Þingkona í Borgarbyggð í baráttu við storminn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2022 21:24 Lilja rennur á ísilagðri götunni í Borgarbyggð. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins er ein þeirra sem hefur fengið að kynnast storminum sem nú gengur yfir landið frá fyrstu hendi. Hún rétt brá sér út til að gæta að ruslatunnum við heimili sitt í Borgarbyggð og fékk salíbunu í boði hvassviðrisins. „Vissuð þið að það er rok úti?“ skrifar Lilja Rannveig á Facebook-síðu sína í kvöld. Með færslunni birtir hún myndband sem hefur vakið verðskuldaða athygli. Vinir og kunningjar Lilju hafa eðlilega áhyggjur af myndbandinu þar sem hún sést renna stjórnlaust eftir klakkaborinni götunni. „Ég stökk út til að athuga hvort að ruslaföturnar væru ekki öruggar. Óli náði þessu myndbandi af mér á bakaleiðinni,“ segir Lilja Rannveig í svörum við fyrirspurnum sem rignir yfir þingkonuna. Hún slapp með skrekkinn en segist ætla að halda sig inni núna eftir að hafa tekið eftir því að bílarnir fóru að færast til í hálkunni. Reyndar virðist Ólafur Daði Birgisson, eiginmaður Lilju Rannveigar, ekki hafa náð dramatískasta hluta útiveru konu sinnar á myndband. Sem betur fer að hennar sögn. Hún útskýrir hvernig hún kom sér aftur inn. „Gat nokkurn veginn gengið á snjónum þar til ég var komin fyrir framan íbúðarhúsið. Þar var smá skjól þannig að ég gat komið mér að húsinu. Mjög þakklát fyrir það að Óli hafi ekki náð myndbandi af þeim hluta.“ Því er slegið upp í gríni að eiginmaðurinn Ólafur Daði hafi gripið til símans en ekki reynt að hjálpa sinni heittelskuðu. Ekki stendur á svörum við því gríni. „Ég var að sjálfsögðu inni að hugsa um börnin,“ segir Ólafur Daði á léttum nótum. Fréttastofa hvetur landsmenn til að senda myndir eða myndbönd sem tengjast óveðrinu á [email protected]. Farið þó að öllu með gát í óveðrinu sem gengur yfir. Borgarbyggð Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Veðurvaktin: Enn ein lægðin skellur með hvelli á landinu Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu. 21. febrúar 2022 14:34 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
„Vissuð þið að það er rok úti?“ skrifar Lilja Rannveig á Facebook-síðu sína í kvöld. Með færslunni birtir hún myndband sem hefur vakið verðskuldaða athygli. Vinir og kunningjar Lilju hafa eðlilega áhyggjur af myndbandinu þar sem hún sést renna stjórnlaust eftir klakkaborinni götunni. „Ég stökk út til að athuga hvort að ruslaföturnar væru ekki öruggar. Óli náði þessu myndbandi af mér á bakaleiðinni,“ segir Lilja Rannveig í svörum við fyrirspurnum sem rignir yfir þingkonuna. Hún slapp með skrekkinn en segist ætla að halda sig inni núna eftir að hafa tekið eftir því að bílarnir fóru að færast til í hálkunni. Reyndar virðist Ólafur Daði Birgisson, eiginmaður Lilju Rannveigar, ekki hafa náð dramatískasta hluta útiveru konu sinnar á myndband. Sem betur fer að hennar sögn. Hún útskýrir hvernig hún kom sér aftur inn. „Gat nokkurn veginn gengið á snjónum þar til ég var komin fyrir framan íbúðarhúsið. Þar var smá skjól þannig að ég gat komið mér að húsinu. Mjög þakklát fyrir það að Óli hafi ekki náð myndbandi af þeim hluta.“ Því er slegið upp í gríni að eiginmaðurinn Ólafur Daði hafi gripið til símans en ekki reynt að hjálpa sinni heittelskuðu. Ekki stendur á svörum við því gríni. „Ég var að sjálfsögðu inni að hugsa um börnin,“ segir Ólafur Daði á léttum nótum. Fréttastofa hvetur landsmenn til að senda myndir eða myndbönd sem tengjast óveðrinu á [email protected]. Farið þó að öllu með gát í óveðrinu sem gengur yfir.
Borgarbyggð Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Veðurvaktin: Enn ein lægðin skellur með hvelli á landinu Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu. 21. febrúar 2022 14:34 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Veðurvaktin: Enn ein lægðin skellur með hvelli á landinu Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu. 21. febrúar 2022 14:34