Hætta að bólusetja í höllinni ári síðar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. febrúar 2022 11:20 Starfsmenn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hafa staðið í ströngu undanfarið ár við að bólusetja landsmenn. Vísir/Vilhelm Fjöldabólusetningar hófust í Laugardalshöll í febrúar 2021 og nú ári síðar stendur til að þeim muni ljúka. Þeir sem eiga eftir að fá bólusetningu eða örvunarskammt munu eftir næstu viku geta leitað til heilsugæslunnar. Stefnt er á það að eftir næstu viku verði hætt að bólusetja gegn Covid-19 í höllinni en þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við fréttastofu. Þannig verður næsta vika sú síðasta í höllinni. „Þannig við erum svona að hvetja fólk til að drífa sig. Það er svo dræm þátttaka, það eru ekki nema svona hundrað að koma á dag þannig við ætlum bara að loka. Þannig að næsta vika verður síðasta vikan,“ segir Ragnheiður. Fjöldabólusetningar hófust í Laugardalshöll í febrúar í fyrra og hafa bólusetningar verið nokkuð stöðugar frá þeim tíma. Að því er kemur fram á vef covid.is hafa nú 78 prósent landsmanna verið fullbólusettir, þar af 81 prósent landsmanna fimm ára og eldri. Rúmlega 288 þúsund eru fullbólusettir. Gera ekki ráð fyrir að opna aftur Til stóð að hætta með bólusetningar í höllinni eftir áramót vegna framkvæmda á svæðinu en eftir að ákvörðun var tekin um að bólusetja börn á aldrinum fimm til ellefu ára var ákveðið að halda áfram. Nú stendur til að hætta en eftir næstu viku verða bólusetningarnar fluttar yfir á heilsugæslustöðvarnar. „Við ætlum bara að koma því þannig fyrir að fólk fari á sína heilsugæslustöð ef það vantar örvunarskammt og bóki bara tíma þar. Færa þetta bara yfir á heilsugæslustöðvarnar af því að þátttakan er dottin niður,“ segir Ragnheiður. „Þannig þetta er allt saman á niðurleið, það er bara jákvætt,“ segir hún enn fremur. Aðspurð um hvort það gæti komið til þess að nýta höllina aftur, til að mynda ef ákveðið verður að bólusetja yngri börn, segir Ragnheiður það ólíklegt. Þá sé sömu sögu að segja um fjórða skammtinn, sem sumir hafa fengið. „Á meðan það eru ekki alvarlegri veikindi þá er ekki talið ásættanlegt að gefa fjórða skammtinn með sama efni fyrir alla. Þannig þetta er bara allt saman á ágætri leið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Tengdar fréttir Takmörkuðum hópi býðst að fá fjórða skammtinn Einstaklingar sem eru með ákveðna undirliggjandi sjúkdóma eða hafa fengið vissar ónæmisbælandi meðferðir á undanförnum einum til tveimur árum geta sóst eftir því að fá fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19. 3. febrúar 2022 15:26 Um þriðjungur fimm ára barna mætt í bólusetningu Um þriðjungur fimm ára barna á höfuðborgarsvæðinu hefur mætt í bólusetningu, en börnin fædd árið 2016 voru boðuð í byrjun síðustu viku. 25. janúar 2022 10:39 Hafa þurft að hlaupa uppi nokkra bólusetningasvindlara Enn ber á því að einstaklingar skrái sig í bólusetningu í Laugardalshöll en freisti þess að láta sig hverfa áður en þeir fá sprautuna. Í nokkrum tilfellum hafa lögreglu- og slökkviliðsmenn hlaupið viðkomandi uppi. 21. janúar 2022 10:36 Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Sjá meira
Stefnt er á það að eftir næstu viku verði hætt að bólusetja gegn Covid-19 í höllinni en þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við fréttastofu. Þannig verður næsta vika sú síðasta í höllinni. „Þannig við erum svona að hvetja fólk til að drífa sig. Það er svo dræm þátttaka, það eru ekki nema svona hundrað að koma á dag þannig við ætlum bara að loka. Þannig að næsta vika verður síðasta vikan,“ segir Ragnheiður. Fjöldabólusetningar hófust í Laugardalshöll í febrúar í fyrra og hafa bólusetningar verið nokkuð stöðugar frá þeim tíma. Að því er kemur fram á vef covid.is hafa nú 78 prósent landsmanna verið fullbólusettir, þar af 81 prósent landsmanna fimm ára og eldri. Rúmlega 288 þúsund eru fullbólusettir. Gera ekki ráð fyrir að opna aftur Til stóð að hætta með bólusetningar í höllinni eftir áramót vegna framkvæmda á svæðinu en eftir að ákvörðun var tekin um að bólusetja börn á aldrinum fimm til ellefu ára var ákveðið að halda áfram. Nú stendur til að hætta en eftir næstu viku verða bólusetningarnar fluttar yfir á heilsugæslustöðvarnar. „Við ætlum bara að koma því þannig fyrir að fólk fari á sína heilsugæslustöð ef það vantar örvunarskammt og bóki bara tíma þar. Færa þetta bara yfir á heilsugæslustöðvarnar af því að þátttakan er dottin niður,“ segir Ragnheiður. „Þannig þetta er allt saman á niðurleið, það er bara jákvætt,“ segir hún enn fremur. Aðspurð um hvort það gæti komið til þess að nýta höllina aftur, til að mynda ef ákveðið verður að bólusetja yngri börn, segir Ragnheiður það ólíklegt. Þá sé sömu sögu að segja um fjórða skammtinn, sem sumir hafa fengið. „Á meðan það eru ekki alvarlegri veikindi þá er ekki talið ásættanlegt að gefa fjórða skammtinn með sama efni fyrir alla. Þannig þetta er bara allt saman á ágætri leið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Tengdar fréttir Takmörkuðum hópi býðst að fá fjórða skammtinn Einstaklingar sem eru með ákveðna undirliggjandi sjúkdóma eða hafa fengið vissar ónæmisbælandi meðferðir á undanförnum einum til tveimur árum geta sóst eftir því að fá fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19. 3. febrúar 2022 15:26 Um þriðjungur fimm ára barna mætt í bólusetningu Um þriðjungur fimm ára barna á höfuðborgarsvæðinu hefur mætt í bólusetningu, en börnin fædd árið 2016 voru boðuð í byrjun síðustu viku. 25. janúar 2022 10:39 Hafa þurft að hlaupa uppi nokkra bólusetningasvindlara Enn ber á því að einstaklingar skrái sig í bólusetningu í Laugardalshöll en freisti þess að láta sig hverfa áður en þeir fá sprautuna. Í nokkrum tilfellum hafa lögreglu- og slökkviliðsmenn hlaupið viðkomandi uppi. 21. janúar 2022 10:36 Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Sjá meira
Takmörkuðum hópi býðst að fá fjórða skammtinn Einstaklingar sem eru með ákveðna undirliggjandi sjúkdóma eða hafa fengið vissar ónæmisbælandi meðferðir á undanförnum einum til tveimur árum geta sóst eftir því að fá fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19. 3. febrúar 2022 15:26
Um þriðjungur fimm ára barna mætt í bólusetningu Um þriðjungur fimm ára barna á höfuðborgarsvæðinu hefur mætt í bólusetningu, en börnin fædd árið 2016 voru boðuð í byrjun síðustu viku. 25. janúar 2022 10:39
Hafa þurft að hlaupa uppi nokkra bólusetningasvindlara Enn ber á því að einstaklingar skrái sig í bólusetningu í Laugardalshöll en freisti þess að láta sig hverfa áður en þeir fá sprautuna. Í nokkrum tilfellum hafa lögreglu- og slökkviliðsmenn hlaupið viðkomandi uppi. 21. janúar 2022 10:36