Ísmaðurinn með tvo níu pílna leiki sama kvöldið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. febrúar 2022 17:00 Gerwyn Price sýndi magnaða frammistöðu í gærkvöldi. getty/Rob Newell Það er ekki á hverjum degi sem keppandi nær níu pílna leik, hvað þá tvisvar sinnum sama kvöldið. En Gerwyn Price afrekaði það í úrvalsdeildinni í pílukasti í Belfast í gær. Walesverjinn var í miklum ham í gær. Í leikjunum þremur tók hann einu sinni 170 út, fékk tólf sinnum 180 og var með meðaltalið 107,58. Og var með tvo níu pílna leiki, það er að taka út 501 með aðeins níu pílum sem er það minnsta sem hægt er. Í átta liða úrslitunum á þriðja keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar vann Price Michael Smith, 6-3. Ísmaðurinn fylgdi því eftir með því að vinna Michael van Gerwen í undanúrslitunum, 6-5. Þar náði hann níu pílna leik. Hann endurtók leikinn í úrslitunum þar sem hann vann James Wade, 6-4. Fyrir sigurinn fékk Price fimm stig og tíu þúsund pund. Hann er nú aðeins einu stigi á eftir efsta manni úrvalsdeildarinnar, landa sínum Jonny Clayton. ...If you missed it last night... we've got you covered! Revel in the moment Gerwyn Price landed not one, but two nine-darters in Belfast Stunning pic.twitter.com/CotVGbthGC— PDC Darts (@OfficialPDC) February 18, 2022 „Mér fannst ég ekki geta klúðrað. Ég er að spila vel og líður vel. Það skýrist að miklu leyti að ég hef hugsað vel um mig og mætt í ræktina. Ég er næstum því að komast í mitt besta form og gæti verið kominn þangað,“ sagði Price. Þrátt fyrir að árið 2022 sé ekki gamalt hefur Price náð þremur níu pílna leikjum á því. Hann náði einnig níu pílna leik í viðureigninni gegn Smith í átta liða úrslitum HM á nýársdag. Price tapaði þeim leik reyndar, 5-4. Næsta keppniskvöld úrvalsdeildarinnar verður í Exeter 3. mars næstkomandi. Pílukast Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Leik lokið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Í beinni: Fiorentina - Celje | Albert og félagar geta komist í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Leik lokið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Sjá meira
Walesverjinn var í miklum ham í gær. Í leikjunum þremur tók hann einu sinni 170 út, fékk tólf sinnum 180 og var með meðaltalið 107,58. Og var með tvo níu pílna leiki, það er að taka út 501 með aðeins níu pílum sem er það minnsta sem hægt er. Í átta liða úrslitunum á þriðja keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar vann Price Michael Smith, 6-3. Ísmaðurinn fylgdi því eftir með því að vinna Michael van Gerwen í undanúrslitunum, 6-5. Þar náði hann níu pílna leik. Hann endurtók leikinn í úrslitunum þar sem hann vann James Wade, 6-4. Fyrir sigurinn fékk Price fimm stig og tíu þúsund pund. Hann er nú aðeins einu stigi á eftir efsta manni úrvalsdeildarinnar, landa sínum Jonny Clayton. ...If you missed it last night... we've got you covered! Revel in the moment Gerwyn Price landed not one, but two nine-darters in Belfast Stunning pic.twitter.com/CotVGbthGC— PDC Darts (@OfficialPDC) February 18, 2022 „Mér fannst ég ekki geta klúðrað. Ég er að spila vel og líður vel. Það skýrist að miklu leyti að ég hef hugsað vel um mig og mætt í ræktina. Ég er næstum því að komast í mitt besta form og gæti verið kominn þangað,“ sagði Price. Þrátt fyrir að árið 2022 sé ekki gamalt hefur Price náð þremur níu pílna leikjum á því. Hann náði einnig níu pílna leik í viðureigninni gegn Smith í átta liða úrslitum HM á nýársdag. Price tapaði þeim leik reyndar, 5-4. Næsta keppniskvöld úrvalsdeildarinnar verður í Exeter 3. mars næstkomandi.
Pílukast Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Leik lokið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Í beinni: Fiorentina - Celje | Albert og félagar geta komist í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Leik lokið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Sjá meira