Ölfusárbrú og Axarvegur á leið í einkaframkvæmd Kristján Már Unnarsson skrifar 14. febrúar 2022 22:05 Ný brú yfir Ölfusá er fyrirhuguð á móts við Laugardæli norðaustan Selfoss. Vegagerðin Smíði nýrrar Ölfusárbrúar og lagning Axarvegar eru að fara í útboðsferli sem einkaframkvæmd og mun Vegagerðin í þessum og næsta mánuði óska eftir áhugasömum bjóðendum. Ný brú á Hornafjarðarfljót er þó komin lengst slíkra verkefna en tilboð verða opnuð síðar í þessari viku. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að vegur um Öxi stytti ferðatímann milli Egilsstaða og Djúpavogs um fjörutíu til fimmtíu mínútur en hann hefur þann annmarka að vera ófær yfir vetrarmánuði. Uppbygging Axarvegar sem heilsársvegar er meðal þeirra sex verkefna, sem tilgreind eru í lögum um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir, og núna hefur Vegagerðina formlega auglýst eftir áhugasömum bjóðendum. Horft niður í Berufjörð af veginum um Öxi.Egill Aðalsteinsson Þeim sem fær verkið er einnig ætlað að hanna veginn, fjármagna verkið að hálfu og síðan annast snjóruðning og viðhald vegarins til allt að þrjátíu ára. Mótframlag kemur úr ríkissjóði en vegfarendum er ætlað að greiða hinn helminginn með vegtolli. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist á fyrri hluta ársins 2023. Áður var Vegagerðin búin að setja brú yfir Hornafjarðarfljót í samskonar ferli. Þar hafa þrír verktakahópar verið metnir hæfir og verða tilboð opnuð næstkomandi fimmtudag, 17. febrúar, bæði í verkið sjálft sem og fjármögnun þess. Að sögn Óskars Arnar Jónssonar, forstöðumanns hjá Vegagerðinni, er vonast til að framkvæmdir við Hornafjarðarfljót hefjist með vorinu. Fyrirhuguð brú yfir Hornafjarðarfljót.Vegagerðin Ný brú á Ölfusá við Selfoss verður svo þriðja samvinnuverkefnið sem fer í gang og stefnir Vegagerðina að því að auglýsa í næsta mánuði eftir áhugasömum aðilum til að smíða og fjármagna brúarsmíðina. Þar er einnig gert ráð fyrir að mótframlag ríkisins verði um það bil helmingur, - hinn helminginn greiða svo vegfarendur með brúartolli. Brúarsmíðin gæti hafist á fyrri hluta næsta árs. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Samgöngur Vegtollar Ferðamennska á Íslandi Múlaþing Hornafjörður Árborg Ölfus Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir Styttist í tilboð í fjármögnun og smíði brúar yfir Hornafjörð Tilboð í smíði nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót með einkafjármögnun og vegtolli verða opnuð um miðjan febrúar. Þetta er fyrsta verkið sem boðið er út á á grundvelli nýlegra laga um samvinnuverkefni. Á næsta ári er gert ráð fyrir að ný Ölfusárbrú og vegur yfir Öxi fari í samskonar útboðsferli. 20. desember 2021 22:22 Sigurður Ingi segir Sundabraut tilbúna eftir níu ár Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra telur að Sundabraut geti orðið að veruleika eftir níu ár. Félagshagfræðileg greining sem skilað hafi verið til hans og Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í gær sýni ótvíræðan ábata af mannvirkinu á fyrstu þrjátíu árum þess. 25. janúar 2022 16:37 Einkafjármögnun og veggjald fylgja nýrri Hornafjarðarbrú Vegagerðin hefur boðið út smíði nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót ásamt fjármögnun verksins. Þetta er fyrsta útboðið frá því sérstök lög voru samþykkt í fyrra sem heimila ríkinu að heimta vegtolla og semja við einkaaðila um fjármögnun samgönguframkvæmda. 22. júní 2021 22:22 Heilsársvegur yfir Öxi efstur á óskalistanum Betri veg yfir Öxi var svarið þegar Djúpavogsbúar voru spurðir í þættinum Um land allt á Stöð 2 um hvað helst þyrfti að bæta til að styrkja samfélagið á Djúpavogi. 6. mars 2020 17:12 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að vegur um Öxi stytti ferðatímann milli Egilsstaða og Djúpavogs um fjörutíu til fimmtíu mínútur en hann hefur þann annmarka að vera ófær yfir vetrarmánuði. Uppbygging Axarvegar sem heilsársvegar er meðal þeirra sex verkefna, sem tilgreind eru í lögum um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir, og núna hefur Vegagerðina formlega auglýst eftir áhugasömum bjóðendum. Horft niður í Berufjörð af veginum um Öxi.Egill Aðalsteinsson Þeim sem fær verkið er einnig ætlað að hanna veginn, fjármagna verkið að hálfu og síðan annast snjóruðning og viðhald vegarins til allt að þrjátíu ára. Mótframlag kemur úr ríkissjóði en vegfarendum er ætlað að greiða hinn helminginn með vegtolli. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist á fyrri hluta ársins 2023. Áður var Vegagerðin búin að setja brú yfir Hornafjarðarfljót í samskonar ferli. Þar hafa þrír verktakahópar verið metnir hæfir og verða tilboð opnuð næstkomandi fimmtudag, 17. febrúar, bæði í verkið sjálft sem og fjármögnun þess. Að sögn Óskars Arnar Jónssonar, forstöðumanns hjá Vegagerðinni, er vonast til að framkvæmdir við Hornafjarðarfljót hefjist með vorinu. Fyrirhuguð brú yfir Hornafjarðarfljót.Vegagerðin Ný brú á Ölfusá við Selfoss verður svo þriðja samvinnuverkefnið sem fer í gang og stefnir Vegagerðina að því að auglýsa í næsta mánuði eftir áhugasömum aðilum til að smíða og fjármagna brúarsmíðina. Þar er einnig gert ráð fyrir að mótframlag ríkisins verði um það bil helmingur, - hinn helminginn greiða svo vegfarendur með brúartolli. Brúarsmíðin gæti hafist á fyrri hluta næsta árs. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Samgöngur Vegtollar Ferðamennska á Íslandi Múlaþing Hornafjörður Árborg Ölfus Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir Styttist í tilboð í fjármögnun og smíði brúar yfir Hornafjörð Tilboð í smíði nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót með einkafjármögnun og vegtolli verða opnuð um miðjan febrúar. Þetta er fyrsta verkið sem boðið er út á á grundvelli nýlegra laga um samvinnuverkefni. Á næsta ári er gert ráð fyrir að ný Ölfusárbrú og vegur yfir Öxi fari í samskonar útboðsferli. 20. desember 2021 22:22 Sigurður Ingi segir Sundabraut tilbúna eftir níu ár Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra telur að Sundabraut geti orðið að veruleika eftir níu ár. Félagshagfræðileg greining sem skilað hafi verið til hans og Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í gær sýni ótvíræðan ábata af mannvirkinu á fyrstu þrjátíu árum þess. 25. janúar 2022 16:37 Einkafjármögnun og veggjald fylgja nýrri Hornafjarðarbrú Vegagerðin hefur boðið út smíði nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót ásamt fjármögnun verksins. Þetta er fyrsta útboðið frá því sérstök lög voru samþykkt í fyrra sem heimila ríkinu að heimta vegtolla og semja við einkaaðila um fjármögnun samgönguframkvæmda. 22. júní 2021 22:22 Heilsársvegur yfir Öxi efstur á óskalistanum Betri veg yfir Öxi var svarið þegar Djúpavogsbúar voru spurðir í þættinum Um land allt á Stöð 2 um hvað helst þyrfti að bæta til að styrkja samfélagið á Djúpavogi. 6. mars 2020 17:12 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Styttist í tilboð í fjármögnun og smíði brúar yfir Hornafjörð Tilboð í smíði nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót með einkafjármögnun og vegtolli verða opnuð um miðjan febrúar. Þetta er fyrsta verkið sem boðið er út á á grundvelli nýlegra laga um samvinnuverkefni. Á næsta ári er gert ráð fyrir að ný Ölfusárbrú og vegur yfir Öxi fari í samskonar útboðsferli. 20. desember 2021 22:22
Sigurður Ingi segir Sundabraut tilbúna eftir níu ár Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra telur að Sundabraut geti orðið að veruleika eftir níu ár. Félagshagfræðileg greining sem skilað hafi verið til hans og Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í gær sýni ótvíræðan ábata af mannvirkinu á fyrstu þrjátíu árum þess. 25. janúar 2022 16:37
Einkafjármögnun og veggjald fylgja nýrri Hornafjarðarbrú Vegagerðin hefur boðið út smíði nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót ásamt fjármögnun verksins. Þetta er fyrsta útboðið frá því sérstök lög voru samþykkt í fyrra sem heimila ríkinu að heimta vegtolla og semja við einkaaðila um fjármögnun samgönguframkvæmda. 22. júní 2021 22:22
Heilsársvegur yfir Öxi efstur á óskalistanum Betri veg yfir Öxi var svarið þegar Djúpavogsbúar voru spurðir í þættinum Um land allt á Stöð 2 um hvað helst þyrfti að bæta til að styrkja samfélagið á Djúpavogi. 6. mars 2020 17:12