Fáránlegt að HSS hafi nýtt sér læknaleigu sem yfirlæknirinn rak sjálfur Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. febrúar 2022 18:55 Friðjón er formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ. Hann segir málefni HSS alfarið á ábyrgð heilbrigðisráðherra. vísir/sigurjón Formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ segir galið fyrirkomulag að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hafi nýtt sér læknaleigu sem yfirlæknir stofnunarinnar rak sjálfur. Hann vill heildarendurskoðun á stjórnun stofnunarinnar. Undanfarið höfum við fjallað um óánægju ýmissa íbúa með þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Um það bil sjötti hver íbúi Suðurnesja sækir sér heilbrigðisþjónustu í Reykjavík og kvarta þeir margir yfir lélegri þjónustu, litlum áhuga lækna og of tíðum ranggreiningum á alvarlegum kvillum. Formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ vill kenna stjórnunarvanda á spítalanum um lélega þjónustu sem margir upplifa. „Númer tvö er það að læknarnir hérna hafa verið hluti af starfsmannaleigu sem gerir það að róteringar á læknum er gríðarleg. Fáir staldra við. Þannig við erum alltaf að hitta nýjan lækni í hvert skipti sem maður kemur hingað. Og þetta veldur bara miklum leiðindum og samfélagið hérna þarf að gjalda dálítið fyrir þetta að hafa ekki sinn eigin lækni,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðsins. Undirmönnun hefur lengi verið vandamál á HSS og þeir íbúar sem fréttastofa hefur rætt við í vikunni kvarta allir yfir mikilli starfsmannaveltu. „Ef eini valkosturinn að fá lækni er að fara í gegn um starfsmannaleigu yfirlæknisins hérna á HSS þá er það náttúrulega mjög döpur staða,“ segir Friðjón. HSS segir neikvæða umfjöllun rót vandans Ekki hefur náðst í Markús Ingólf Eiríksson, forstjóra HSS, eða neinn í framkvæmdastjórninni. Hún sendi þó frá sér yfirlýsingu á Facebook í gær sem má lesa hér að neðan. Í yfirlýsingunni er ekki farið yfir nein þau atriði sem ósáttir íbúar hafa kvartað yfir við okkur. Þar segir hins vegar að „stofnunin hafi lengi starfað í eitruðu umhverfi ómálefnalegrar umræðu“ og að það sé ein helsta orsök mönnunarvandans. „Í stað þess að vinna með stofnuninni hafa sumir valið að fara þá leið að gagnrýna starfsfólk hennar ómálefnalega og vinna þannig gagngert gegn uppbyggingu,“ segir í yfirlýsingunni. Bæjarstjórinn fengi ekki að reka starfsmannaleigu Eftir því sem fréttastofa kemst næst er umrædd starfsmannaleiga yfirlæknisins ekki lengur starfandi sem slík en samt sem áður er enn mikið um að læknar sem starfi á HSS fari sem verktakar út á land. Friðjóni finnst þó galið að hitt fyrirkomulagið hafi verið látið viðgangast. „Mér finnst þetta fáránlegt. Ég get ekki séð í anda að ef bæjarstjórinn hjá Reykjanesbæ væri með starfsmannaleigu og væri að skipta út fólki alla daga. Hann myndi ekki verða bæjarstjóri lengi þá. Það er alveg ljóst,“ segir Friðjón. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Reykjanesbær Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Hætt að leita til HSS eftir það sem kom fyrir son hennar Móðir, sem segir son sinn hafa verið sendan heim frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með alvarlega blæðingu eftir hálskirtlatöku, er hætt að sækja heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Lífi drengsins var bjargað degi síðar með aðgerð eftir að hann fór að æla blóði. Við vörum við myndum sem fylgja fréttinni. 15. febrúar 2022 19:35 Segja HSS hafa starfað í „eitruðu umhverfi ómálefnalegrar umræðu“ í áratugi Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, HSS, segir að starfsumhverfi stofnunarinnar markist af eitruðu umhverfi ómálefnanlegrar umræðu til áratuga. Stofnunin hefur verið harðlega gagrýnd af íbúum svæðisins fyrir lélega þjónustu. 19. febrúar 2022 10:23 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Undanfarið höfum við fjallað um óánægju ýmissa íbúa með þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Um það bil sjötti hver íbúi Suðurnesja sækir sér heilbrigðisþjónustu í Reykjavík og kvarta þeir margir yfir lélegri þjónustu, litlum áhuga lækna og of tíðum ranggreiningum á alvarlegum kvillum. Formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ vill kenna stjórnunarvanda á spítalanum um lélega þjónustu sem margir upplifa. „Númer tvö er það að læknarnir hérna hafa verið hluti af starfsmannaleigu sem gerir það að róteringar á læknum er gríðarleg. Fáir staldra við. Þannig við erum alltaf að hitta nýjan lækni í hvert skipti sem maður kemur hingað. Og þetta veldur bara miklum leiðindum og samfélagið hérna þarf að gjalda dálítið fyrir þetta að hafa ekki sinn eigin lækni,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðsins. Undirmönnun hefur lengi verið vandamál á HSS og þeir íbúar sem fréttastofa hefur rætt við í vikunni kvarta allir yfir mikilli starfsmannaveltu. „Ef eini valkosturinn að fá lækni er að fara í gegn um starfsmannaleigu yfirlæknisins hérna á HSS þá er það náttúrulega mjög döpur staða,“ segir Friðjón. HSS segir neikvæða umfjöllun rót vandans Ekki hefur náðst í Markús Ingólf Eiríksson, forstjóra HSS, eða neinn í framkvæmdastjórninni. Hún sendi þó frá sér yfirlýsingu á Facebook í gær sem má lesa hér að neðan. Í yfirlýsingunni er ekki farið yfir nein þau atriði sem ósáttir íbúar hafa kvartað yfir við okkur. Þar segir hins vegar að „stofnunin hafi lengi starfað í eitruðu umhverfi ómálefnalegrar umræðu“ og að það sé ein helsta orsök mönnunarvandans. „Í stað þess að vinna með stofnuninni hafa sumir valið að fara þá leið að gagnrýna starfsfólk hennar ómálefnalega og vinna þannig gagngert gegn uppbyggingu,“ segir í yfirlýsingunni. Bæjarstjórinn fengi ekki að reka starfsmannaleigu Eftir því sem fréttastofa kemst næst er umrædd starfsmannaleiga yfirlæknisins ekki lengur starfandi sem slík en samt sem áður er enn mikið um að læknar sem starfi á HSS fari sem verktakar út á land. Friðjóni finnst þó galið að hitt fyrirkomulagið hafi verið látið viðgangast. „Mér finnst þetta fáránlegt. Ég get ekki séð í anda að ef bæjarstjórinn hjá Reykjanesbæ væri með starfsmannaleigu og væri að skipta út fólki alla daga. Hann myndi ekki verða bæjarstjóri lengi þá. Það er alveg ljóst,“ segir Friðjón.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Reykjanesbær Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Hætt að leita til HSS eftir það sem kom fyrir son hennar Móðir, sem segir son sinn hafa verið sendan heim frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með alvarlega blæðingu eftir hálskirtlatöku, er hætt að sækja heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Lífi drengsins var bjargað degi síðar með aðgerð eftir að hann fór að æla blóði. Við vörum við myndum sem fylgja fréttinni. 15. febrúar 2022 19:35 Segja HSS hafa starfað í „eitruðu umhverfi ómálefnalegrar umræðu“ í áratugi Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, HSS, segir að starfsumhverfi stofnunarinnar markist af eitruðu umhverfi ómálefnanlegrar umræðu til áratuga. Stofnunin hefur verið harðlega gagrýnd af íbúum svæðisins fyrir lélega þjónustu. 19. febrúar 2022 10:23 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Hætt að leita til HSS eftir það sem kom fyrir son hennar Móðir, sem segir son sinn hafa verið sendan heim frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með alvarlega blæðingu eftir hálskirtlatöku, er hætt að sækja heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Lífi drengsins var bjargað degi síðar með aðgerð eftir að hann fór að æla blóði. Við vörum við myndum sem fylgja fréttinni. 15. febrúar 2022 19:35
Segja HSS hafa starfað í „eitruðu umhverfi ómálefnalegrar umræðu“ í áratugi Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, HSS, segir að starfsumhverfi stofnunarinnar markist af eitruðu umhverfi ómálefnanlegrar umræðu til áratuga. Stofnunin hefur verið harðlega gagrýnd af íbúum svæðisins fyrir lélega þjónustu. 19. febrúar 2022 10:23