Kafað í fyrstu stiklu Rings of Power Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2022 11:01 Aðalpersónur Rings of Power eru alls 22 en þættirnir átta. Amazon Studios birtu í gær fyrstu stiklu nýrra þátta sem gerast í söguheimi Hringadróttinssögu. Þættirnir Rings of Power gerast þúsundum ára á undan sögunni um Frodo, Sam, Aragorn og félaga. Aðalpersónur þáttanna eru 22 talsins og munu þættirnir fjalla um nokkrar sögur í senn. Þær munu meðal annars eiga sér stað í námum Khazad-dûm, álfaríkinu Lindon og á eyjunni Númenor. Hringadróttinssaga gerist á þriðju öld Miðgarðs en þættirnir á annarri öld. Þá voru hringar Saurons og hinir hringarnir smíðaðir og hjarðir orka og drýsla herjuðu á gervallan Miðgarð, þar til álfar og menn frá Númenor tóku höndum saman og mynduðu hið svokallaða síðasta bandalag álfa og manna. Sjá einnig: Galadriel og Elrond mæta aftur í Rings of Power Stikluna má sjá í spilaranum hér að neðan. Þar fyrir neðan rennum við svo lauslega yfir hvað það er sem við sjáum í stiklunni sjálfri. Rings of Power verða frumsýndir á Prime Video þann 2. september. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=OCLoZI-FOYA">watch on YouTube</a> Stiklan byrjar á skoti af borg manna, en við fyrstu sýn má sjá að stíll borgarinnar svipar mjög til Minas Tirith, sem fólk kannast ef til vill við úr Return of the King. Þessi borg er að öllum líkindum á eyjunni Númenor en þaðan koma forfeður Aragorns. Þessi persóna er ónefnd og tilheyrir fólki sem kallast Harfoot og eru forfeður Hobbita, eins og við þekkjum þá. Hún er leikin af Megan Richards en lítið er vitað um persónuna, eins og svo margar aðrar í þáttunum. Galadriel, sem leikin er af Morfydd Clark, að klifra upp frosin foss, í fullum herklæðum. Hér má sjá manninn Halbrand, sem leikinn er af Charlie Vickers. Hann virðist hafa lent í ógöngum út á sjó. Álfurinn Arondir grípur ör í stiklunni og skýtur henni til baka, sem er töff. Þarna má sjá leikarann Benjamin Walker í hlutverki einhvers álfs. Hinn mikilvægi álfur Celebrimbor er leikinn af Charles Edwards en Walker gæti mögulega leikið konunginn Gil-Galad. Galadriel á fleygiferð á hesti með aðra á eftir sér. Þarna virðist þó sem að ekki sé um bardga að ræða þar sem engin vopn eru sjáanleg. Hér má sjá Galadriel rekast á einhverskonar tröll í helli. Hún flýr undan skrímslinu, eðlilega. Á einum tímapunkti má sjá þennan stað þar sem hópur álfa virðist kominn saman. Þeir eru væntanlega að ræða eitthvað mjög mikilvægt sín á milli. Hér má sjá prinsinn Durin fjórða með tár í augunum. Hann var lávarður Khazad-dûm (Moría) og var einn af dvergunum sem báru hring frá Sauron. Ungur Elrond, sem leikinn er af Robert Aramayo. Dvergaprinsessan Disa er leikin af Sophia Nomvete. Þessi sena stiklunnar sýnir hárugan mann taka í hönd smárrar persónu, sem virðist Harfoot-stelpan sem leikin er af Megan Richards. Fram kom í nýlegri grein Vanity Fair að hún myndi hitta dularfullan mann og þessi er nokkuð dularfullur. Sérstaklega þar sem þau eru bæði umkringd eldi. Prinsinn Durin fjórði brýtur grjót. Ekki fylgir stiklunni hvort grjótið sé illt eða hvað það gerði dvergunum. Hér virðist álfurinn Arondir sveifla exi gegn einhverjum eða einhverju. Þá er hann bundinn í keðju og virðist vera í einhverskonar þrælkunarvinnu, kannski. Í örskotsstundu má sjá hóp álfa berjast viðo orka og virðist sem um orrustu sé að ræða. Nokkuð mikið var um orrustur álfa og orka á þeim tíma sem þættirnir gerast. Álfurinn sem er ekki með hjálm er leikinn af Will Fletcher en ekkert liggur fyrir um persónuna sjálfa. Stiklan endar á þessu atriði, þar sem lítil hendi tekur í stærri. Þetta er sömuleiðis aðalmynd stiklunnar á Youtube svo atriðið virðist mikilvægt. Þarna virðist barn eða Harfoot halda í hönd manns. Erfitt er að segja meira að svo stöddu. Bíó og sjónvarp Amazon Kafað dýpra Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Aðalpersónur þáttanna eru 22 talsins og munu þættirnir fjalla um nokkrar sögur í senn. Þær munu meðal annars eiga sér stað í námum Khazad-dûm, álfaríkinu Lindon og á eyjunni Númenor. Hringadróttinssaga gerist á þriðju öld Miðgarðs en þættirnir á annarri öld. Þá voru hringar Saurons og hinir hringarnir smíðaðir og hjarðir orka og drýsla herjuðu á gervallan Miðgarð, þar til álfar og menn frá Númenor tóku höndum saman og mynduðu hið svokallaða síðasta bandalag álfa og manna. Sjá einnig: Galadriel og Elrond mæta aftur í Rings of Power Stikluna má sjá í spilaranum hér að neðan. Þar fyrir neðan rennum við svo lauslega yfir hvað það er sem við sjáum í stiklunni sjálfri. Rings of Power verða frumsýndir á Prime Video þann 2. september. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=OCLoZI-FOYA">watch on YouTube</a> Stiklan byrjar á skoti af borg manna, en við fyrstu sýn má sjá að stíll borgarinnar svipar mjög til Minas Tirith, sem fólk kannast ef til vill við úr Return of the King. Þessi borg er að öllum líkindum á eyjunni Númenor en þaðan koma forfeður Aragorns. Þessi persóna er ónefnd og tilheyrir fólki sem kallast Harfoot og eru forfeður Hobbita, eins og við þekkjum þá. Hún er leikin af Megan Richards en lítið er vitað um persónuna, eins og svo margar aðrar í þáttunum. Galadriel, sem leikin er af Morfydd Clark, að klifra upp frosin foss, í fullum herklæðum. Hér má sjá manninn Halbrand, sem leikinn er af Charlie Vickers. Hann virðist hafa lent í ógöngum út á sjó. Álfurinn Arondir grípur ör í stiklunni og skýtur henni til baka, sem er töff. Þarna má sjá leikarann Benjamin Walker í hlutverki einhvers álfs. Hinn mikilvægi álfur Celebrimbor er leikinn af Charles Edwards en Walker gæti mögulega leikið konunginn Gil-Galad. Galadriel á fleygiferð á hesti með aðra á eftir sér. Þarna virðist þó sem að ekki sé um bardga að ræða þar sem engin vopn eru sjáanleg. Hér má sjá Galadriel rekast á einhverskonar tröll í helli. Hún flýr undan skrímslinu, eðlilega. Á einum tímapunkti má sjá þennan stað þar sem hópur álfa virðist kominn saman. Þeir eru væntanlega að ræða eitthvað mjög mikilvægt sín á milli. Hér má sjá prinsinn Durin fjórða með tár í augunum. Hann var lávarður Khazad-dûm (Moría) og var einn af dvergunum sem báru hring frá Sauron. Ungur Elrond, sem leikinn er af Robert Aramayo. Dvergaprinsessan Disa er leikin af Sophia Nomvete. Þessi sena stiklunnar sýnir hárugan mann taka í hönd smárrar persónu, sem virðist Harfoot-stelpan sem leikin er af Megan Richards. Fram kom í nýlegri grein Vanity Fair að hún myndi hitta dularfullan mann og þessi er nokkuð dularfullur. Sérstaklega þar sem þau eru bæði umkringd eldi. Prinsinn Durin fjórði brýtur grjót. Ekki fylgir stiklunni hvort grjótið sé illt eða hvað það gerði dvergunum. Hér virðist álfurinn Arondir sveifla exi gegn einhverjum eða einhverju. Þá er hann bundinn í keðju og virðist vera í einhverskonar þrælkunarvinnu, kannski. Í örskotsstundu má sjá hóp álfa berjast viðo orka og virðist sem um orrustu sé að ræða. Nokkuð mikið var um orrustur álfa og orka á þeim tíma sem þættirnir gerast. Álfurinn sem er ekki með hjálm er leikinn af Will Fletcher en ekkert liggur fyrir um persónuna sjálfa. Stiklan endar á þessu atriði, þar sem lítil hendi tekur í stærri. Þetta er sömuleiðis aðalmynd stiklunnar á Youtube svo atriðið virðist mikilvægt. Þarna virðist barn eða Harfoot halda í hönd manns. Erfitt er að segja meira að svo stöddu.
Bíó og sjónvarp Amazon Kafað dýpra Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira