Bankarnir sýni heimilunum svigrúm Heimir Már Pétursson skrifar 11. febrúar 2022 19:30 Stóru viðskiptabankarnir þrír skiluðu allir methagnaði á síðasta ári eða samtals rúmum 81 milljarði króna. Grafík/Ragnar Vesage Forsætisrráðherra og fjármálaráðherra segja góða stöðu banka í eigu ríkisins koma sér vel með miklum argreiðslum í ríkissjóð sem nýtist til fjármögnunar félagslegra verkefna. Fjármálaráðherra segir heimilin þó standa vel og vanskil þeirra séu í algeru lágmarki. Viðskiptaráðherra lýsti þeirri skoðun sinni á dögunum að viðskiptabankarnir ættu að láta heimilin í landinu njóta mikils hagnaðar þeirra á síðasta ári upp á samanlagt 81 milljarð króna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir alveg ljóst að bankarnir þurfi að hafa hagsmuni almennings að leiðarljósi eins og Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra væri í raun að segja. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir bankana eiga að huga að hagsmunum almennings í þeirri sterku stöðu sem þeir væru í dag.Vísir/Vilhelm „Þegar við lítum á stöðu bankanna eru þeir auðvitað að skila miklum arði núna. Þá liggur það fyrir að Landsbankinn er að fullu í ríkiseigu. Íslandsbanki er í meirihluta eigu ríkisins. Það mun auðvitað gagnast ríkinu að fá veglegar arðgreiðslur sem verður hægt að nýta til mikilvægra félagslegra aðgerða til að byggja hér upp að loknum faraldri,“ segir Katrín. Stýrivextir væru ákveðið tæki peningastefnunnar sem ætlað væri að hafa tiltekin áhrif. „En hins vegar tel ég mikilvægt að bankarnir sýni viðskiptamönnum sínum, þá er ég að tala um almenning í landinu, ákveðið svigrúm þegar kemur í raun og veru að því að vinna úr afleiðingum faraldursins. Þar eru aðstæður fólks mismunandi. Sérstaklega þeirra sem hafa misst atvinnu og þar með tekjur og eiga þar af leiðandi í erfiðleikum,“ segir forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson segir heimilin almennt standa vel sem meðal annars komi fram í að vanskil séu í algeru lágmarki í bankakerfinu.Vísir/Vilhelm Bjarni Beneditksson fjármála- og efnahagsráðherra tekur í sama streng og Katrín. „Það kannski reyndi helst á það þegar atvinnuleysi fór í hæstu hæðir. Þá gaf Seðlabankinn súrefni inn í fjármálakerfið. Sem tryggði það til dæmis að bankarnir gátu veitt greiðslufresti, gert skilmálabreytingar án þess að það væri sérstaklega íþyngjandi fyrir fjármálafyrirtækin. Þetta hefur heppanst mjög vel. Þess vegna er þessi góða staða heimilanna í dag,“ segir Bjarni. Kaupmátur þeirra hafi aukist og eignastaðan vaxið. Vanskil heimilanna í bankakerfinu væru í algeru lágmarki og bankarnir sjái vaxandi innlán frá heimilunum. „Við getum ekki nálgast umræðu um þessi mál á þessum tímapunkti vegna þessarar nýjustu vaxtahækkunar með þeim hætti að nú sé komið upp eitthvað krísuástand hjá heimilunum. Það er ekki staðan. Ekki samkvæmt neinum mælingum,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Húsnæðismál Íslenskir bankar Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fjármálaráðherra gefur grænt ljós á frekari sölu á Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðherra hefur fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um að stofnunin hefji undirbúning hið fyrsta að framhaldi á sölumeðferð á eftirstandandi 65 prósenta eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka innan næstu tveggja ára, háð því að markaðsaðstæður séu hagfelldar. 11. febrúar 2022 11:06 Inngrip lækka söluverð Íslandsbanka, segir formaður efnahagsnefndar Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að tillaga Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra um að skylda viðskiptabankana til að verja hluta af hagnaði sínum í að niðurgreiða vexti sé til þess fallin að lækka verðmiðann á Íslandsbanka þegar ríkið selur eignarhlutinn sem eftir stendur. 11. febrúar 2022 08:03 Kallar eftir því að bankarnir noti „ofurhagnað“ til að létta undir heimilunum Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir bankana skila „ofurhagnaði“ og að þeir séu þess vegna í stöðu til að létta undir með heimilunum í landinu, sem sjá fram á verulegar vaxtahækkanir. 10. febrúar 2022 06:54 Seðlabankinn vill draga úr neyslu heimilanna Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag. 9. febrúar 2022 19:21 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Viðskiptaráðherra lýsti þeirri skoðun sinni á dögunum að viðskiptabankarnir ættu að láta heimilin í landinu njóta mikils hagnaðar þeirra á síðasta ári upp á samanlagt 81 milljarð króna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir alveg ljóst að bankarnir þurfi að hafa hagsmuni almennings að leiðarljósi eins og Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra væri í raun að segja. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir bankana eiga að huga að hagsmunum almennings í þeirri sterku stöðu sem þeir væru í dag.Vísir/Vilhelm „Þegar við lítum á stöðu bankanna eru þeir auðvitað að skila miklum arði núna. Þá liggur það fyrir að Landsbankinn er að fullu í ríkiseigu. Íslandsbanki er í meirihluta eigu ríkisins. Það mun auðvitað gagnast ríkinu að fá veglegar arðgreiðslur sem verður hægt að nýta til mikilvægra félagslegra aðgerða til að byggja hér upp að loknum faraldri,“ segir Katrín. Stýrivextir væru ákveðið tæki peningastefnunnar sem ætlað væri að hafa tiltekin áhrif. „En hins vegar tel ég mikilvægt að bankarnir sýni viðskiptamönnum sínum, þá er ég að tala um almenning í landinu, ákveðið svigrúm þegar kemur í raun og veru að því að vinna úr afleiðingum faraldursins. Þar eru aðstæður fólks mismunandi. Sérstaklega þeirra sem hafa misst atvinnu og þar með tekjur og eiga þar af leiðandi í erfiðleikum,“ segir forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson segir heimilin almennt standa vel sem meðal annars komi fram í að vanskil séu í algeru lágmarki í bankakerfinu.Vísir/Vilhelm Bjarni Beneditksson fjármála- og efnahagsráðherra tekur í sama streng og Katrín. „Það kannski reyndi helst á það þegar atvinnuleysi fór í hæstu hæðir. Þá gaf Seðlabankinn súrefni inn í fjármálakerfið. Sem tryggði það til dæmis að bankarnir gátu veitt greiðslufresti, gert skilmálabreytingar án þess að það væri sérstaklega íþyngjandi fyrir fjármálafyrirtækin. Þetta hefur heppanst mjög vel. Þess vegna er þessi góða staða heimilanna í dag,“ segir Bjarni. Kaupmátur þeirra hafi aukist og eignastaðan vaxið. Vanskil heimilanna í bankakerfinu væru í algeru lágmarki og bankarnir sjái vaxandi innlán frá heimilunum. „Við getum ekki nálgast umræðu um þessi mál á þessum tímapunkti vegna þessarar nýjustu vaxtahækkunar með þeim hætti að nú sé komið upp eitthvað krísuástand hjá heimilunum. Það er ekki staðan. Ekki samkvæmt neinum mælingum,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Húsnæðismál Íslenskir bankar Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fjármálaráðherra gefur grænt ljós á frekari sölu á Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðherra hefur fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um að stofnunin hefji undirbúning hið fyrsta að framhaldi á sölumeðferð á eftirstandandi 65 prósenta eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka innan næstu tveggja ára, háð því að markaðsaðstæður séu hagfelldar. 11. febrúar 2022 11:06 Inngrip lækka söluverð Íslandsbanka, segir formaður efnahagsnefndar Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að tillaga Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra um að skylda viðskiptabankana til að verja hluta af hagnaði sínum í að niðurgreiða vexti sé til þess fallin að lækka verðmiðann á Íslandsbanka þegar ríkið selur eignarhlutinn sem eftir stendur. 11. febrúar 2022 08:03 Kallar eftir því að bankarnir noti „ofurhagnað“ til að létta undir heimilunum Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir bankana skila „ofurhagnaði“ og að þeir séu þess vegna í stöðu til að létta undir með heimilunum í landinu, sem sjá fram á verulegar vaxtahækkanir. 10. febrúar 2022 06:54 Seðlabankinn vill draga úr neyslu heimilanna Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag. 9. febrúar 2022 19:21 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Fjármálaráðherra gefur grænt ljós á frekari sölu á Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðherra hefur fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um að stofnunin hefji undirbúning hið fyrsta að framhaldi á sölumeðferð á eftirstandandi 65 prósenta eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka innan næstu tveggja ára, háð því að markaðsaðstæður séu hagfelldar. 11. febrúar 2022 11:06
Inngrip lækka söluverð Íslandsbanka, segir formaður efnahagsnefndar Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að tillaga Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra um að skylda viðskiptabankana til að verja hluta af hagnaði sínum í að niðurgreiða vexti sé til þess fallin að lækka verðmiðann á Íslandsbanka þegar ríkið selur eignarhlutinn sem eftir stendur. 11. febrúar 2022 08:03
Kallar eftir því að bankarnir noti „ofurhagnað“ til að létta undir heimilunum Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir bankana skila „ofurhagnaði“ og að þeir séu þess vegna í stöðu til að létta undir með heimilunum í landinu, sem sjá fram á verulegar vaxtahækkanir. 10. febrúar 2022 06:54
Seðlabankinn vill draga úr neyslu heimilanna Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag. 9. febrúar 2022 19:21