Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða haldin í Reykjavík í ár Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. mars 2022 16:31 Harpa í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Samkomulag við Evrópsku kvikmynda akademíuna um Evrópsku kvikmyndaverðlaunin var undirritað í Höfða í dag. Vegna heimsfaraldurs var Evrópsku kvikmyndaverðlaununum 2020 frestað en hátíðin verður haldin í Hörpu 10. desember næstkomandi. Viðstaddur undirritunina var Matthijs Wouter Knol forstjóri Evrópsku kvikmyndaakademíunnar. Hátíðin er haldin annað hvert ár í Berlín en þess á milli til skiptis í öðrum borgum Evrópu og varð Reykjavík fyrir valinu að þessu sinni. „Hátíðin laðar að sér fjölmarga erlenda gesti og ljóst er að hún stuðlar að öflugri kynningu og markaðssetningu á Íslandi og Reykjavík sem áfangastað og tökustað fyrir kvikmyndir. Gert er ráð fyrir hátt í 1.200 gestum á verðlaunahátíðina sjálfa frá allri Evrópu auk þess sem von er á tvö hundruð erlendum blaðamönnum til Íslands,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Stuðningur við hátíðina er meðal annars í takt við Kvikmyndastefnu Íslands þar sem lögð er áhersla á „miðlun og stuðning við viðburði sem þennan.“ Bein útsending verður frá verðlaunakvöldinu í Hörpu og mun útsendingin ná til fjölmargra Evrópulanda. „Það er mikill heiður fyrir Reykjavík að taka þátt í þessu stóra verkefni sem evrópsku kvikmyndaverðlaunin eru. Við hlökkum til að taka á móti erlendum gestum og sýna þeim allt það sem borgin hefur upp á að bjóða. Með glæsilegri hátíð og hliðarviðburðum sem henni fylgja fáum við mikilvægt tækifæri til að markaðsetja menningarborgina Reykjavík, kvikmyndaborgina Reykjavík og skapandi greinar almennt,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Svona stórt og markþætt verkefni vinnst ekki nema í góðu samstafi við sterka samstarfsaðila. Markmið okkar er að sýna fram á sérstöðu Íslands og leggja m.a. áherslu á listir, sköpun, hugvit og grænar lausnir í kynningaráherslum“. Þetta er geysilega spennandi tækifæri fyrir íslenska kvikmyndamenningu og kvikmyndageirann hér á landi og við munum nýta það vel, viðburðurinn mun að auki skapa umtalsverðar gjaldeyristekjur,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra. Reykjavík Bíó og sjónvarp Harpa Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Fleiri fréttir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Sjá meira
Viðstaddur undirritunina var Matthijs Wouter Knol forstjóri Evrópsku kvikmyndaakademíunnar. Hátíðin er haldin annað hvert ár í Berlín en þess á milli til skiptis í öðrum borgum Evrópu og varð Reykjavík fyrir valinu að þessu sinni. „Hátíðin laðar að sér fjölmarga erlenda gesti og ljóst er að hún stuðlar að öflugri kynningu og markaðssetningu á Íslandi og Reykjavík sem áfangastað og tökustað fyrir kvikmyndir. Gert er ráð fyrir hátt í 1.200 gestum á verðlaunahátíðina sjálfa frá allri Evrópu auk þess sem von er á tvö hundruð erlendum blaðamönnum til Íslands,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Stuðningur við hátíðina er meðal annars í takt við Kvikmyndastefnu Íslands þar sem lögð er áhersla á „miðlun og stuðning við viðburði sem þennan.“ Bein útsending verður frá verðlaunakvöldinu í Hörpu og mun útsendingin ná til fjölmargra Evrópulanda. „Það er mikill heiður fyrir Reykjavík að taka þátt í þessu stóra verkefni sem evrópsku kvikmyndaverðlaunin eru. Við hlökkum til að taka á móti erlendum gestum og sýna þeim allt það sem borgin hefur upp á að bjóða. Með glæsilegri hátíð og hliðarviðburðum sem henni fylgja fáum við mikilvægt tækifæri til að markaðsetja menningarborgina Reykjavík, kvikmyndaborgina Reykjavík og skapandi greinar almennt,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Svona stórt og markþætt verkefni vinnst ekki nema í góðu samstafi við sterka samstarfsaðila. Markmið okkar er að sýna fram á sérstöðu Íslands og leggja m.a. áherslu á listir, sköpun, hugvit og grænar lausnir í kynningaráherslum“. Þetta er geysilega spennandi tækifæri fyrir íslenska kvikmyndamenningu og kvikmyndageirann hér á landi og við munum nýta það vel, viðburðurinn mun að auki skapa umtalsverðar gjaldeyristekjur,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.
Reykjavík Bíó og sjónvarp Harpa Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Fleiri fréttir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“