Berge hættir með norska landsliðið og Erlingur einn þeirra sem er orðaður við starfið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. febrúar 2022 11:08 Christian Berge verður væntanlega næsti þjálfari Kolstad í Noregi. getty/Nikola Krstic Christian Berge hefur ákveðið að hætta sem þjálfari norska karlalandsliðsins í handbolta eftir átta ára starf. Líklegt þykir að hann taki við þjálfun Kolstad sem ætlar að komast í fremstu röð evrópskra félagsliða á næstu árum. Berge hefur þrálátlega verið orðaður við þjálfarastarfið hjá Kolstad undanfarna mánuði. Hann vildi stýra liðinu samhliða norska landsliðinu en það var ekki í boði hjá forráðamönnum norska handknattleikssambandsins. Berge þurfti því að velja á milli. Berge hefur stýrt norska liðinu með frábærum árangri frá 2014. Undir hans stjórn vann Noregur meðal annars til silfurverðlauna á HM 2017 og 2019 og bronsverðlaun á EM 2020. Meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við þjálfarastarfið hjá Noregi eru Glenn Solberg, þjálfari Evrópumeistara Svía, Jonas Wille, aðstoðarþjálfari Berge og þjálfari Kristianstad í Svíþjóð, Kristian Kjelling, þjálfari Drammen, Börge Lund, þjálfari Noregsmeistara Elverum, og Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV og hollenska landsliðsins. Erlingur hefur náð eftirtektarverðum árangri með Holland og á EM í janúar endaði hollenska liðið í 10. sæti. Norðmenn hafa góða reynslu af Íslendingum en Þórir Hergeirsson hefur stýrt norska kvennalandsliðinu með frábærum árangri síðan 2009. Berge stýrir norska landsliðinu í síðasta sinn á æfingamóti í Danmörku í næsta mánuði. Hann stýrði Norðmönnum í síðasta sinn á stórmóti þegar þeir unnu Íslendinga í leiknum um 5. sætið á EM. Með sigrinum tryggði Noregur sér sæti á HM 2023. Forráðamenn Kolstad er mjög stórhuga og í fyrra kynnti liðið sex sterka leikmenn sem ganga til liðs við það á næstu mánuðum. Þetta eru íslensku landsliðsmennirnir Janus Daði Smárason og Sigvaldi Guðjónsson og norsku landsliðsmennirnir Sander Sagosen, Torbjørn Bergerud, Magnus Rød og Magnus Gullerud. Norski handboltinn Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjötti sigurinn í röð hjá Janusi Daða og félögum Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Sjá meira
Berge hefur þrálátlega verið orðaður við þjálfarastarfið hjá Kolstad undanfarna mánuði. Hann vildi stýra liðinu samhliða norska landsliðinu en það var ekki í boði hjá forráðamönnum norska handknattleikssambandsins. Berge þurfti því að velja á milli. Berge hefur stýrt norska liðinu með frábærum árangri frá 2014. Undir hans stjórn vann Noregur meðal annars til silfurverðlauna á HM 2017 og 2019 og bronsverðlaun á EM 2020. Meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við þjálfarastarfið hjá Noregi eru Glenn Solberg, þjálfari Evrópumeistara Svía, Jonas Wille, aðstoðarþjálfari Berge og þjálfari Kristianstad í Svíþjóð, Kristian Kjelling, þjálfari Drammen, Börge Lund, þjálfari Noregsmeistara Elverum, og Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV og hollenska landsliðsins. Erlingur hefur náð eftirtektarverðum árangri með Holland og á EM í janúar endaði hollenska liðið í 10. sæti. Norðmenn hafa góða reynslu af Íslendingum en Þórir Hergeirsson hefur stýrt norska kvennalandsliðinu með frábærum árangri síðan 2009. Berge stýrir norska landsliðinu í síðasta sinn á æfingamóti í Danmörku í næsta mánuði. Hann stýrði Norðmönnum í síðasta sinn á stórmóti þegar þeir unnu Íslendinga í leiknum um 5. sætið á EM. Með sigrinum tryggði Noregur sér sæti á HM 2023. Forráðamenn Kolstad er mjög stórhuga og í fyrra kynnti liðið sex sterka leikmenn sem ganga til liðs við það á næstu mánuðum. Þetta eru íslensku landsliðsmennirnir Janus Daði Smárason og Sigvaldi Guðjónsson og norsku landsliðsmennirnir Sander Sagosen, Torbjørn Bergerud, Magnus Rød og Magnus Gullerud.
Norski handboltinn Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjötti sigurinn í röð hjá Janusi Daða og félögum Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Sjá meira