„Látum Belgíu verða land án netverslunar“ segir leiðtogi Sósíalista Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. febrúar 2022 09:03 Sitt sýnist hverjum um hugmyndir Magnette, sem er borgarstjóri þriðju stærstu borgar Belgíu. epa/Stephanie Lecocq Hugmynd leiðtoga eins af stjórnarflokkunum í Belgíu hefur vakið nokkra athygli og umræðu þar í landi en hann lagði til á dögunum að netverslun yrði bönnuð til að auka veg „alvöru“ verslana og draga úr yfirvinnu í vöruhúsum. Paul Magnette, sem er leiðtogi Sósíalistaflokksins og borgarstjóri í Charleroi, sagðist óttast að vöxtur netverslunnar væri að „hola út“ heilu borgarhverfin og stuðla að versnandi vinnuaðstæðum. „Látum Belgíu verða land án netviðskipta,“ saðgi Magnette í samtali við dagblaðið Humo. „Fyrir mér er netverslun ekki framþróun, heldur félagsleg og efnahagsleg hrörnun. Af hverju þarf starfsfólk í þessum vöruhúsum að vinna næturvinnu? Af því að fólk vill versla allan sólahringinn og fá pakkana heim innan 24 klukkustunda. Getum við í alvöru ekki beðið í tvo daga eftir bók?“ spurði hann. Samkvæmt Eurostat, evrópsku hagstofunni, versluðu 74 prósent Belga á aldrinum 16 til 74 ára hjá netverslun árið 2021, sem er rétt fyrir ofan meðallag fyrir aðildarríki Evrópusambandsins. Hlutfall þeirra sem versluðu á netinu í fyrra var hæst í Danmörku, 91 prósent, en lægst í Búlgaríu, 33 prósent. Ummæli Magnette tengjast meðal annars umræðum sem hafa átt sér stað á belgíska þinginu, þar sem verið er að ræða breytingar á lögum og reglum þegar kemur að næturvinnu, sem taldar eru nauðsynlegar til að gera Belgíu samkeppnishæfa við nágrannaríki á borð við Holland. Eins og sakir standa verða fyrirtæki að greiða næturálag fyrir alla vinnu sem á sér stað eftir klukkan 20 en til skoðunar er að breyta lögum þannig að fyrirtækjum sé heimilt að greiða dagvinnu fyrir allta að 20 klukkutíma sólahringsins, að gefnu samþykki verkalýðsfélags starfsmanna. Talsmaður Sósíalistaflokksins sagði í kjölfar viðtalsins að Magnette væri ekki á móti netverslun, heldur þætti honum umræða þurfa að eiga sér stað um afleiðingar hennar. Ummæli hans hafa hins vegar verið harkalega gagnrýnd af pólitískum andstæðingum, sem saka hann meðal annars um að vilja færa hagkerfið aftur um 100 ár. The Guardian greindi frá. Verslun Belgía Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Sjá meira
Paul Magnette, sem er leiðtogi Sósíalistaflokksins og borgarstjóri í Charleroi, sagðist óttast að vöxtur netverslunnar væri að „hola út“ heilu borgarhverfin og stuðla að versnandi vinnuaðstæðum. „Látum Belgíu verða land án netviðskipta,“ saðgi Magnette í samtali við dagblaðið Humo. „Fyrir mér er netverslun ekki framþróun, heldur félagsleg og efnahagsleg hrörnun. Af hverju þarf starfsfólk í þessum vöruhúsum að vinna næturvinnu? Af því að fólk vill versla allan sólahringinn og fá pakkana heim innan 24 klukkustunda. Getum við í alvöru ekki beðið í tvo daga eftir bók?“ spurði hann. Samkvæmt Eurostat, evrópsku hagstofunni, versluðu 74 prósent Belga á aldrinum 16 til 74 ára hjá netverslun árið 2021, sem er rétt fyrir ofan meðallag fyrir aðildarríki Evrópusambandsins. Hlutfall þeirra sem versluðu á netinu í fyrra var hæst í Danmörku, 91 prósent, en lægst í Búlgaríu, 33 prósent. Ummæli Magnette tengjast meðal annars umræðum sem hafa átt sér stað á belgíska þinginu, þar sem verið er að ræða breytingar á lögum og reglum þegar kemur að næturvinnu, sem taldar eru nauðsynlegar til að gera Belgíu samkeppnishæfa við nágrannaríki á borð við Holland. Eins og sakir standa verða fyrirtæki að greiða næturálag fyrir alla vinnu sem á sér stað eftir klukkan 20 en til skoðunar er að breyta lögum þannig að fyrirtækjum sé heimilt að greiða dagvinnu fyrir allta að 20 klukkutíma sólahringsins, að gefnu samþykki verkalýðsfélags starfsmanna. Talsmaður Sósíalistaflokksins sagði í kjölfar viðtalsins að Magnette væri ekki á móti netverslun, heldur þætti honum umræða þurfa að eiga sér stað um afleiðingar hennar. Ummæli hans hafa hins vegar verið harkalega gagnrýnd af pólitískum andstæðingum, sem saka hann meðal annars um að vilja færa hagkerfið aftur um 100 ár. The Guardian greindi frá.
Verslun Belgía Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Sjá meira