Typpi skíðagarps fraus í annað sinn á einu ári: „Einn versti sársauki sem ég hef fundið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. febrúar 2022 17:02 Remi Lindholm var líklega feginn þegar hann kom í mark í 30 km skíagöngu karla með frjálsri aðferð í gær. Tom Weller/VOIGT/DeFodi Images via Getty Images Þrátt fyrir að 50 km skíðaganga karla hafi verið stytt um 20 km á seinustu stundu í gær til að vernda keppendur frá veðri og vindum kom það ekki í veg fyrir að finnski skíðagarpurinn Remi Lindholm þurfti að afþýða sérstaklega viðkvæman líkamspart að keppni lokinni. Lindholm kom í mark í 28. sæti á tímanum 1:15:55.6, fimm sætum á eftir íslenska gönguskíðagarpnum Snorra Einarssyni sem náði besta árangri Íslendings í skíðagöngu á Ólympíuleikum. Eins og áður segir var ákveðið að stytta keppnina umtalsvert þar sem að nístandi kuldi og mikill vindur hafði áhrif á keppendur. Veðrið fór greinilega ekki vel í alla, eins og Remi Lindholm getur sjálfur vitnað til um. Þetta er í annað sinn á innan við einu ári sem Lindholm lendir í því að þurfa að afþýða typpið á sér eftir keppni, en hann lenti í svipuðu atviki í Ruka í Finnlandi á seinasta ári. „Þið getið giskað á hvaða líkamspartur var aðeins frosinn þegar ég kom í mark,“ sagði Lindholm eftir keppnina. „Þetta var ein versta keppni sem ég hef tekið þátt í. Þetta snérist bara um að berjast í gegnum sársaukann.“ Lindholm segir að hann hafi notað hitapoka til að afþýða svæðið að keppni lokinni. „Þegar líkamsparturinn fór að hitna eftir keppnina þá var það einn versti sársauki sem ég hef fundið,“ bætti kappinn við að lokum. ⚠️ This information may offend the sensibilities of some people.🧊 Finnish skier's penis froze in the middle of the competition: "Pretty unbearable pain"@RemiLindholm put a heat bag on his penis after the race.🔗 https://t.co/2q5AdQvShT pic.twitter.com/y19MnzWYTD— XC Skiing Warriors (@XCSwarriors) February 19, 2022 Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Finnland Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Lindholm kom í mark í 28. sæti á tímanum 1:15:55.6, fimm sætum á eftir íslenska gönguskíðagarpnum Snorra Einarssyni sem náði besta árangri Íslendings í skíðagöngu á Ólympíuleikum. Eins og áður segir var ákveðið að stytta keppnina umtalsvert þar sem að nístandi kuldi og mikill vindur hafði áhrif á keppendur. Veðrið fór greinilega ekki vel í alla, eins og Remi Lindholm getur sjálfur vitnað til um. Þetta er í annað sinn á innan við einu ári sem Lindholm lendir í því að þurfa að afþýða typpið á sér eftir keppni, en hann lenti í svipuðu atviki í Ruka í Finnlandi á seinasta ári. „Þið getið giskað á hvaða líkamspartur var aðeins frosinn þegar ég kom í mark,“ sagði Lindholm eftir keppnina. „Þetta var ein versta keppni sem ég hef tekið þátt í. Þetta snérist bara um að berjast í gegnum sársaukann.“ Lindholm segir að hann hafi notað hitapoka til að afþýða svæðið að keppni lokinni. „Þegar líkamsparturinn fór að hitna eftir keppnina þá var það einn versti sársauki sem ég hef fundið,“ bætti kappinn við að lokum. ⚠️ This information may offend the sensibilities of some people.🧊 Finnish skier's penis froze in the middle of the competition: "Pretty unbearable pain"@RemiLindholm put a heat bag on his penis after the race.🔗 https://t.co/2q5AdQvShT pic.twitter.com/y19MnzWYTD— XC Skiing Warriors (@XCSwarriors) February 19, 2022
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Finnland Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira