„Látum Belgíu verða land án netverslunar“ segir leiðtogi Sósíalista Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. febrúar 2022 09:03 Sitt sýnist hverjum um hugmyndir Magnette, sem er borgarstjóri þriðju stærstu borgar Belgíu. epa/Stephanie Lecocq Hugmynd leiðtoga eins af stjórnarflokkunum í Belgíu hefur vakið nokkra athygli og umræðu þar í landi en hann lagði til á dögunum að netverslun yrði bönnuð til að auka veg „alvöru“ verslana og draga úr yfirvinnu í vöruhúsum. Paul Magnette, sem er leiðtogi Sósíalistaflokksins og borgarstjóri í Charleroi, sagðist óttast að vöxtur netverslunnar væri að „hola út“ heilu borgarhverfin og stuðla að versnandi vinnuaðstæðum. „Látum Belgíu verða land án netviðskipta,“ saðgi Magnette í samtali við dagblaðið Humo. „Fyrir mér er netverslun ekki framþróun, heldur félagsleg og efnahagsleg hrörnun. Af hverju þarf starfsfólk í þessum vöruhúsum að vinna næturvinnu? Af því að fólk vill versla allan sólahringinn og fá pakkana heim innan 24 klukkustunda. Getum við í alvöru ekki beðið í tvo daga eftir bók?“ spurði hann. Samkvæmt Eurostat, evrópsku hagstofunni, versluðu 74 prósent Belga á aldrinum 16 til 74 ára hjá netverslun árið 2021, sem er rétt fyrir ofan meðallag fyrir aðildarríki Evrópusambandsins. Hlutfall þeirra sem versluðu á netinu í fyrra var hæst í Danmörku, 91 prósent, en lægst í Búlgaríu, 33 prósent. Ummæli Magnette tengjast meðal annars umræðum sem hafa átt sér stað á belgíska þinginu, þar sem verið er að ræða breytingar á lögum og reglum þegar kemur að næturvinnu, sem taldar eru nauðsynlegar til að gera Belgíu samkeppnishæfa við nágrannaríki á borð við Holland. Eins og sakir standa verða fyrirtæki að greiða næturálag fyrir alla vinnu sem á sér stað eftir klukkan 20 en til skoðunar er að breyta lögum þannig að fyrirtækjum sé heimilt að greiða dagvinnu fyrir allta að 20 klukkutíma sólahringsins, að gefnu samþykki verkalýðsfélags starfsmanna. Talsmaður Sósíalistaflokksins sagði í kjölfar viðtalsins að Magnette væri ekki á móti netverslun, heldur þætti honum umræða þurfa að eiga sér stað um afleiðingar hennar. Ummæli hans hafa hins vegar verið harkalega gagnrýnd af pólitískum andstæðingum, sem saka hann meðal annars um að vilja færa hagkerfið aftur um 100 ár. The Guardian greindi frá. Verslun Belgía Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Fleiri fréttir Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Sjá meira
Paul Magnette, sem er leiðtogi Sósíalistaflokksins og borgarstjóri í Charleroi, sagðist óttast að vöxtur netverslunnar væri að „hola út“ heilu borgarhverfin og stuðla að versnandi vinnuaðstæðum. „Látum Belgíu verða land án netviðskipta,“ saðgi Magnette í samtali við dagblaðið Humo. „Fyrir mér er netverslun ekki framþróun, heldur félagsleg og efnahagsleg hrörnun. Af hverju þarf starfsfólk í þessum vöruhúsum að vinna næturvinnu? Af því að fólk vill versla allan sólahringinn og fá pakkana heim innan 24 klukkustunda. Getum við í alvöru ekki beðið í tvo daga eftir bók?“ spurði hann. Samkvæmt Eurostat, evrópsku hagstofunni, versluðu 74 prósent Belga á aldrinum 16 til 74 ára hjá netverslun árið 2021, sem er rétt fyrir ofan meðallag fyrir aðildarríki Evrópusambandsins. Hlutfall þeirra sem versluðu á netinu í fyrra var hæst í Danmörku, 91 prósent, en lægst í Búlgaríu, 33 prósent. Ummæli Magnette tengjast meðal annars umræðum sem hafa átt sér stað á belgíska þinginu, þar sem verið er að ræða breytingar á lögum og reglum þegar kemur að næturvinnu, sem taldar eru nauðsynlegar til að gera Belgíu samkeppnishæfa við nágrannaríki á borð við Holland. Eins og sakir standa verða fyrirtæki að greiða næturálag fyrir alla vinnu sem á sér stað eftir klukkan 20 en til skoðunar er að breyta lögum þannig að fyrirtækjum sé heimilt að greiða dagvinnu fyrir allta að 20 klukkutíma sólahringsins, að gefnu samþykki verkalýðsfélags starfsmanna. Talsmaður Sósíalistaflokksins sagði í kjölfar viðtalsins að Magnette væri ekki á móti netverslun, heldur þætti honum umræða þurfa að eiga sér stað um afleiðingar hennar. Ummæli hans hafa hins vegar verið harkalega gagnrýnd af pólitískum andstæðingum, sem saka hann meðal annars um að vilja færa hagkerfið aftur um 100 ár. The Guardian greindi frá.
Verslun Belgía Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Fleiri fréttir Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Sjá meira