilvægt að ákveðin heimili, sérstaklega ungs fólks og tekjulágra, sitji ekki eftir með Svarta-Pétur. Það er því betra að bankarnir komi strax inn í þetta og fari að huga að heimilunum í landinu og ef bankarnir finna ekki einhverja lausn á því tel ég að við ættum að endurvekja bankaskattinn,“ segir Lilja.
Hún segir að jafnframt þurfi að endurskoða vægi húsnæðisliðarins í verðbólgumælingum á Íslandi.