Ómar gerði alls 15 mörk fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Kristjánsson var með 3.
Bjarki Már Elísson var markahæstur í liði Lemgo með sjö mörk.
Magdeburg er eftir sem áður í efsta sæti deildarinnar með 40 stig eftir 21 leik. Lemgo er í níunda sæti með 20 stig eftir jafn marga leiki.