Margaret Snowling og Kate Nation, prófessorar við Oxford háskóla í Bretlandi, eru meðal fremstu vísindamanna heims á þessu sviði. Á ráðstefnunni munu þær fjalla um rannsóknir á læsi og lesskilningi og hvernig megi efla hvort tveggja.
Hermundur Sigmundsson, prófessor við Háskóla Íslands og NTNU í Noregi, mun fjalla um áskoranir í íslensku menntakerfi og þróunar- og rannsóknarverkefni sem hafið er í grunnskólanum í Vestmannaeyjum með áherslu á læsi, gróskuhugarfar og námsárangur.