Arnar tekur við liðinu af Halldóri Harra Kristjánssyni sem var látinn fara í gær en þetta kemur fram í tilkynningu frá HK.
Arnar starfaði síðast í Færeyjum en var sagt upp hjá færeyska karlaliðinu Neistanum í byrjun þessarar viku. Hann hefur áður þjálfað hjá Fjölni, Selfossi og HK.
„Arnar hefur áður starfað fyrir HK og hefur alla tíð síðan verið í miklum metum hjá félaginu enda fagmaður fram í fingurgóma,“ segir í tilkynningu handknattleiksdeildar HK. Þar segir að Arnar muni svo koma inn í þjálfarateymi karlaliðs HK í sumar:
„Þegar hlutirnir þróðust á þann veg að hann var allt í einu á lausu þá lá það beinast við að við myndum reyna það sem við gætum til þess að landa honum.
Að loknu tímabilinu kemur Arnar síðan inn í þjálfarateymið karlamegin og mun sjá um þjálfun 3. flokks karla ásamt því að vera faglegur ráðgjafi deildarinnar.“