Barnaleg trú á samstarfsvilja VG hafi orðið Samfylkingunni að falli Árni Sæberg skrifar 12. mars 2022 13:14 Logi Einarsson ávarpaði flokksstjórn Samfylkingarinnar í dag. Vísir/Vilhelm Formaður Samkfylkingarinnar segir flokkinnn ekki hafa náð markmiði sínu fyrir síðustu alþingiskosningar, að leiða saman ríkisstjórn frá miðju til vinstri. Barnaleg tiltrú flokksmanna á að Vinstri græn hefðu raunverulegan áhuga á ríkisstjórnarsamstarfi til vinstri hafi verið þeirra stærstu mistök. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ávarpaði flokkstjórnarfund Samfylkingarinnar í Hljómahöll í Keflavík í morgun. Hann hóf ávarpið á því að líta í baksýnisspegilinn, en hann telur flokkinn geta dregið dýrmætan lærdóm af alþingiskosningunum síðasta haust. „Það er erfitt að benda á einhvern einn þátt sem olli því að okkur tókst ekki ætlunarverkið - að leiða saman annars konar ríkisstjórn frá miðju til vinstri. Á endanum eru það ótal þættir í aðdraganda kosninga sem að raðast saman í eina mynd og úrslitin eiga sér bæði ytri og innri skýringar,“ segir hann. Hann segir heimsfaraldur Covid-19 hafa veitt stjórnarflokkunum þremur fjarvistarsönnun í erfiðum pólitískum málum hálft síðasta kjörtímabil. Ríkisstjórnin endurnýjaði umboð sitt í kosningunum á kostnað þeirrar stjórnar sem Logi vildi leiða saman. Þá telur hann að Samfylkingin hafi ofmetið vilja þjóðarinnar til breytinga við þær aðstæður sem voru uppi þegar kosið var til Alþingis síðast. „Þeir flokkar sem mynda hina frjálslyndi miðju mældust t.d. allir mun betur vikurnar fyrir kosningar en kom upp úr kössunum á kjördag,“ segir Logi. Hann vandaði Vinstri grænum ekki kveðjurnar í ræðu sinni. „Ákvörðun Vinstri-grænna í kosningabaráttunni að velja núverandi stjórnarmynstur sem fyrsta valkost, veikti tilboð okkar um annars konar ríkisstjórn - enda byggði sú hugmynd á því að forysta VG gæti hugsað sér að velja sér heppilegri samstarfsfélaga.Barnaleg tiltrú okkar á að Vinstri-græn hefðu raunverulegan áhuga á ríkisstjórnarsamstarfi til vinstri – reyndust því ein okkar stærstu mistök,“ segir Logi. Varar við bergmálshelli á samfélagsmiðlum Logi leit einnig fram á veg og nefndi sérstaklega að Samfylkingin þyrfti að ræða stóru myndina í stjórnmálum. Hann veltir því fyrir sér hvort flokkurinn uni þeim mikla fjölbreytileika sem er í samfélaginu, hvort afdráttarlausar útfærslur hans í hinum ýmsu málum fái jafnaðarfólk til að finnast það ekki eiga samleið með flokknum. „Við dveljum líka örugglega of mikið inni í þeim bergmálshellum sem samfélagsmiðlar eru. Við ættum ef til vill að fara sjaldnar inn á FaceBook, Twitter, Tik Tok og hvað þetta nú allt heitir – þar hittum við fyrst og fremst fyrir viðhorf sem okkur þykja þægileg og speglum okkur í fólki sem er sammála okkur. Fáum einfaldlega skakka mynd af veruleika stórs hluta landsmanna,“ segir Logi. Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ávarpaði flokkstjórnarfund Samfylkingarinnar í Hljómahöll í Keflavík í morgun. Hann hóf ávarpið á því að líta í baksýnisspegilinn, en hann telur flokkinn geta dregið dýrmætan lærdóm af alþingiskosningunum síðasta haust. „Það er erfitt að benda á einhvern einn þátt sem olli því að okkur tókst ekki ætlunarverkið - að leiða saman annars konar ríkisstjórn frá miðju til vinstri. Á endanum eru það ótal þættir í aðdraganda kosninga sem að raðast saman í eina mynd og úrslitin eiga sér bæði ytri og innri skýringar,“ segir hann. Hann segir heimsfaraldur Covid-19 hafa veitt stjórnarflokkunum þremur fjarvistarsönnun í erfiðum pólitískum málum hálft síðasta kjörtímabil. Ríkisstjórnin endurnýjaði umboð sitt í kosningunum á kostnað þeirrar stjórnar sem Logi vildi leiða saman. Þá telur hann að Samfylkingin hafi ofmetið vilja þjóðarinnar til breytinga við þær aðstæður sem voru uppi þegar kosið var til Alþingis síðast. „Þeir flokkar sem mynda hina frjálslyndi miðju mældust t.d. allir mun betur vikurnar fyrir kosningar en kom upp úr kössunum á kjördag,“ segir Logi. Hann vandaði Vinstri grænum ekki kveðjurnar í ræðu sinni. „Ákvörðun Vinstri-grænna í kosningabaráttunni að velja núverandi stjórnarmynstur sem fyrsta valkost, veikti tilboð okkar um annars konar ríkisstjórn - enda byggði sú hugmynd á því að forysta VG gæti hugsað sér að velja sér heppilegri samstarfsfélaga.Barnaleg tiltrú okkar á að Vinstri-græn hefðu raunverulegan áhuga á ríkisstjórnarsamstarfi til vinstri – reyndust því ein okkar stærstu mistök,“ segir Logi. Varar við bergmálshelli á samfélagsmiðlum Logi leit einnig fram á veg og nefndi sérstaklega að Samfylkingin þyrfti að ræða stóru myndina í stjórnmálum. Hann veltir því fyrir sér hvort flokkurinn uni þeim mikla fjölbreytileika sem er í samfélaginu, hvort afdráttarlausar útfærslur hans í hinum ýmsu málum fái jafnaðarfólk til að finnast það ekki eiga samleið með flokknum. „Við dveljum líka örugglega of mikið inni í þeim bergmálshellum sem samfélagsmiðlar eru. Við ættum ef til vill að fara sjaldnar inn á FaceBook, Twitter, Tik Tok og hvað þetta nú allt heitir – þar hittum við fyrst og fremst fyrir viðhorf sem okkur þykja þægileg og speglum okkur í fólki sem er sammála okkur. Fáum einfaldlega skakka mynd af veruleika stórs hluta landsmanna,“ segir Logi.
Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira