Í fundargerð segir að beiðnin hafi verið samþykkt með öllum ellefu greiddum atkvæðum.
Fyrr í vikunni var sagt frá því að Guðmundur hafi ákveðið að draga framboð sitt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna komandi sveitarstjórnarkosninga til baka og vísaði hann þar til persónulegra ástæðna.
Samkvæmt heimildum fréttastofu höfðu fleiri en einn bæjarfulltrúi í Kópavogi gert athugasemd við hegðun Guðmundar, en kvörtun barst til Sjálfstæðisflokksins eftir atvik á viðburði sem bæjarfulltrúar í Kópavogi og starfsmenn sóttu í nóvember.
Eftir að málið hafði verið tekið til skoðunar hjá flokknum var það sett í hendur ráðgjafarstofunnar Attentus í samræmi við viðbragðsáætlun.
Attentus skilaði svo skýrslu til flokksins í síðustu viku og var niðurstaðan sú – eftir að hafa rætt við Guðmund, þolanda og vitni – að Guðmundur hefði gerst sekur um hegðun sem flokka ætti sem kynferðislega áreitni og ofbeldi.