Vaktin: Skelfilegt ástand í Mariupol Smári Jökull Jónsson, Hólmfríður Gísladóttir og Árni Sæberg skrifa 5. mars 2022 07:25 Foreldrar 18 mánaða drengs, sem lést í stríðinu í Mariupol í dag, koma aðvífandi á sjúkrahús. Vísir/AP Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með og flytja fréttir af þróun mála í Úkraínu á tíunda degi innrásar Rússa í landið. Rússneski herinn hefur samþykkt að leggja tímabundið niður vopn sín til að almennir borgarar geti flúið borgirnar Maríupol og Volnovakha. Það helsta sem er að gerast: Talsmaður Lækna án landamæra segir ástandið í Mariupol skelfilegt og nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða þar strax. Forsætisráðherra Ísraela hitti Vladimír Pútín í dag og flaug svo strax í kjölfarið til fundar við Olaf Scholz kanslara Þýskalands. Alls hafa 56 flóttamenn komið hingað til Íslands frá Úkraínu síðan innrás Rússa hófs. Antony Blinken og Dmytro Kuleba, utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Úkraínu, hittust á landamærum Póllands og Úkraínu í dag. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, óskaði eftir frekari aðstoð Bandaríkjanna á Zoom-fundi með öldungadeildaþingmönnum í dag. Haft er eftir Vladimir Pútín að leiðtogar Úkraínu þurfi að skilja að ef þeir halda áfram á sömu braut sé hætta á að Úkraína missi sjálfræði sitt sem sjálfstætt ríki. Ummælin er forsetinn sagður hafa látið falla á fundi í Moskvu. Rússneski herinn hefur samþykkt að leggja tímabundið niður vopn sín til að almennir borgarar geti flúið borgirnar Maríupol og Volnovakha. Vopnahléð tímabundna hófst klukkan 10:00 að staðartíma eða 07:00 GMT. Þetta segir í rússneskum fjölmiðlum en fréttir af vopnahléi hafa ekki fengist staðfestar af úkraínskum yfirvöldum. Unnið er að því að koma um tvö hundruð þúsund manns frá hafnarborginni Maríupol í dag og um fimmtán þúsund frá Volnovakha. Borgarstjórn Maríupol býður upp á sætaferðir frá borginni. Ráðamenn í borginni Kherson greindu frá því í gær að Rússar hafi ekki staðið við loforð sín frá því á fimmtudag um að hleypa almennum borgurum út úr borginni og vistum inn í hana. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir NATO hafa gefið grænt ljós á frekari sprengjuárásir á Úkraínu með því að samþykkja ekki flugbann yfir Úkraínu. Hann mun ávarpa öldungadeild Bandaríkjaþings í dag. Rússnesk fjarskiptayfirvöld hafa lokað fyrir aðgang Rússa að samfélagsmiðlunum Facebook og Twitter sem og fjölmörgum erlendum fréttasíðum. Ástandið í Úkraínu.Vísir Hér má finna vakt gærdagsins.
Það helsta sem er að gerast: Talsmaður Lækna án landamæra segir ástandið í Mariupol skelfilegt og nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða þar strax. Forsætisráðherra Ísraela hitti Vladimír Pútín í dag og flaug svo strax í kjölfarið til fundar við Olaf Scholz kanslara Þýskalands. Alls hafa 56 flóttamenn komið hingað til Íslands frá Úkraínu síðan innrás Rússa hófs. Antony Blinken og Dmytro Kuleba, utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Úkraínu, hittust á landamærum Póllands og Úkraínu í dag. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, óskaði eftir frekari aðstoð Bandaríkjanna á Zoom-fundi með öldungadeildaþingmönnum í dag. Haft er eftir Vladimir Pútín að leiðtogar Úkraínu þurfi að skilja að ef þeir halda áfram á sömu braut sé hætta á að Úkraína missi sjálfræði sitt sem sjálfstætt ríki. Ummælin er forsetinn sagður hafa látið falla á fundi í Moskvu. Rússneski herinn hefur samþykkt að leggja tímabundið niður vopn sín til að almennir borgarar geti flúið borgirnar Maríupol og Volnovakha. Vopnahléð tímabundna hófst klukkan 10:00 að staðartíma eða 07:00 GMT. Þetta segir í rússneskum fjölmiðlum en fréttir af vopnahléi hafa ekki fengist staðfestar af úkraínskum yfirvöldum. Unnið er að því að koma um tvö hundruð þúsund manns frá hafnarborginni Maríupol í dag og um fimmtán þúsund frá Volnovakha. Borgarstjórn Maríupol býður upp á sætaferðir frá borginni. Ráðamenn í borginni Kherson greindu frá því í gær að Rússar hafi ekki staðið við loforð sín frá því á fimmtudag um að hleypa almennum borgurum út úr borginni og vistum inn í hana. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir NATO hafa gefið grænt ljós á frekari sprengjuárásir á Úkraínu með því að samþykkja ekki flugbann yfir Úkraínu. Hann mun ávarpa öldungadeild Bandaríkjaþings í dag. Rússnesk fjarskiptayfirvöld hafa lokað fyrir aðgang Rússa að samfélagsmiðlunum Facebook og Twitter sem og fjölmörgum erlendum fréttasíðum. Ástandið í Úkraínu.Vísir Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira