Hættir í stjórn Samtaka um líkamsvirðingu sökum álags Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2022 12:53 Tara Margrét Vilhjálmsdóttir kveður Samtök um líkamsvirðingu eftir tíu ára stjórnarsetu. Hún ætlar þó að halda áfram að tala fyrir líkamsvirðingu og gegn fitufordómum. Vísir/Sigurjón Tara Margrét Vilhjálmsdóttir sér sig knúna til að segja sig frá stjórnarstörfum hjá Samtökum um líkamsvirðingu. Hún segir ákvörðunina afar erfiða en þurfi að hlusta á þau merki sem líkaminn gefi henni um örmögnun og kulun, og hlýða þeim. Þetta kemur fram í færslu Töru Margrétar á Facebook. Samtökin voru stofnuð í mars 2012 og hefur Tara Margrét setið í stjórn frá upphafi. Hún hefur verið áberandi og talað fyrir líkamsvirðingu og gegn fitufordómum. Hún segist ætla að gera það áfram. „Þið losnið ekki svo auðveldlega við mig,“ segir hún á léttum nótum. „Þetta er ein erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið en ég finn að ég þarf að gera það fyrir eigin heilsu og velferð. Stjórnarstörfin hafa verið gefandi og stórkostleg en þau hafa líka tekið mikið frá mér og ég er að lenda harkalega á vegg núna. Ég finn mig knúna til að hlusta á þau merki sem líkaminn gefur mér um örmögnun og kulnun og hlýða þeim.“ Tara Margrét segir mikla hugsjón og kraft í líkamsvirðingarsamfélaginu á Íslandi og það kristallist í núverandi stjórn samtakanna. „Ég er ótrúlega spennt að fylgjast með og klappa fyrir áframhaldandi stjórn og störfum þeirra í framtíðinni.“ Hún útilokar ekki að snúa aftur til stjórnarstarfa þegar hún hafi náð meira jafnvægi og fyllt á tankinn. „Framtíðin er enn óráðin. En fyrst ég er að taka mér þessa pásu langaði mig að nýta tækifærið og segja takk. Fyrir allt.“ Samtök um líkamsvirðingu voru stofnuð þann 13. mars 2012 með það að markmiði að stuðla að virðingu fyrir fjölbreytileika holdafars, jákvæðri líkamsmynd og heilsueflingu óháð holdafari. Um samtökin Samtök um líkamsvirðingu hafa það að markmiði að stuðla að virðingu fyrir fjölbreytileika holdafars, jákvæðri líkamsmynd og heilsueflingu óháð holdafari. Sömuleiðis munu samtökin gera sitt til að vinna gegn útlitsdýrkun og fitufordómum í samfélaginu. Það er von okkar að hér megi rísa öflug hreyfing gegn öllum þeim óheilbrigðu og jafnvel siðlausu áherslum sem virðast ríkja í tengslum við heilsu og holdafar í dag. Margt af því sem sett er fram í nafni heilsu á ekkert skylt við heilbrigði og fordómar og mannfyrirlitning virðast ráða ríkjum á mörgum sviðum. Við viljum búa til samfélag þar sem allir líkamar eru velkomnir og heilsuefling snýst um vellíðan og umhyggju fyrir líkamanum. Við viljum að börn læri að þykja vænt um líkama sinn og bera virðingu fyrir margbreytileikanum. Við viljum víkka út þröngsýnar hugmyndir um fegurð. Við viljum að fataverslanir bjóði föt fyrir raunverulegt fólk í allskonar stærðum. Við viljum ekki að neinn þurfi að forðast að fara í sund vegna líkamskomplexa. Við viljum binda endi á átraskanir, stríðni vegna holdafars og stríðið gegn offitu. Við viljum frelsi. Tímamót Tengdar fréttir Offita og skaðaminnkun Í gærkvöldi fór af stað fimmta þáttaröð fréttaskýringaþáttarins Kveiks og fjallaði fyrsti þátturinn meðal annars um offitu barna, með sérstakri áherslu á landsbyggðina. Þessi umræða skýtur upp kollinum með reglulegu millibili og er inntak hennar jafnan hversu „sláandi” og jafnvel „lamandi” tíðni offitu meðal íslenskra barna sé. 6. október 2021 17:00 Tara Margrét svarar Evert: „Algengasta réttlætingin fyrir fitufordómum“ Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, félagsráðgjafi og formaður Samtaka um líkamsvirðingu, segir Evert Víglundsson einkaþjálfara sekan um að halda á lofti „algengustu réttlætingunni fyrir fitufordómum í nútíma samfélagi.“ 14. apríl 2021 21:55 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu Töru Margrétar á Facebook. Samtökin voru stofnuð í mars 2012 og hefur Tara Margrét setið í stjórn frá upphafi. Hún hefur verið áberandi og talað fyrir líkamsvirðingu og gegn fitufordómum. Hún segist ætla að gera það áfram. „Þið losnið ekki svo auðveldlega við mig,“ segir hún á léttum nótum. „Þetta er ein erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið en ég finn að ég þarf að gera það fyrir eigin heilsu og velferð. Stjórnarstörfin hafa verið gefandi og stórkostleg en þau hafa líka tekið mikið frá mér og ég er að lenda harkalega á vegg núna. Ég finn mig knúna til að hlusta á þau merki sem líkaminn gefur mér um örmögnun og kulnun og hlýða þeim.“ Tara Margrét segir mikla hugsjón og kraft í líkamsvirðingarsamfélaginu á Íslandi og það kristallist í núverandi stjórn samtakanna. „Ég er ótrúlega spennt að fylgjast með og klappa fyrir áframhaldandi stjórn og störfum þeirra í framtíðinni.“ Hún útilokar ekki að snúa aftur til stjórnarstarfa þegar hún hafi náð meira jafnvægi og fyllt á tankinn. „Framtíðin er enn óráðin. En fyrst ég er að taka mér þessa pásu langaði mig að nýta tækifærið og segja takk. Fyrir allt.“ Samtök um líkamsvirðingu voru stofnuð þann 13. mars 2012 með það að markmiði að stuðla að virðingu fyrir fjölbreytileika holdafars, jákvæðri líkamsmynd og heilsueflingu óháð holdafari. Um samtökin Samtök um líkamsvirðingu hafa það að markmiði að stuðla að virðingu fyrir fjölbreytileika holdafars, jákvæðri líkamsmynd og heilsueflingu óháð holdafari. Sömuleiðis munu samtökin gera sitt til að vinna gegn útlitsdýrkun og fitufordómum í samfélaginu. Það er von okkar að hér megi rísa öflug hreyfing gegn öllum þeim óheilbrigðu og jafnvel siðlausu áherslum sem virðast ríkja í tengslum við heilsu og holdafar í dag. Margt af því sem sett er fram í nafni heilsu á ekkert skylt við heilbrigði og fordómar og mannfyrirlitning virðast ráða ríkjum á mörgum sviðum. Við viljum búa til samfélag þar sem allir líkamar eru velkomnir og heilsuefling snýst um vellíðan og umhyggju fyrir líkamanum. Við viljum að börn læri að þykja vænt um líkama sinn og bera virðingu fyrir margbreytileikanum. Við viljum víkka út þröngsýnar hugmyndir um fegurð. Við viljum að fataverslanir bjóði föt fyrir raunverulegt fólk í allskonar stærðum. Við viljum ekki að neinn þurfi að forðast að fara í sund vegna líkamskomplexa. Við viljum binda endi á átraskanir, stríðni vegna holdafars og stríðið gegn offitu. Við viljum frelsi.
Um samtökin Samtök um líkamsvirðingu hafa það að markmiði að stuðla að virðingu fyrir fjölbreytileika holdafars, jákvæðri líkamsmynd og heilsueflingu óháð holdafari. Sömuleiðis munu samtökin gera sitt til að vinna gegn útlitsdýrkun og fitufordómum í samfélaginu. Það er von okkar að hér megi rísa öflug hreyfing gegn öllum þeim óheilbrigðu og jafnvel siðlausu áherslum sem virðast ríkja í tengslum við heilsu og holdafar í dag. Margt af því sem sett er fram í nafni heilsu á ekkert skylt við heilbrigði og fordómar og mannfyrirlitning virðast ráða ríkjum á mörgum sviðum. Við viljum búa til samfélag þar sem allir líkamar eru velkomnir og heilsuefling snýst um vellíðan og umhyggju fyrir líkamanum. Við viljum að börn læri að þykja vænt um líkama sinn og bera virðingu fyrir margbreytileikanum. Við viljum víkka út þröngsýnar hugmyndir um fegurð. Við viljum að fataverslanir bjóði föt fyrir raunverulegt fólk í allskonar stærðum. Við viljum ekki að neinn þurfi að forðast að fara í sund vegna líkamskomplexa. Við viljum binda endi á átraskanir, stríðni vegna holdafars og stríðið gegn offitu. Við viljum frelsi.
Tímamót Tengdar fréttir Offita og skaðaminnkun Í gærkvöldi fór af stað fimmta þáttaröð fréttaskýringaþáttarins Kveiks og fjallaði fyrsti þátturinn meðal annars um offitu barna, með sérstakri áherslu á landsbyggðina. Þessi umræða skýtur upp kollinum með reglulegu millibili og er inntak hennar jafnan hversu „sláandi” og jafnvel „lamandi” tíðni offitu meðal íslenskra barna sé. 6. október 2021 17:00 Tara Margrét svarar Evert: „Algengasta réttlætingin fyrir fitufordómum“ Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, félagsráðgjafi og formaður Samtaka um líkamsvirðingu, segir Evert Víglundsson einkaþjálfara sekan um að halda á lofti „algengustu réttlætingunni fyrir fitufordómum í nútíma samfélagi.“ 14. apríl 2021 21:55 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Sjá meira
Offita og skaðaminnkun Í gærkvöldi fór af stað fimmta þáttaröð fréttaskýringaþáttarins Kveiks og fjallaði fyrsti þátturinn meðal annars um offitu barna, með sérstakri áherslu á landsbyggðina. Þessi umræða skýtur upp kollinum með reglulegu millibili og er inntak hennar jafnan hversu „sláandi” og jafnvel „lamandi” tíðni offitu meðal íslenskra barna sé. 6. október 2021 17:00
Tara Margrét svarar Evert: „Algengasta réttlætingin fyrir fitufordómum“ Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, félagsráðgjafi og formaður Samtaka um líkamsvirðingu, segir Evert Víglundsson einkaþjálfara sekan um að halda á lofti „algengustu réttlætingunni fyrir fitufordómum í nútíma samfélagi.“ 14. apríl 2021 21:55