Framhaldsskólaleikarnir: Heimsóknir í Verzló og MÁ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. febrúar 2022 18:01 Framhaldsskólaleikarnir fara fram þessa dagana. Meta Productions Verzló og MÁ áttust við í fyrstu viðureign átta liða úrslita Framhaldsskólaleika Rafíþróttasamtaka Íslands síðastliðinn fimmtudag þar sem MÁ tryggði sér sæti í undanúrslitum. Skólarnir hófu leik í FIFA þar sem MÁ sigraði fyrri leikinn 4-1. Liðsmenn Verzló gáfust þó ekki upp og unnu 5-0 stórsigur í seinni leiknum. Verzlingar sigruðu því samanlagt 6-5 og voru komnir með forystu í einvíginu. Næst var komið að CS:GO, en þar voru yfirburðir MÁ miklir. Liðsmenn MÁ unnu að lokum afar öruggan 16-3 sigur í kortinu Inferno og því allt orðið jafnt á ný í einvíginu. Það var því allt undir þegar liðin mættust í Rocket League. Þar voru það liðsmenn MÁ sem reyndust sterkari og unnu 2-0 sigur í leik þar sem sigurmarkið kom í framlengingu. MÁ er því á leið í undanúrslit þar sem að andstæðingur þeirra verður annað hvort Tækniskólinn eða ME. Á meðan útsendingu stóð voru sýnd innslög þar sem hún Eva Margrét kíkti í heimsókn í skólana og ræddi við keppendur um hin ýmsu mál sem tengjast skólunum þeirra, en heimsóknirnar má sjá í spilurunum hér fyrir neðan. Klippa: FRÍS: Heimsókn í Verzló Klippa: FRÍS: Heimsókn í MÁ Rafíþróttir Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Banna vinsæla aðferð til æfinga Sport Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt Körfubolti „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ Körfubolti „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Körfubolti Elías fór meiddur af velli á móti Porto Fótbolti Yngsti heimsmeistari sögunnar í skák Sport „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Körfubolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn
Skólarnir hófu leik í FIFA þar sem MÁ sigraði fyrri leikinn 4-1. Liðsmenn Verzló gáfust þó ekki upp og unnu 5-0 stórsigur í seinni leiknum. Verzlingar sigruðu því samanlagt 6-5 og voru komnir með forystu í einvíginu. Næst var komið að CS:GO, en þar voru yfirburðir MÁ miklir. Liðsmenn MÁ unnu að lokum afar öruggan 16-3 sigur í kortinu Inferno og því allt orðið jafnt á ný í einvíginu. Það var því allt undir þegar liðin mættust í Rocket League. Þar voru það liðsmenn MÁ sem reyndust sterkari og unnu 2-0 sigur í leik þar sem sigurmarkið kom í framlengingu. MÁ er því á leið í undanúrslit þar sem að andstæðingur þeirra verður annað hvort Tækniskólinn eða ME. Á meðan útsendingu stóð voru sýnd innslög þar sem hún Eva Margrét kíkti í heimsókn í skólana og ræddi við keppendur um hin ýmsu mál sem tengjast skólunum þeirra, en heimsóknirnar má sjá í spilurunum hér fyrir neðan. Klippa: FRÍS: Heimsókn í Verzló Klippa: FRÍS: Heimsókn í MÁ
Rafíþróttir Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Banna vinsæla aðferð til æfinga Sport Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt Körfubolti „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ Körfubolti „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Körfubolti Elías fór meiddur af velli á móti Porto Fótbolti Yngsti heimsmeistari sögunnar í skák Sport „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Körfubolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn