Lýsir stórmerkilegum persónulegum kynnum af Pútín Snorri Másson skrifar 24. febrúar 2022 12:44 Vladimír Pútín hefur verið lengur við völd í Rússlandi en nokkur annar frá því Stalín var við völd. Hann hefur verið forseti Rússlands frá árinu 2000, að undanskildum árunum 2008 til 2012 þegar hann var forsætisráðherra og fyrrverandi forsætisráðherra hans varð forseti. Mikhail Svetlov/Getty Images Harald Malmgren, hagfræðingur og ráðgjafi fjölda Bandaríkjaforseta í alþjóðamálum í gegnum tíðina, skrifar grein á vefmiðilinn Unherd í dag, þar sem hann lýsir persónulegum kynnum sínum af Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Malmgren kynntist Pútín þegar hann var embættismaður á tíunda áratug síðustu aldar, skömmu eftir fall Sovétríkjanna. Þeir áttu fjölbreytt samtöl á milli stífra fundarhalda og við einn kvöldverðinn spurði Pútín Bandaríkjamanninn út í helstu hindranirnar þegar kæmi að samstarfi vestræns atvinnulífs og rússneskra viðskiptamanna. Harald Malmgren aðstoðaði á starfsferli sínum forseta á borð við John F. Kennedy, Lyndon B. Johnson, Richard Nixon og Gerald Ford.Real Vision Finance/YouTube Malmgren kveðst hafa svarað því til að helsti vandinn í þeim efnum væri illa skilgreindur eignaréttur í rússneskum lögum - án hans væru engar forsendur til leysa úr lagadeilum. „Einmitt,“ svaraði Pútín þá. „Í ykkar kerfi eru deilur í viðskiptalífinu leystar með lögmönnum frá báðum aðilum, öllum á tímakaupi. Þetta fer síðan oft fyrir dómstóla sem aftur er mánaðalangt ferli með tilheyrandi uppsöfnuðum kostnaði. Í Rússlandi leysum við málin hins vegar yfirleitt bara með heilbrigðri skynsemi. Ef verulegir fjármunir eða eignir eru undir væri dæmigert að aðilar myndu hvorir um sig senda fulltrúa í sameiginlegan kvöldverð. Allir sem þangað kæmu væru vopnaðir. Og þar sem banvæn og blóðug niðurstaða væri þannig yfirvofandi allan tímann, myndu aðilar komast að sameiginlegri lausn sem allir væru sáttir við. Óttinn er drifkraftur heilbrigðrar skynsemi,“ hélt Pútín áfram. Biden þurfi að semja Pútín hafi síðan yfirfært þessa hugmyndafræði á deilur á milli sjálfstæðra þjóða. Forsenda fyrir því að lausn náist í mál sé ótti við möguleg yfirgengileg og ofsafengin viðbrögð andstæðingsins ef sáttir nást ekki. Malmgren skrifar að Pútín hafi í þessum samtölum virst spenntur fyrir hugmyndinni um að andstæðingar stæðu frammi fyrir skelfilegum afarkostum. Þegar Úkraínudeilan blasir nú við segir Malmgren að Pútín hafi eftir á að hyggja í raun verið að lýsa deilunni á milli Rússa og Bandaríkjamanna. Þingkosningar í Bandaríkjunum fara fram í nóvember og þar eru sigurlíkur demókrata ekki taldar miklar - sem setur Joe Biden í flókna stöðu.Peter Klaunzer - Pool/Keystone Þar sem Joe Biden sé í krappri pólitískri stöðu í heimalandi sínu, megi hann ekki við meiri háttar truflunum vegna alþjóðadeilna. Hann þurfi því að semja. Eðlisávísun mafíuforingja Malmgren, sem aðstoðaði á starfsferli sínum forseta á borð við John F. Kennedy, Lyndon B. Johnson, Richard Nixon og Gerald Ford, segir að Pútín hafi komið honum fyrir sjónir sem gáfaðri maður en flestir stjórnmálamenn í Washington. Pútín hafi haft eðlisávísun mafíuforingja; gjarn á að verðlauna velgjörðamenn sína en fljótur að hóta banvænum afleiðingum þegar fólk óhlýðnast leikreglunum. Malmgren skrifar: „Gorbatsjov var ekki nógu strerkur leiðtogi. Jeltsín skorti einbeitingu. Rússland vantaði sterkan leiðtoga. Pútín steig fram. Hvað snertir sjálfsmynd Pútín minntist hann nokkrum sinnum á Pétur mikla Rússakeisara - svo oft að ég sannfærðist um að hann liti á sig sem Pétur mikla endurfæddan. Ég hef ekki heimsótt Kreml frá 1988 en mér skilst að þar hangi frekar myndir af Pétri en Pútín sjálfum, eins og væri viðbúið. Þetta atriði hefur þýðingu fyrir Biden, Nato og Úkraínu og það er hægt og rólega að koma í ljós. Pútín er ekki allur þar sem hann er séður.“ Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Fleiri fréttir Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Sjá meira
Malmgren kynntist Pútín þegar hann var embættismaður á tíunda áratug síðustu aldar, skömmu eftir fall Sovétríkjanna. Þeir áttu fjölbreytt samtöl á milli stífra fundarhalda og við einn kvöldverðinn spurði Pútín Bandaríkjamanninn út í helstu hindranirnar þegar kæmi að samstarfi vestræns atvinnulífs og rússneskra viðskiptamanna. Harald Malmgren aðstoðaði á starfsferli sínum forseta á borð við John F. Kennedy, Lyndon B. Johnson, Richard Nixon og Gerald Ford.Real Vision Finance/YouTube Malmgren kveðst hafa svarað því til að helsti vandinn í þeim efnum væri illa skilgreindur eignaréttur í rússneskum lögum - án hans væru engar forsendur til leysa úr lagadeilum. „Einmitt,“ svaraði Pútín þá. „Í ykkar kerfi eru deilur í viðskiptalífinu leystar með lögmönnum frá báðum aðilum, öllum á tímakaupi. Þetta fer síðan oft fyrir dómstóla sem aftur er mánaðalangt ferli með tilheyrandi uppsöfnuðum kostnaði. Í Rússlandi leysum við málin hins vegar yfirleitt bara með heilbrigðri skynsemi. Ef verulegir fjármunir eða eignir eru undir væri dæmigert að aðilar myndu hvorir um sig senda fulltrúa í sameiginlegan kvöldverð. Allir sem þangað kæmu væru vopnaðir. Og þar sem banvæn og blóðug niðurstaða væri þannig yfirvofandi allan tímann, myndu aðilar komast að sameiginlegri lausn sem allir væru sáttir við. Óttinn er drifkraftur heilbrigðrar skynsemi,“ hélt Pútín áfram. Biden þurfi að semja Pútín hafi síðan yfirfært þessa hugmyndafræði á deilur á milli sjálfstæðra þjóða. Forsenda fyrir því að lausn náist í mál sé ótti við möguleg yfirgengileg og ofsafengin viðbrögð andstæðingsins ef sáttir nást ekki. Malmgren skrifar að Pútín hafi í þessum samtölum virst spenntur fyrir hugmyndinni um að andstæðingar stæðu frammi fyrir skelfilegum afarkostum. Þegar Úkraínudeilan blasir nú við segir Malmgren að Pútín hafi eftir á að hyggja í raun verið að lýsa deilunni á milli Rússa og Bandaríkjamanna. Þingkosningar í Bandaríkjunum fara fram í nóvember og þar eru sigurlíkur demókrata ekki taldar miklar - sem setur Joe Biden í flókna stöðu.Peter Klaunzer - Pool/Keystone Þar sem Joe Biden sé í krappri pólitískri stöðu í heimalandi sínu, megi hann ekki við meiri háttar truflunum vegna alþjóðadeilna. Hann þurfi því að semja. Eðlisávísun mafíuforingja Malmgren, sem aðstoðaði á starfsferli sínum forseta á borð við John F. Kennedy, Lyndon B. Johnson, Richard Nixon og Gerald Ford, segir að Pútín hafi komið honum fyrir sjónir sem gáfaðri maður en flestir stjórnmálamenn í Washington. Pútín hafi haft eðlisávísun mafíuforingja; gjarn á að verðlauna velgjörðamenn sína en fljótur að hóta banvænum afleiðingum þegar fólk óhlýðnast leikreglunum. Malmgren skrifar: „Gorbatsjov var ekki nógu strerkur leiðtogi. Jeltsín skorti einbeitingu. Rússland vantaði sterkan leiðtoga. Pútín steig fram. Hvað snertir sjálfsmynd Pútín minntist hann nokkrum sinnum á Pétur mikla Rússakeisara - svo oft að ég sannfærðist um að hann liti á sig sem Pétur mikla endurfæddan. Ég hef ekki heimsótt Kreml frá 1988 en mér skilst að þar hangi frekar myndir af Pétri en Pútín sjálfum, eins og væri viðbúið. Þetta atriði hefur þýðingu fyrir Biden, Nato og Úkraínu og það er hægt og rólega að koma í ljós. Pútín er ekki allur þar sem hann er séður.“
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Fleiri fréttir Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Sjá meira