Samkvæmt Fasteignavef Vísis er risíbúðin skráð 74.5 fermetrar og uppsett verð er 59.900.000. Íbúðin skiptist í bjart og rúmgott alrými, tvö svefnherbergi og baðherbergi. Úr setustofu er útsýni til Hallgrímskirkju en stofan er björt og notaleg með kvistglugga.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af þessari litríku eign. Gulur veggur í eldhúsi og bleikt baðherbergisloft vekur þar sérstaka athygli.






