Ríkissjóður greitt 1,3 milljarða fyrir hraðpróf Eiður Þór Árnason skrifar 14. febrúar 2022 22:52 Sóttvarnalæknir hefur lagt til að hraðprófum verði beitt í auknum mæli í stað PCR-prófa. Vísir/Vilhelm Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa greitt rúmar 950 milljónir króna til einkaaðila vegna hraðprófa. Að sögn SÍ er líklegt að þessi tala eigi eftir að hækka þar sem reikningar fyrir þessa þjónustu berist stofnuninni með óreglulegum hætti. Þetta kemur fram í skriflegu svari SÍ við fyrirspurn Vísis. Greint var frá því fyrir helgi að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) hafi keypt hraðpróf fyrir 379,8 milljónir króna en HH hefur sinnt innkaupum fyrir allar heilbrigðisstofnanir landsins og hjúkrunarheimili frá því í vor. Samanlagt hefur ríkissjóður því greitt um 1,33 milljarða króna vegna hraðprófa. Þrjú fyrirtæki bjóða upp á Covid-19 hraðpróf samkvæmt heimild frá heilbrigðisráðuneytinu og Embætti landlæknis: AVIÖR, sem er hluti af Öryggismiðstöðinni, Sameind og Arctic Therapeutics. Einkaaðilar tekið minnst 237.543 hraðpróf Samkvæmt gjaldskrá Sjúkratrygginga greiðir stofnunin 4.000 krónur fyrir hvert hraðpróf sem einkaaðilarnir framkvæma. Miðað við það má gera ráð fyrir að fyrirtækin hafi tekið minnst 237.543 hraðpróf frá því að ríkið byrjaði að niðurgreiða prófin í september í fyrra. Sóttvarnalæknir tilkynnti í seinustu viku að takamarka þyrfti fjölda PCR-prófa sem tekin yrðu á hverjum degi vegna þess að sýkla- og veirufræðideild Landspítalans ráði ekki við þann fjölda sýna sem hafi verið að berast. Aukin áhersla verður því lögð á hraðpróf og hjá heilsugæslunni á Suðurlandsbraut verður í boði að fara í hraðpróf þegar hámarks PCR-sýnafjölda fyrir daginn er náð. Ef hraðpróf reynist jákvætt þarf áfram að staðfesta það með PCR. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hætt við að bið eftir niðurstöðum lengist enn frekar vegna álags Sóttvarnalæknir leggur til að hraðprófum verði beitt í auknum mæli í stað PCR-prófa í ljósi þess hve löng bið getur verið eftir niðurstöðum. Biðtíminn getur nú verið allt að þrír sólarhringar. Yfirlæknir sýkla og veirufræðideildar Landspítala segir deildina ekki ráða við álagið um þessar mundir og óttast að biðtími muni lengjast hratt verði ekkert gert. 10. febrúar 2022 15:00 Heilsugæslan keypt hraðpróf fyrir 380 milljónir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) hefur keypt Covid-19 hraðpróf fyrir 379,8 milljónir króna en hún hefur sinnt innkaupunum fyrir allar heilbrigðisstofnanir landsins og hjúkrunarheimili frá síðastliðnu vori. 10. febrúar 2022 13:40 Rugl að sýnatökur kosti 80 til 120 milljónir á dag Kostnaður heilsugæslunnar við PCR-próf er miklu lægri en gert var ráð fyrir í byrjun faraldursins. Tæpur milljarður hefur farið í sýnatökur á höfuðborgarsvæðinu og á landamærunum. 20. janúar 2022 23:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegu svari SÍ við fyrirspurn Vísis. Greint var frá því fyrir helgi að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) hafi keypt hraðpróf fyrir 379,8 milljónir króna en HH hefur sinnt innkaupum fyrir allar heilbrigðisstofnanir landsins og hjúkrunarheimili frá því í vor. Samanlagt hefur ríkissjóður því greitt um 1,33 milljarða króna vegna hraðprófa. Þrjú fyrirtæki bjóða upp á Covid-19 hraðpróf samkvæmt heimild frá heilbrigðisráðuneytinu og Embætti landlæknis: AVIÖR, sem er hluti af Öryggismiðstöðinni, Sameind og Arctic Therapeutics. Einkaaðilar tekið minnst 237.543 hraðpróf Samkvæmt gjaldskrá Sjúkratrygginga greiðir stofnunin 4.000 krónur fyrir hvert hraðpróf sem einkaaðilarnir framkvæma. Miðað við það má gera ráð fyrir að fyrirtækin hafi tekið minnst 237.543 hraðpróf frá því að ríkið byrjaði að niðurgreiða prófin í september í fyrra. Sóttvarnalæknir tilkynnti í seinustu viku að takamarka þyrfti fjölda PCR-prófa sem tekin yrðu á hverjum degi vegna þess að sýkla- og veirufræðideild Landspítalans ráði ekki við þann fjölda sýna sem hafi verið að berast. Aukin áhersla verður því lögð á hraðpróf og hjá heilsugæslunni á Suðurlandsbraut verður í boði að fara í hraðpróf þegar hámarks PCR-sýnafjölda fyrir daginn er náð. Ef hraðpróf reynist jákvætt þarf áfram að staðfesta það með PCR.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hætt við að bið eftir niðurstöðum lengist enn frekar vegna álags Sóttvarnalæknir leggur til að hraðprófum verði beitt í auknum mæli í stað PCR-prófa í ljósi þess hve löng bið getur verið eftir niðurstöðum. Biðtíminn getur nú verið allt að þrír sólarhringar. Yfirlæknir sýkla og veirufræðideildar Landspítala segir deildina ekki ráða við álagið um þessar mundir og óttast að biðtími muni lengjast hratt verði ekkert gert. 10. febrúar 2022 15:00 Heilsugæslan keypt hraðpróf fyrir 380 milljónir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) hefur keypt Covid-19 hraðpróf fyrir 379,8 milljónir króna en hún hefur sinnt innkaupunum fyrir allar heilbrigðisstofnanir landsins og hjúkrunarheimili frá síðastliðnu vori. 10. febrúar 2022 13:40 Rugl að sýnatökur kosti 80 til 120 milljónir á dag Kostnaður heilsugæslunnar við PCR-próf er miklu lægri en gert var ráð fyrir í byrjun faraldursins. Tæpur milljarður hefur farið í sýnatökur á höfuðborgarsvæðinu og á landamærunum. 20. janúar 2022 23:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Sjá meira
Hætt við að bið eftir niðurstöðum lengist enn frekar vegna álags Sóttvarnalæknir leggur til að hraðprófum verði beitt í auknum mæli í stað PCR-prófa í ljósi þess hve löng bið getur verið eftir niðurstöðum. Biðtíminn getur nú verið allt að þrír sólarhringar. Yfirlæknir sýkla og veirufræðideildar Landspítala segir deildina ekki ráða við álagið um þessar mundir og óttast að biðtími muni lengjast hratt verði ekkert gert. 10. febrúar 2022 15:00
Heilsugæslan keypt hraðpróf fyrir 380 milljónir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) hefur keypt Covid-19 hraðpróf fyrir 379,8 milljónir króna en hún hefur sinnt innkaupunum fyrir allar heilbrigðisstofnanir landsins og hjúkrunarheimili frá síðastliðnu vori. 10. febrúar 2022 13:40
Rugl að sýnatökur kosti 80 til 120 milljónir á dag Kostnaður heilsugæslunnar við PCR-próf er miklu lægri en gert var ráð fyrir í byrjun faraldursins. Tæpur milljarður hefur farið í sýnatökur á höfuðborgarsvæðinu og á landamærunum. 20. janúar 2022 23:00