Hilmar hrasaði í brautinni og náði ekki að ljúka fyrri ferð og féll þar með úr keppni.
Gullverðlaunin féllu í skaut Finnans Santeri Kiiveri sem fór ferðirnar tvær á 1:55,40 mínútu og varð 4/100 úr sekúndu á undan Bandaríkjamanninum Thomas Walsh. Frakkinn Arthur Bauchet varð þriðji á 1:55,89 mínútu.
Hilmar Snær Örvarsson frá Víkingi keppti áðan í stórsvigi á Vetrar Paralympics í Peking.Hilmar náði því miður ekki að ljúka fyrstu ferð er hann hrasaði í brautinni.Hann keppir því ekki í seinni ferð dagsins og er úr leik. Svig er framundan á síðasta degi 13. mars. #ÁframÍsland pic.twitter.com/pWUyNYQ0Hg
— ÍF (@ifsportisl) March 10, 2022
Seinni grein Hilmars á mótinu er svig, sem jafnframt er aðalgrein Hilmars, á sunnudaginn á lokakeppnisdegi mótsins.
Þetta er í annað sinn sem að Hilmar, sem er einfættur, keppir á Vetrarólympíumóti fatlaðra en hann var einnig með í PyeongChang fyrir fjórum árum.