„Verður gaman að sjá því Patti tapar varla fyrir Val“ Sindri Sverrisson skrifar 2. mars 2022 16:10 Patreki Jóhannessyni og hans mönnum er vandi á höndum en þeir hafa ekki unnið leik á þessu ári. vísir/hulda margrét Strákarnir í Seinni bylgjunni fóru yfir stöðuna fyrir 17. umferð Olís-deildar karla í handbolta og ræddu meðal annars um það tak sem að Patrekur Jóhannesson virðist hafa á Val undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. Valur og Stjarnan mætast í stórleik 17. umferðarinnar á Hlíðarenda annað kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Patrekur hefur fagnað sigri í síðustu níu leikjum sínum í röð gegn Snorra hjá Val, fyrst sem þjálfari Selfoss og svo sem þjálfari Stjörnunnar. Ásgeir Örn Hallgrímsson tippaði á að tíundi sigurinn í röð kæmi hjá Patreki á morgun, þrátt fyrir slæmt gengi Stjörnunnar að undanförnu. „Stjarnan er á erfiðum stað núna, búin að taka svolítið af tapleikjum í röð. Það eru miklar sveiflur í leikjum hjá þeim og þeir finna ekki jafnvægi. Það verður samt gaman að sjá þetta því Patti tapar varla fyrir Val. Hann hefur eitthvað tak þar,“ sagði Ásgeir í upphitun Seinni bylgjunnar sem sjá má hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Upphitun fyrir 17. umferð Stjarnan tapaði gegn Selfossi á sunnudaginn, 27-26, á meðan að Valur valtaði yfir KA, 33-20. „Hraðinn hjá Val er ískyggilegur. Það verður verkefni fyrir Patta að ráða við það hvað þeir refsa rosalega með þessum hraða,“ sagði Stefán Árni Pálsson. Ásgeir svaraði: „Það hefst náttúrulega með því að vera agaður og skynsamur í sóknarleiknum, og ná helst skoti í hverri einustu sókn. Við sáum svolítið á móti Selfossi að Stjarnan gerði tæknifeila, þegar reynt var að troða boltanum inn á Þórð Tandra, sem var góður en þeir voru aðeins of mikið að leita að honum, og ef þeir fara í þetta þá strauja Valsmenn þá gjörsamlega með hraðanum.“ 17. umferð Olís-deildar karla Fimmtudagur, 3. mars 18.00 ÍBV – Fram 19.30 Grótta – Selfoss 19.30 Víkingur – Afturelding 19.30 HK – Haukar 20.00 Valur – Stjarnan (Stöð 2 Sport) Föstudagur, 4. mars 18.00 KA – FH (Stöð 2 Sport) 20.00 Seinni bylgjan á Stöð 2 Sport Seinni bylgjan Stjarnan Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Fleiri fréttir Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Sjá meira
Valur og Stjarnan mætast í stórleik 17. umferðarinnar á Hlíðarenda annað kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Patrekur hefur fagnað sigri í síðustu níu leikjum sínum í röð gegn Snorra hjá Val, fyrst sem þjálfari Selfoss og svo sem þjálfari Stjörnunnar. Ásgeir Örn Hallgrímsson tippaði á að tíundi sigurinn í röð kæmi hjá Patreki á morgun, þrátt fyrir slæmt gengi Stjörnunnar að undanförnu. „Stjarnan er á erfiðum stað núna, búin að taka svolítið af tapleikjum í röð. Það eru miklar sveiflur í leikjum hjá þeim og þeir finna ekki jafnvægi. Það verður samt gaman að sjá þetta því Patti tapar varla fyrir Val. Hann hefur eitthvað tak þar,“ sagði Ásgeir í upphitun Seinni bylgjunnar sem sjá má hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Upphitun fyrir 17. umferð Stjarnan tapaði gegn Selfossi á sunnudaginn, 27-26, á meðan að Valur valtaði yfir KA, 33-20. „Hraðinn hjá Val er ískyggilegur. Það verður verkefni fyrir Patta að ráða við það hvað þeir refsa rosalega með þessum hraða,“ sagði Stefán Árni Pálsson. Ásgeir svaraði: „Það hefst náttúrulega með því að vera agaður og skynsamur í sóknarleiknum, og ná helst skoti í hverri einustu sókn. Við sáum svolítið á móti Selfossi að Stjarnan gerði tæknifeila, þegar reynt var að troða boltanum inn á Þórð Tandra, sem var góður en þeir voru aðeins of mikið að leita að honum, og ef þeir fara í þetta þá strauja Valsmenn þá gjörsamlega með hraðanum.“ 17. umferð Olís-deildar karla Fimmtudagur, 3. mars 18.00 ÍBV – Fram 19.30 Grótta – Selfoss 19.30 Víkingur – Afturelding 19.30 HK – Haukar 20.00 Valur – Stjarnan (Stöð 2 Sport) Föstudagur, 4. mars 18.00 KA – FH (Stöð 2 Sport) 20.00 Seinni bylgjan á Stöð 2 Sport
Fimmtudagur, 3. mars 18.00 ÍBV – Fram 19.30 Grótta – Selfoss 19.30 Víkingur – Afturelding 19.30 HK – Haukar 20.00 Valur – Stjarnan (Stöð 2 Sport) Föstudagur, 4. mars 18.00 KA – FH (Stöð 2 Sport) 20.00 Seinni bylgjan á Stöð 2 Sport
Seinni bylgjan Stjarnan Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Fleiri fréttir Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Sjá meira