Ekkert sé til í því að fyrirtæki maki krókinn með styrkjum Árni Sæberg skrifar 18. febrúar 2022 22:12 Halldór Benjamín, sem er framkvæmdastjóri SA, segir að ef ekki hefði verið brugðist við beiðni samtakanna hefði verið dagaspursmál hvenær starfsemi margra fyrirtækja myndi stöðvast. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ekkert benda til þess að fullyrðing Alþýðusambandsins, um að mörg fyrirtæki hafi makað krókinn á ríkisstyrkjum, eigi við rök að styðjast. Hann fagnar því þó að ASÍ kalli eftir ábyrgð í ríkisfjármálum. Alþýðusambandið telur víst að mörg fyrirtæki hafi makað krókinn á ríkisstyrkjum og krefst þess að rannsókn fari fram á því hvert ríkisfjármunir fóru í faraldrinum. Eðlilegt sé að þau fyrirtæki sem hafi greitt sér út arð þrátt fyrir að hafa þegið ríkisstyrki verði látin endurgreiða þá. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, gefur ekki mikið fyrir þessar fullyrðingar. „Það er ekkert sem bendir til þess að þessar áhyggjur Alþýðusambandsins eigi við rök að styðjast, ég þekki í raun ekkert dæmi þess efnis. Hins vegar hlýt ég að fagna því að Alþýðusambandið ætlar að leggjast á sveif með Samtökum atvinnulífsins og kalla eftir vandaðri ráðstöfun opinbers fjár. Þar eiga þau öflugan bandamann í Samtökum atvinnulífsins,“ sagði Halldór Benjamín í Reykjavík síðdegis í dag. Honum finnst yfirlýsing ASÍ samt sem áður bera merki einhvers konar pólitísks yfirklórs og vera ósmekklega orðuð. Eðlilegt að fyrirtæki greiði út arð þrátt fyrir styrki Halldór Benjamín segir ekkert óeðlilegt við það að fyrirtæki greiði út arð þrátt fyrir að hafa þegið ríkisstyrki vegna heimsfaraldurs Covid-19. Hann segir að sumum styrkjum hafi fylgt skilyrði um arðgreiðslur og þess háttar en ekki öllum. Því þurfi Alþýðusambandið, sem og SA, að lúta vilja löggjafans og geti ekki krafist þess að fyrirtæki sem greiða arð endurgreiði styrki. Bæði sérfræðingar ASÍ og SA hafi komið fyrir þingnefndir og komið sínum sjónarmiðum á framfæri við lagasetninguna. „Því miður virðist í þessu dæmi að Alþýðusambandið sé að fetta fingur út í það að ekki hafi verið hlustað tillögur þeirra í öllum efnum,“ segir hann. Heyra má viðtal við Halldór Benjamín í Reykjavík síðdegis hér að neðan: Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stéttarfélög Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjá meira
Alþýðusambandið telur víst að mörg fyrirtæki hafi makað krókinn á ríkisstyrkjum og krefst þess að rannsókn fari fram á því hvert ríkisfjármunir fóru í faraldrinum. Eðlilegt sé að þau fyrirtæki sem hafi greitt sér út arð þrátt fyrir að hafa þegið ríkisstyrki verði látin endurgreiða þá. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, gefur ekki mikið fyrir þessar fullyrðingar. „Það er ekkert sem bendir til þess að þessar áhyggjur Alþýðusambandsins eigi við rök að styðjast, ég þekki í raun ekkert dæmi þess efnis. Hins vegar hlýt ég að fagna því að Alþýðusambandið ætlar að leggjast á sveif með Samtökum atvinnulífsins og kalla eftir vandaðri ráðstöfun opinbers fjár. Þar eiga þau öflugan bandamann í Samtökum atvinnulífsins,“ sagði Halldór Benjamín í Reykjavík síðdegis í dag. Honum finnst yfirlýsing ASÍ samt sem áður bera merki einhvers konar pólitísks yfirklórs og vera ósmekklega orðuð. Eðlilegt að fyrirtæki greiði út arð þrátt fyrir styrki Halldór Benjamín segir ekkert óeðlilegt við það að fyrirtæki greiði út arð þrátt fyrir að hafa þegið ríkisstyrki vegna heimsfaraldurs Covid-19. Hann segir að sumum styrkjum hafi fylgt skilyrði um arðgreiðslur og þess háttar en ekki öllum. Því þurfi Alþýðusambandið, sem og SA, að lúta vilja löggjafans og geti ekki krafist þess að fyrirtæki sem greiða arð endurgreiði styrki. Bæði sérfræðingar ASÍ og SA hafi komið fyrir þingnefndir og komið sínum sjónarmiðum á framfæri við lagasetninguna. „Því miður virðist í þessu dæmi að Alþýðusambandið sé að fetta fingur út í það að ekki hafi verið hlustað tillögur þeirra í öllum efnum,“ segir hann. Heyra má viðtal við Halldór Benjamín í Reykjavík síðdegis hér að neðan:
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stéttarfélög Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjá meira