Lygilega flókin svikamylla féll saman þegar starfsmaður leitaði að heimilisfangi fyrirtækisins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. febrúar 2022 14:43 Fyrirtækið sagðist vera staðsett í London Getty Svo virðist sem að fjöldi starfsmanna bresks hönnunarfyrirtækis sitji uppi með sárt ennið. Útlit er fyrir að tilvist fyrirtækisins hafi verið ein risastór og flókin svikamylla, runnin undan rifjum manns að nafni Ali Ayad. Hann virðist hafa gengið mjög langt í að viðhalda ásýnd fyrirtækins. Breska ríkisútvarpið hefur birt viðamikla umfjöllun um fyrirtækið, sem ber nafnið Madbird. Umfjöllunin er afrakstur mikillar rannsóknarvinnu blaðamanna BBC þar sem rætt er við fjölda fyrrverandi starfsmanna fyrirtækisins, og Ayad sjálfan. Í umfjöllun BBC kemur fram að Madbird hafi ráðið yfir fimmtíu starfsmenn árið 2020 og 2021. Flestir þeirra voru fegnir því að fá vinnu, enda Covid-19 faraldurinn í hámarki með tilheyrandi samkomutakmörkunum og efnahagsþrengingum. Hefði líklega ekki geta átt sér stað án Covid-19 Covid-19 virðist hafa verið lykillinn að svikamyllu Ayad, því að starfsmennirnir unnu allir heima hjá sér vegna Covid-19. Annað hefði ekki verið hægt því að Madbird var í raun ekki með eiginlega skrifstofu, þrátt fyrir að Ayad hafi sagt starfsmönnum frá því að skrifstofuhúsnæði fyrirtækisins væri hið glæsilegasta. Raunar virðist tilviljun hafa ráðið því að svikamyllan komst upp. Það var ekki fyrr en starfsmaður að nafni Gemma Brett varð forvitin um það hvaða leið hún ætti að fara í vinnunna þegar sá tími kæmi að starfsmenn þyrftu ekki lengur að vinna heima vegna Covid-19. Uppgötvaði hún að fyrirtækið væri skráð til húsa í íbúðahverfi í London. Efasemdir vöknuðu og í samvinnu við annan starfsmann, Antoniu Stuart, uppgötvuðu þær smám saman að tilvist fyrirtækisins væri byggð á nánast engu. Komust þær að því að nær öll vinna sem Ayad hafði sagt að væri verk Madbird hafi verið stolin af öðrum, og að sumir samstarfsfélagar þeirra sem þær höfðu átt í netsamskiptum við væru í raun ekki til. Notuðu mynd af tékkneskum býflugnabónda Þannig var Dave Stanfield, maðurinn sem Ayad sagði að væri framkvæmdastjóri fyrirtæksins, ekki raunverulega til. Mynd sem starfsmenn höfðu séð af honum var raunverulega af manni að nafni Michal Kalis, tékkneskum býflugnabónda, sem tengist fyrirtækinu ekki að neinu leyti. Minnst sex af þeim yfirmönnum fyrirtækisins sem höfðu rætt við starfsmennina voru í raun ekki til samkvæmt umfjöllun BBC. Þeir sem voru ráðnir höfði skrifað undir samning um að þeir myndu einungis fá greidd sölulaun fyrstu sex mánuðina, sem yrðu greidd þegar skrifað var undir samninga sem þeir hefðu aflað. Eftir sex mánuði myndu þau fá greidd grunnlaun. Enginn samningur var hins vegar undirritaður. Enginn starfsmaður fékk greidd laun. Ekki liggur fyrir hvað hafi vakað fyrir Ayad Ekki liggur ljóst fyrir hvað hafi vakað fyrir Ayad þegar hann stofnaði fyrirtækið eða réði til sín starfsmenn. Skömmu eftir að starfsmennirnir komust að hinu sanna um fyrirtækið lét hann sig hverfa og hætti að svara símtölum eða tölvupóstum. Í umfjöllun BBC segir að tilgáturnar séu tvær. Þetta hafi verið alvöru tilraun til að stofna fyrirtæki sem hafi gengið of langt, eða að Ayad hafi fengið eitthvað út úr því að þykjast vera yfirmaður. Blaðamenn BBC náðu reyndar tali af Ayad í London eftir að hann hafði ítrekað lofað þeim viðtali vegna málsins. Myndband af því má sjá hér að neðan en fátt var um svör hjá Ayad þegar blaðamenn spurðu hann spurninga um málið. Bretland Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Breska ríkisútvarpið hefur birt viðamikla umfjöllun um fyrirtækið, sem ber nafnið Madbird. Umfjöllunin er afrakstur mikillar rannsóknarvinnu blaðamanna BBC þar sem rætt er við fjölda fyrrverandi starfsmanna fyrirtækisins, og Ayad sjálfan. Í umfjöllun BBC kemur fram að Madbird hafi ráðið yfir fimmtíu starfsmenn árið 2020 og 2021. Flestir þeirra voru fegnir því að fá vinnu, enda Covid-19 faraldurinn í hámarki með tilheyrandi samkomutakmörkunum og efnahagsþrengingum. Hefði líklega ekki geta átt sér stað án Covid-19 Covid-19 virðist hafa verið lykillinn að svikamyllu Ayad, því að starfsmennirnir unnu allir heima hjá sér vegna Covid-19. Annað hefði ekki verið hægt því að Madbird var í raun ekki með eiginlega skrifstofu, þrátt fyrir að Ayad hafi sagt starfsmönnum frá því að skrifstofuhúsnæði fyrirtækisins væri hið glæsilegasta. Raunar virðist tilviljun hafa ráðið því að svikamyllan komst upp. Það var ekki fyrr en starfsmaður að nafni Gemma Brett varð forvitin um það hvaða leið hún ætti að fara í vinnunna þegar sá tími kæmi að starfsmenn þyrftu ekki lengur að vinna heima vegna Covid-19. Uppgötvaði hún að fyrirtækið væri skráð til húsa í íbúðahverfi í London. Efasemdir vöknuðu og í samvinnu við annan starfsmann, Antoniu Stuart, uppgötvuðu þær smám saman að tilvist fyrirtækisins væri byggð á nánast engu. Komust þær að því að nær öll vinna sem Ayad hafði sagt að væri verk Madbird hafi verið stolin af öðrum, og að sumir samstarfsfélagar þeirra sem þær höfðu átt í netsamskiptum við væru í raun ekki til. Notuðu mynd af tékkneskum býflugnabónda Þannig var Dave Stanfield, maðurinn sem Ayad sagði að væri framkvæmdastjóri fyrirtæksins, ekki raunverulega til. Mynd sem starfsmenn höfðu séð af honum var raunverulega af manni að nafni Michal Kalis, tékkneskum býflugnabónda, sem tengist fyrirtækinu ekki að neinu leyti. Minnst sex af þeim yfirmönnum fyrirtækisins sem höfðu rætt við starfsmennina voru í raun ekki til samkvæmt umfjöllun BBC. Þeir sem voru ráðnir höfði skrifað undir samning um að þeir myndu einungis fá greidd sölulaun fyrstu sex mánuðina, sem yrðu greidd þegar skrifað var undir samninga sem þeir hefðu aflað. Eftir sex mánuði myndu þau fá greidd grunnlaun. Enginn samningur var hins vegar undirritaður. Enginn starfsmaður fékk greidd laun. Ekki liggur fyrir hvað hafi vakað fyrir Ayad Ekki liggur ljóst fyrir hvað hafi vakað fyrir Ayad þegar hann stofnaði fyrirtækið eða réði til sín starfsmenn. Skömmu eftir að starfsmennirnir komust að hinu sanna um fyrirtækið lét hann sig hverfa og hætti að svara símtölum eða tölvupóstum. Í umfjöllun BBC segir að tilgáturnar séu tvær. Þetta hafi verið alvöru tilraun til að stofna fyrirtæki sem hafi gengið of langt, eða að Ayad hafi fengið eitthvað út úr því að þykjast vera yfirmaður. Blaðamenn BBC náðu reyndar tali af Ayad í London eftir að hann hafði ítrekað lofað þeim viðtali vegna málsins. Myndband af því má sjá hér að neðan en fátt var um svör hjá Ayad þegar blaðamenn spurðu hann spurninga um málið.
Bretland Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira