Segja slæðubann neyða konur til að velja milli trúarinnar og menntunar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. febrúar 2022 14:05 Fjöldi indverskra kvenna hefur mótmælt slæðubanninu. AP Photo/Rafiq Maqbool Ungar konur sem stunda háskólanám í Karnataka héraði á Indlandi mótmæla slæðubanni, sem nokkrir háskólar í héraðinu hafa kynnt, og segja skólayfirvöld neyða sig til að velja milli trúarinnar og menntunar. Þær segja bannið stangast á við stjórnarskrá landsins. „Niðurlægingin sem maður upplifir við að vera rekinn út úr skólastofu fyrir það eitt að bera slæðu er rosaleg,“ segir hin 21 árs gamla Ayesha Imthiaz, háskólanemi og múslimi, í samtali við fréttastofu Reuters. Imthiaz er ein þeirra ungu kvenna sem hefur mótmælt harðlega slæðubanni sem kynnt var af nokkrum háskólum í Karnataka héraði á Indlandi nýlega. „Trú mín hefur verið dregin í efa og ég verið móðguð af stofnun sem ég taldi hof menntunar. Það er eins og verið sé að biðja mig að velja milli trúar minnar og menntunar, sem er í grunninn rangt.“ Mega bera slæðu á almannafæri en ekki í kennslustofum Imthiaz hefur stundað nám við Mahatma Gandhi Memorial háskólann í Udupi sýslu í Karnataka í fimm ár. Hún segir að henni og öðrum ungum konum sem mótmælt hafa banninu hafi verið hótað og þær neyðst til að halda sig innandyra. Háskólayfirvöld hafa sagt að nemendum sé frjálst að bera slæðu á háskólasvæðinu og þeim væri bara gert að taka slæðurnar niður inni í kennslustofum. Udupi er ein þriggja sýslna í Karnataka héraði, sem hefur verið nokkuð trúarlega viðkvæmt í gegn um tíðina. Karnataka er eitt höfuðvíga Bharatiya Janata stjórnmálaflokksins, sem er staðsettur á hægri vængnum, og stjórnað er af Narendra Modi forsætisráðherra. Vilja engar utanaðkomandi athugasemdir Boðun slæðubannsins hefur vakið upp hræðslu og reiði meðal múslima í héraðinu, sem eru í miklum minnihluta, sem segja að stjórnarskráin gefi þeim rétt til að klæðast hverju sem þeir vilja. Múslimar hafa fjölmennt á mótmæli og hundruð komið saman í Kolkata og Chennai í mánuðinum. Í síðustu viku vísað hæstaréttardómari umkvörtunum vegna málsins til sérstakrar nefndar. Múslimar eru ekki einir um að mótmæla banninu en málið hefur vakið mikla athygli víða um heim. Þá sendi Trúfrelsisstofnun Bandaríkjanna út yfirlýsingu á föstudag þar sem hún sagði bannið brjóta á rétti fólks til trúfrelsis og jaðarsetja konur og stúlkur. Utanríkisráðuneyti Indlands sendi í kjölfarið út yfirlýsingu um að athugasemdir frá stofnunum, sem ekki eru indverskar, væru óvelkomnar í umræðuna og að málið væri á borði dómstóla. Indland Trúmál Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent „Ekki leika þennan leik“ Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira
„Niðurlægingin sem maður upplifir við að vera rekinn út úr skólastofu fyrir það eitt að bera slæðu er rosaleg,“ segir hin 21 árs gamla Ayesha Imthiaz, háskólanemi og múslimi, í samtali við fréttastofu Reuters. Imthiaz er ein þeirra ungu kvenna sem hefur mótmælt harðlega slæðubanni sem kynnt var af nokkrum háskólum í Karnataka héraði á Indlandi nýlega. „Trú mín hefur verið dregin í efa og ég verið móðguð af stofnun sem ég taldi hof menntunar. Það er eins og verið sé að biðja mig að velja milli trúar minnar og menntunar, sem er í grunninn rangt.“ Mega bera slæðu á almannafæri en ekki í kennslustofum Imthiaz hefur stundað nám við Mahatma Gandhi Memorial háskólann í Udupi sýslu í Karnataka í fimm ár. Hún segir að henni og öðrum ungum konum sem mótmælt hafa banninu hafi verið hótað og þær neyðst til að halda sig innandyra. Háskólayfirvöld hafa sagt að nemendum sé frjálst að bera slæðu á háskólasvæðinu og þeim væri bara gert að taka slæðurnar niður inni í kennslustofum. Udupi er ein þriggja sýslna í Karnataka héraði, sem hefur verið nokkuð trúarlega viðkvæmt í gegn um tíðina. Karnataka er eitt höfuðvíga Bharatiya Janata stjórnmálaflokksins, sem er staðsettur á hægri vængnum, og stjórnað er af Narendra Modi forsætisráðherra. Vilja engar utanaðkomandi athugasemdir Boðun slæðubannsins hefur vakið upp hræðslu og reiði meðal múslima í héraðinu, sem eru í miklum minnihluta, sem segja að stjórnarskráin gefi þeim rétt til að klæðast hverju sem þeir vilja. Múslimar hafa fjölmennt á mótmæli og hundruð komið saman í Kolkata og Chennai í mánuðinum. Í síðustu viku vísað hæstaréttardómari umkvörtunum vegna málsins til sérstakrar nefndar. Múslimar eru ekki einir um að mótmæla banninu en málið hefur vakið mikla athygli víða um heim. Þá sendi Trúfrelsisstofnun Bandaríkjanna út yfirlýsingu á föstudag þar sem hún sagði bannið brjóta á rétti fólks til trúfrelsis og jaðarsetja konur og stúlkur. Utanríkisráðuneyti Indlands sendi í kjölfarið út yfirlýsingu um að athugasemdir frá stofnunum, sem ekki eru indverskar, væru óvelkomnar í umræðuna og að málið væri á borði dómstóla.
Indland Trúmál Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent „Ekki leika þennan leik“ Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira