Íbúar himinlifandi með að búið sé að bjarga húsunum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. febrúar 2022 11:36 Hjónin Magnús Reyr og Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir eru ánægð með nýjustu vendingar í málinu og líður nú öruggum með húsnæði sitt. vísir/egill Íbúar við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði fagna því að bærinn hafi fallið frá því að veita heimild til að fjarlægja 19 hús við vesturhlið vegarins til að rýmka til fyrir borgarlínu. Formaður skipulags- og byggingarráðs segir málið hafa verið byggt á misskilningi; aldrei hafi staðið til að fjarlægja húsin, sem verði nú færð inn á verndarsvæði svo íbúum líði enn öruggari. „Þetta er auðvitað bara mikið fagnaðarefni og það sem við vildum. Allir í húsunum hérna í götunni eru búnir að vera læstir inni með sínar eignir. Það hefur enginn viljað fara í endurbætur eða framkvæmdir á húsunum af ótta við að þau yrðu svo bara færð í burtu eða rifin,“ segir Magnús Reyr Agnarsson, einn íbúa við veginn. Heimildin olli misskilningi Fjallað var um það í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sínum tíma hve ósáttir íbúar væru við bæinn í málinu en á nýju deiliskipulagi sem er í umsóknarferli var upprunalega veitt heimild til að fjarlægja þessi 19 hús við vesturhlið Reykjavíkurvegar til að rýmka til fyrir borgarlínu, sem á að liggja um veginn. Nú hefur þessi heimild hins vegar verið tekin út úr deiliskipulaginu. „Þetta var farið að valda ákveðnum misskilningi þannig við tókum þessa heimild út úr skipulaginu,“ segir Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar í samtali við Vísi. Hann segir að aldrei hafi staðið til að fjarlægja húsin. „Það er alveg vitað að það gerist ekkert nema íbúarnir séu með í því. Það komu athugasemdir frá þeim um þetta atriði, þær voru teknar fyrir í bæjarstjórn og samþykkt að taka þetta út. Það hefur núna verið tekið tillit til langflestra athugasemdanna við þetta skipulag,“ segir Ólafur Ingi. Ólafur Ingi segir að ráðið hafi einnig ákveðið að stækka verndarsvæðið í Vesturbænum.vísir/egill Verða vernduð fyrir framtíðar bæjarstjórnum Þá stendur einnig til að stækka fyrirhugað verndarsvæði í hverfinu, sem kallast gamli Vesturbærinn, þannig að umrædd hús verði innan þess. Íbúarnir höfðu einmitt gagnrýnt það að húsin sem stæðu næst Reykjavíkurvegi næðu ekki inn á nefndarsviðið. Ólafur Ingi segir að allir í skipulags- og byggingarráði séu sammála um að stækka verndarsvæðið svo það nái yfir húsin, en það hefur ekki verið samþykkt enn. „Við erum sammála um það í nefndinni, já, og það verður samþykkt bráðlega,“ segir hann. Vesturbær Hafnarfjarðar er hér hvítlitaður og verndarsvæðið innan hans litað daufblátt.Hafnarfjarðarbær Á myndinni hér að ofan má sjá Vesturbæ Hafnarfjarðar. Verndarsvæðið eins og það var teiknað upp fyrst er daufblátt á myndinni. Rauða línan sýnir hvar verndarsvæðið átti að taka enda í austurátt en bláa línan sýnir Reykjavíkurveginn. Þau hús sem lentu þarna á milli línanna átti því að vera hægt að fjarlægja í framtíðinni. Samkvæmt Ólafi Inga verður verndarlínan færð alveg upp að Reykjavíkurvegi svo húsin falli undir svæðið. Því fagnar íbúinn Magnús Reyr. „Það er mikilvægt að húsin séu á þessu verndarsvæði svo þau væru þá ekki að bjóða framtíðarbæjarstjórnum upp á það að þær gætu farið inn og tekið þessi hús. Það er ekki hægt þegar þau eru komin inn á verndarsvæðið,“ segir hann. Verndarsvæðið verður líklega að raunveruleika á fyrri hluta þessa árs en það er ekki á valdi Hafnarfjarðarbæjar eins að koma því á heldur þurfa nú ráðuneyti og Skipulagsstofnun að samþykkja það. Samgöngur Hafnarfjörður Skipulag Tengdar fréttir Vilja ekki frétta það á Facebook hvort húsið þeirra verði fjarlægt Margir íbúar við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði óttast nú að hús þeirra verði rifin eða færð svo hægt sé að rýmka til fyrir borgarlínu. Þeir saka bæinn um algert samráðs- og tillitsleysi í málinu. 30. nóvember 2021 20:30 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
„Þetta er auðvitað bara mikið fagnaðarefni og það sem við vildum. Allir í húsunum hérna í götunni eru búnir að vera læstir inni með sínar eignir. Það hefur enginn viljað fara í endurbætur eða framkvæmdir á húsunum af ótta við að þau yrðu svo bara færð í burtu eða rifin,“ segir Magnús Reyr Agnarsson, einn íbúa við veginn. Heimildin olli misskilningi Fjallað var um það í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sínum tíma hve ósáttir íbúar væru við bæinn í málinu en á nýju deiliskipulagi sem er í umsóknarferli var upprunalega veitt heimild til að fjarlægja þessi 19 hús við vesturhlið Reykjavíkurvegar til að rýmka til fyrir borgarlínu, sem á að liggja um veginn. Nú hefur þessi heimild hins vegar verið tekin út úr deiliskipulaginu. „Þetta var farið að valda ákveðnum misskilningi þannig við tókum þessa heimild út úr skipulaginu,“ segir Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar í samtali við Vísi. Hann segir að aldrei hafi staðið til að fjarlægja húsin. „Það er alveg vitað að það gerist ekkert nema íbúarnir séu með í því. Það komu athugasemdir frá þeim um þetta atriði, þær voru teknar fyrir í bæjarstjórn og samþykkt að taka þetta út. Það hefur núna verið tekið tillit til langflestra athugasemdanna við þetta skipulag,“ segir Ólafur Ingi. Ólafur Ingi segir að ráðið hafi einnig ákveðið að stækka verndarsvæðið í Vesturbænum.vísir/egill Verða vernduð fyrir framtíðar bæjarstjórnum Þá stendur einnig til að stækka fyrirhugað verndarsvæði í hverfinu, sem kallast gamli Vesturbærinn, þannig að umrædd hús verði innan þess. Íbúarnir höfðu einmitt gagnrýnt það að húsin sem stæðu næst Reykjavíkurvegi næðu ekki inn á nefndarsviðið. Ólafur Ingi segir að allir í skipulags- og byggingarráði séu sammála um að stækka verndarsvæðið svo það nái yfir húsin, en það hefur ekki verið samþykkt enn. „Við erum sammála um það í nefndinni, já, og það verður samþykkt bráðlega,“ segir hann. Vesturbær Hafnarfjarðar er hér hvítlitaður og verndarsvæðið innan hans litað daufblátt.Hafnarfjarðarbær Á myndinni hér að ofan má sjá Vesturbæ Hafnarfjarðar. Verndarsvæðið eins og það var teiknað upp fyrst er daufblátt á myndinni. Rauða línan sýnir hvar verndarsvæðið átti að taka enda í austurátt en bláa línan sýnir Reykjavíkurveginn. Þau hús sem lentu þarna á milli línanna átti því að vera hægt að fjarlægja í framtíðinni. Samkvæmt Ólafi Inga verður verndarlínan færð alveg upp að Reykjavíkurvegi svo húsin falli undir svæðið. Því fagnar íbúinn Magnús Reyr. „Það er mikilvægt að húsin séu á þessu verndarsvæði svo þau væru þá ekki að bjóða framtíðarbæjarstjórnum upp á það að þær gætu farið inn og tekið þessi hús. Það er ekki hægt þegar þau eru komin inn á verndarsvæðið,“ segir hann. Verndarsvæðið verður líklega að raunveruleika á fyrri hluta þessa árs en það er ekki á valdi Hafnarfjarðarbæjar eins að koma því á heldur þurfa nú ráðuneyti og Skipulagsstofnun að samþykkja það.
Samgöngur Hafnarfjörður Skipulag Tengdar fréttir Vilja ekki frétta það á Facebook hvort húsið þeirra verði fjarlægt Margir íbúar við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði óttast nú að hús þeirra verði rifin eða færð svo hægt sé að rýmka til fyrir borgarlínu. Þeir saka bæinn um algert samráðs- og tillitsleysi í málinu. 30. nóvember 2021 20:30 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Vilja ekki frétta það á Facebook hvort húsið þeirra verði fjarlægt Margir íbúar við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði óttast nú að hús þeirra verði rifin eða færð svo hægt sé að rýmka til fyrir borgarlínu. Þeir saka bæinn um algert samráðs- og tillitsleysi í málinu. 30. nóvember 2021 20:30