Forseti Úkraínu kallar almenning til vopna Heimir Már Pétursson skrifar 24. febrúar 2022 20:16 Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir stjórnvöld í Úkraínu byrjuð að dreifa vopnum til alls almennings. AP Stjórnvöld í Úkraínu skora á almenning að sækja sér vopn í vopnabúr stjórnarhersins og berjast á móti innrásarher Rússlands. Mikill fjöldi manns hefur reynt að flýja í vesturátt frá austurhéruðum landsins þar sem ástandið er verst og frá höfuðborginni Kænugarði. Rússneski herinn réðst inn í Úkraínu út suðri, austri og norðri frá Hvítarússlandi fljótlega eftir stríðsyfrlýsingu Vladimir Putins forseta klukkan þrjú í nótt. Þar varaði hann umheiminn við afleiðingum þess að reyna að stöðva innrásina. „Hver sem reynir að stöðva okkur og skapa frekari ógn við landið okkar, við fólkið okkar, skal vita það að svar Rússa verður tafarlaust og mun hafa slíkar afleiðingar að annað eins hefur ekki sést í sögunni. Við erum búin undir hvaða útkomu sem er,“ sagði Putin í nótt. Stórskotaliðsárásir og sprengjuárásir hafa meðal annars verið gerðar á herstöð úkraínuhers í Mariupol skammt frá Kænugarði og sprengjum hefur verið varpað á flugvelli. Herþyrlur stjórnarhers Úkraínu hafa flogið yfir höfuðborginni í dag. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir stjórnvöld í Úkraínu byrjuð að dreifa vopnum til alls almennings. „Allir sem hafa reynslu af hernaði og geta lagt varnarliði landsins lið vera án tafar að gefa sig fram við hernaðaryfirvöld,“ sagði forsetinn í dag. Oleksii Reznikov varnarmálaráðherra Úkraínu segir Úkraínuher þegar hafa náð að skaða innrásarherinn. „Her Úkraínu hefur nú þegar valdið rússneska innrásarliðinu miklu tjóni. Tugir ef ekki hundruð líkkista verða sendar heim til Rússlands í dag. Við höfum haldið varnarlínunni í austurhlutanum. Haldið hefur verið aftur að óvininum. Innrásarliðið hefur misst sex flugvélar, tvær þyrlur og fjóra skriðdreka,“ segir varnarmálaráðherrann. Þar mátti sjá lögreglu hreinsa upp sprengjubort á götum Kænugarðs í dag þar sem íbúar borgarinnar eru að vakna upp við vondan draumökkva upp við vondan draum. Kona í borginni segist aldrei hafa trúað því að Putin tæki stríðið út fyrir Donetsk og Luhansk. „Hvaða erindi á hann í Úkraínu. Við erum með sjálfstæða ríkisstjórn sem tekur sínar eigin ákvarðanir og leysir úr innlendum málefnum. Hann er landvinningamaður, hann er árásagjarnm hann er Hitler,“ sagði Anna Dovnya sem býr í Kænugarði. Fólk stóð í lögum röðum í Kænugarði í dag til að kaupa vatn og til að taka peninga út úr hraðbönkum. Rússar hafa umkringt landið úr þremur áttum og því liggur flótt frá Kænugarði til Vesturs í átt til Póllands, Ungverjalands, Slóvakíu, Rúmeníu og Moldovu. „Ég er búinn að hringsnúast síðan klukkan sex í morgun á milli bensínstöðva og hraðbanka og hefur ekki tekist að taka út peninga nokkur staðar eða fylla hjá mér tankinn. Ég er alveg ráðalaus. Ég er fastur hérna,“ sagði maður að nafni Maxim sem sat í bíl sínum í langri röð bíla við bensínstöð. Oleksandra Shustik sem býr í Kænugarði segist hata Rússa fyrir að hefja stírið. „Ég vil nota tækifærið sem móðir og íbúi í Kænugarði og úkríani til að ákalla umheiminn til að koma okkur vinsamlega til aðstoðar og stoppa þennan árásarhund,“ sagði Shustik í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Rússneski herinn réðst inn í Úkraínu út suðri, austri og norðri frá Hvítarússlandi fljótlega eftir stríðsyfrlýsingu Vladimir Putins forseta klukkan þrjú í nótt. Þar varaði hann umheiminn við afleiðingum þess að reyna að stöðva innrásina. „Hver sem reynir að stöðva okkur og skapa frekari ógn við landið okkar, við fólkið okkar, skal vita það að svar Rússa verður tafarlaust og mun hafa slíkar afleiðingar að annað eins hefur ekki sést í sögunni. Við erum búin undir hvaða útkomu sem er,“ sagði Putin í nótt. Stórskotaliðsárásir og sprengjuárásir hafa meðal annars verið gerðar á herstöð úkraínuhers í Mariupol skammt frá Kænugarði og sprengjum hefur verið varpað á flugvelli. Herþyrlur stjórnarhers Úkraínu hafa flogið yfir höfuðborginni í dag. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir stjórnvöld í Úkraínu byrjuð að dreifa vopnum til alls almennings. „Allir sem hafa reynslu af hernaði og geta lagt varnarliði landsins lið vera án tafar að gefa sig fram við hernaðaryfirvöld,“ sagði forsetinn í dag. Oleksii Reznikov varnarmálaráðherra Úkraínu segir Úkraínuher þegar hafa náð að skaða innrásarherinn. „Her Úkraínu hefur nú þegar valdið rússneska innrásarliðinu miklu tjóni. Tugir ef ekki hundruð líkkista verða sendar heim til Rússlands í dag. Við höfum haldið varnarlínunni í austurhlutanum. Haldið hefur verið aftur að óvininum. Innrásarliðið hefur misst sex flugvélar, tvær þyrlur og fjóra skriðdreka,“ segir varnarmálaráðherrann. Þar mátti sjá lögreglu hreinsa upp sprengjubort á götum Kænugarðs í dag þar sem íbúar borgarinnar eru að vakna upp við vondan draumökkva upp við vondan draum. Kona í borginni segist aldrei hafa trúað því að Putin tæki stríðið út fyrir Donetsk og Luhansk. „Hvaða erindi á hann í Úkraínu. Við erum með sjálfstæða ríkisstjórn sem tekur sínar eigin ákvarðanir og leysir úr innlendum málefnum. Hann er landvinningamaður, hann er árásagjarnm hann er Hitler,“ sagði Anna Dovnya sem býr í Kænugarði. Fólk stóð í lögum röðum í Kænugarði í dag til að kaupa vatn og til að taka peninga út úr hraðbönkum. Rússar hafa umkringt landið úr þremur áttum og því liggur flótt frá Kænugarði til Vesturs í átt til Póllands, Ungverjalands, Slóvakíu, Rúmeníu og Moldovu. „Ég er búinn að hringsnúast síðan klukkan sex í morgun á milli bensínstöðva og hraðbanka og hefur ekki tekist að taka út peninga nokkur staðar eða fylla hjá mér tankinn. Ég er alveg ráðalaus. Ég er fastur hérna,“ sagði maður að nafni Maxim sem sat í bíl sínum í langri röð bíla við bensínstöð. Oleksandra Shustik sem býr í Kænugarði segist hata Rússa fyrir að hefja stírið. „Ég vil nota tækifærið sem móðir og íbúi í Kænugarði og úkríani til að ákalla umheiminn til að koma okkur vinsamlega til aðstoðar og stoppa þennan árásarhund,“ sagði Shustik í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira