Kom á óvart að vera meinuð þátttaka í prófkjöri á síðustu stundu Snorri Másson skrifar 12. febrúar 2022 11:57 Guðmundur Ingi Þóroddsson hefur verið formaður félags fanga um árabil og vildi nú í pólitíkina. Guðmundi Inga Þóroddssyni frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík var meinuð þátttaka í prófkjörinu á síðustu stundu þar sem hann er enn á reynslulausn eftir fangelsisvist. Hann telur sig hins vegar kjörgengan samkvæmt lögum. Flokksval flokksins í Reykjavík og Hafnarfirði stendur yfir um helgina og Guðmundur sóttist eftir þriðja sæti á lista flokksins í borginni. Guðmundur Ingi Þóroddsson hefur verið í fangelsiskerfinu frá því skömmu eftir aldamót en hefur verið á reynslulausn frá 2020. Hún stendur til 2023. Umdeilt er hvort maður á reynslulausn teljist kjörgengur samkvæmt lögum; en sá skilningur er þó mögulegur. Kjörstjórn Samfylkingarinnar tók framboð Guðmundar gilt í janúar. „Það er náttúrulega skýrt að kjörgengið hafði verið staðfest hjá kjörstjórn. Þeir voru búnir að staðfesta og búnir að kanna það þannig að þetta kom vissulega á óvart. Þeir eru allt í einu að fetta fingur út í þetta núna bara svona degi fyrir kosningar eða tveimur,“ segir Guðmundur Ingi í samtali við fréttastofu. Unnið mjög hratt Kjörstjórninni bárust ábendingar um að vafi léki á kjörgengi Guðmundar. Í tilkynningu frá kjörstjórn segir að ábendingarnar hafi þótt gefa tilefni til nánari athugunar og óskaði kjörstjórnin því eftir gögnum frá frambjóðanda sem gætu sýnt fram á kjörgengi hans. Frambjóðandinn gat að sögn kjörstjórnar ekki framvísað gögnum sem gátu með óyggjandi hætti sýnt fram á kjörgengi. Af þeim sökum var kjörstjórn ekki unnt að líta fram hjá því að viðkomandi uppfyllti ekki skilyrði fyrir þátttöku í flokksvali. Athugunin hófst nú á miðvikudaginn, þegar prófkjörið átti að hefjast á laugardegi. Niðurstaðan, sem fékkst í gær, var að framboðið væri ógilt þar sem afplánun væri ekki að fullu lokið. Guðmundur kærði þá niðurstöðu strax en úrskurðarnefnd staðfesti hana. Þar með er það endanlegt; Guðmundur fær ekki að bjóða sig fram. „Þetta eru mikil vonbrigði og ég, bæði ég og mínir lögfræðingar, erum mjög ósammála þessari niðurstöðu, sérstaklega vegna þess að Samfylkingin hefur ekki heimild til að ógilda framboðið eða ákvarða um kjörgengi manna. En þetta er bara samt niðurstaðan og því verða sennilega ekki breytt úr þessu,“ segir Guðmundur. Ástæða þess að kjörstjórnin ógilti framboð Guðmundar var að því er sagði í ákvörðuninni sú að hann uppfyllti ekki skilyrði kosningalaga um kjörgengi. Eftirfarandi skilyrði er hann ekki talinn hafa uppfyllt: Kjörgengur í sveitarstjórn er hver sá sem á kosningarrétt í sveitarfélagi skv. 4. gr. og hefur óflekkað mannorð. Enginn telst hafa óflekkað mannorð sem hlotið hefur dóm fyrir refsivert brot og refsing er óskilorðsbundið fangelsi, frá þeim degi þegar dómur er upp kveðinn og þar til afplánun er að fullu lokið. Fann fyrir titringi Að baki ákvörðuninni eru flókin lagaleg álitamál um kjörgengi og óflekkað mannorð, sem fjallað var töluvert um á Alþingi í fyrra. Hér að neðan í viðhengi er að finna öll gögn. „Að gera þetta á nokkrum klukkustundum? Það er ómögulegt,“ segir Guðmundur. Fluttar hafa verið fréttir af dugnaði Guðmundar og hans fólks við að afla sér stuðnings. „Ég tel mig vera með mjög gott fylgi í flokknum og nýliðun gekk mjög vel, það er alveg á hreinu. Auðvitað fann ég fyrir miklum titringi undanfarið,“ segir Guðmundur. Hart er deilt um þessa ákvörðun innan Samfylkingarinnar, en þetta er annað skipti sem Guðmundi er meinuð þátttaka í prófkjöri. Tengd skjöl 1_2022_Úrskurður_kærunefndarPDF48KBSækja skjal Ákvörðun_kjörstjórnar_FSR_um_kjörgengiPDF2.0MBSækja skjal Kæra_til_úrskurðarnefndar_kosningamálaPDF964KBSækja skjal Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Guðmundi meinuð þátttaka í prófkjöri Samfylkingarinnar Kjörstjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ógilt framboð Guðmundar Inga Þóroddssonar, formanns Afstöðu, í prófkjöri Samfylkingarinnar til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík. 12. febrúar 2022 01:12 Sjálfstæðisflokkurinn missir tvo borgarfulltrúa samkvæmt könnun Maskínu Meirihlutaflokkarnir myndu bæta við sig tveimur borgarfulltrúum ef kosið yrði til borgarstjórnar nú samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu fylgi frá síðustu kosningum, Píratar sækja í sig veðrið og Framsóknarflokkurinn næði inn manni. 11. febrúar 2022 19:20 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Flokksval flokksins í Reykjavík og Hafnarfirði stendur yfir um helgina og Guðmundur sóttist eftir þriðja sæti á lista flokksins í borginni. Guðmundur Ingi Þóroddsson hefur verið í fangelsiskerfinu frá því skömmu eftir aldamót en hefur verið á reynslulausn frá 2020. Hún stendur til 2023. Umdeilt er hvort maður á reynslulausn teljist kjörgengur samkvæmt lögum; en sá skilningur er þó mögulegur. Kjörstjórn Samfylkingarinnar tók framboð Guðmundar gilt í janúar. „Það er náttúrulega skýrt að kjörgengið hafði verið staðfest hjá kjörstjórn. Þeir voru búnir að staðfesta og búnir að kanna það þannig að þetta kom vissulega á óvart. Þeir eru allt í einu að fetta fingur út í þetta núna bara svona degi fyrir kosningar eða tveimur,“ segir Guðmundur Ingi í samtali við fréttastofu. Unnið mjög hratt Kjörstjórninni bárust ábendingar um að vafi léki á kjörgengi Guðmundar. Í tilkynningu frá kjörstjórn segir að ábendingarnar hafi þótt gefa tilefni til nánari athugunar og óskaði kjörstjórnin því eftir gögnum frá frambjóðanda sem gætu sýnt fram á kjörgengi hans. Frambjóðandinn gat að sögn kjörstjórnar ekki framvísað gögnum sem gátu með óyggjandi hætti sýnt fram á kjörgengi. Af þeim sökum var kjörstjórn ekki unnt að líta fram hjá því að viðkomandi uppfyllti ekki skilyrði fyrir þátttöku í flokksvali. Athugunin hófst nú á miðvikudaginn, þegar prófkjörið átti að hefjast á laugardegi. Niðurstaðan, sem fékkst í gær, var að framboðið væri ógilt þar sem afplánun væri ekki að fullu lokið. Guðmundur kærði þá niðurstöðu strax en úrskurðarnefnd staðfesti hana. Þar með er það endanlegt; Guðmundur fær ekki að bjóða sig fram. „Þetta eru mikil vonbrigði og ég, bæði ég og mínir lögfræðingar, erum mjög ósammála þessari niðurstöðu, sérstaklega vegna þess að Samfylkingin hefur ekki heimild til að ógilda framboðið eða ákvarða um kjörgengi manna. En þetta er bara samt niðurstaðan og því verða sennilega ekki breytt úr þessu,“ segir Guðmundur. Ástæða þess að kjörstjórnin ógilti framboð Guðmundar var að því er sagði í ákvörðuninni sú að hann uppfyllti ekki skilyrði kosningalaga um kjörgengi. Eftirfarandi skilyrði er hann ekki talinn hafa uppfyllt: Kjörgengur í sveitarstjórn er hver sá sem á kosningarrétt í sveitarfélagi skv. 4. gr. og hefur óflekkað mannorð. Enginn telst hafa óflekkað mannorð sem hlotið hefur dóm fyrir refsivert brot og refsing er óskilorðsbundið fangelsi, frá þeim degi þegar dómur er upp kveðinn og þar til afplánun er að fullu lokið. Fann fyrir titringi Að baki ákvörðuninni eru flókin lagaleg álitamál um kjörgengi og óflekkað mannorð, sem fjallað var töluvert um á Alþingi í fyrra. Hér að neðan í viðhengi er að finna öll gögn. „Að gera þetta á nokkrum klukkustundum? Það er ómögulegt,“ segir Guðmundur. Fluttar hafa verið fréttir af dugnaði Guðmundar og hans fólks við að afla sér stuðnings. „Ég tel mig vera með mjög gott fylgi í flokknum og nýliðun gekk mjög vel, það er alveg á hreinu. Auðvitað fann ég fyrir miklum titringi undanfarið,“ segir Guðmundur. Hart er deilt um þessa ákvörðun innan Samfylkingarinnar, en þetta er annað skipti sem Guðmundi er meinuð þátttaka í prófkjöri. Tengd skjöl 1_2022_Úrskurður_kærunefndarPDF48KBSækja skjal Ákvörðun_kjörstjórnar_FSR_um_kjörgengiPDF2.0MBSækja skjal Kæra_til_úrskurðarnefndar_kosningamálaPDF964KBSækja skjal
Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Guðmundi meinuð þátttaka í prófkjöri Samfylkingarinnar Kjörstjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ógilt framboð Guðmundar Inga Þóroddssonar, formanns Afstöðu, í prófkjöri Samfylkingarinnar til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík. 12. febrúar 2022 01:12 Sjálfstæðisflokkurinn missir tvo borgarfulltrúa samkvæmt könnun Maskínu Meirihlutaflokkarnir myndu bæta við sig tveimur borgarfulltrúum ef kosið yrði til borgarstjórnar nú samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu fylgi frá síðustu kosningum, Píratar sækja í sig veðrið og Framsóknarflokkurinn næði inn manni. 11. febrúar 2022 19:20 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Guðmundi meinuð þátttaka í prófkjöri Samfylkingarinnar Kjörstjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ógilt framboð Guðmundar Inga Þóroddssonar, formanns Afstöðu, í prófkjöri Samfylkingarinnar til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík. 12. febrúar 2022 01:12
Sjálfstæðisflokkurinn missir tvo borgarfulltrúa samkvæmt könnun Maskínu Meirihlutaflokkarnir myndu bæta við sig tveimur borgarfulltrúum ef kosið yrði til borgarstjórnar nú samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu fylgi frá síðustu kosningum, Píratar sækja í sig veðrið og Framsóknarflokkurinn næði inn manni. 11. febrúar 2022 19:20