Katrín Tanja um nýja tíma: Ógnvekjandi að breyta þjálfuninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2022 08:31 Katrín Tanja Daviðsdóttir með nýja þjálfara sínum Jami Tikkanen. Instagram/@katrintanja Katrín Tanja Davíðsdóttir er að fara í gegnum stórar breytingar hjá sér og er ekki mikið að horfa á það að frammistaða hennar á The Open hefur ekki verið nálægt þeim bestu. Hún ætlar ekki að uppskera í mars heldur í haust þegar heimsleikarnir fara fram. Katrín Tanja ræddi breytingarnar hjá sér í viðtali við Morning Chalk Up en okkar kona er flutt heim til Íslands og farin að æfa undir stjórn þjálfarans Jami Tikkanen hjá CrossFit Reykjavík. Tikkanen hefur þjálfað Anníe Mist Þórisdóttur í meira en tólf ár og hann er einnig þjálfari Björgvins Karls Guðmundssonar til margra ár. Katrín Tanja hefur þekkt Jami lengi og þá í gegnum bestu vinkonu sína Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Á þessum tímapunkti á mínum ferli var þetta mjög eðlileg og mjög spennandi breyting að gera á mínum ferli. Jamie hugsar mikið um öll smáatriði og ég held ég hafi aldrei hitt áður mann sem skoðar hverja hreyfingu svo nákvæmlega,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir. Hefur stóra veikleika „Ég hef stóra veikleika sem hafa því miður verið að koma fram á heimsleikunum á hverju einasta ári. Það er mér sjálfri að kenna og það er eitthvað sem ég þarf að laga. Nú þegar ég leita til Jamie og spyr hann hvernig við getum lagað hluti þá sér hann mjög skýrar leiðir til þess,“ sagði Katrín Tanja. „Ég er að breyta þjálfuninni sem er ógnvekjandi en þegar ég verð hrædd við eitthvað eða er að gera eitthvað sem ég er ekki vön þá get ég bara horf á Anníe og BKG sem hafa bæði átt ótrúlega ferla. Þau koma líka alltaf tilbúin til leiks,“ sagði Katrín „Þetta er stór breyting og ég verð að minna mig á það þegar ég verð pirruð og dett kannski í gamla farið að ég er búin að taka ákvörðun um að breyta þessu og ég er ákveðin að halda þetta út,“ sagði Katrín. Æfði á fullum krafti með The Open „Auðvitað get ég ekki sparað allt fyrir heimsleikana því ég mun aldrei ganga að því vísu að ég komist þangað. Ég er að æfa á fullu um leið og ég er í The Open. Við erum að æfa á fullum krafti því stuttu eftir The Open lýkur þá koma átta manna úrslitin. Þau eru aðeins mikilvægari og við þurfum að vera klár í þau,“ sagði Katrín. „Við verðum að standa okkur vel þar til að komast í undanúrslitin. Það verður lítill toppur í undanúrslitunum því þau eru mjög mikilvæg. Þau munu líka skipta mig miklu máli fyrir sjálfstraustið með því að ná að standa mig vel þar,“ sagði Katrín sem segir að tímasetning undanúrslitanna muni líka skipta máli. Ekki hægt að toppa allt árið „Mín aðalmarkmið hafa alltaf verið að standa mig vel á heimsleikunum og þú getur ekki verið tilbúin allt árið eða toppað allt árið. Það getur verið mikil áskorun og sérstaklega núna eftir allar breytingarnar. Ég er að sýna sjálfri mér þolinmæði og tek á því á fullu á hverri æfingu. Ég legg mitt traust á það að ég uppskeri í haust,“ sagði Katrín. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=PoacAihMyE4">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Katrín Tanja ræddi breytingarnar hjá sér í viðtali við Morning Chalk Up en okkar kona er flutt heim til Íslands og farin að æfa undir stjórn þjálfarans Jami Tikkanen hjá CrossFit Reykjavík. Tikkanen hefur þjálfað Anníe Mist Þórisdóttur í meira en tólf ár og hann er einnig þjálfari Björgvins Karls Guðmundssonar til margra ár. Katrín Tanja hefur þekkt Jami lengi og þá í gegnum bestu vinkonu sína Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Á þessum tímapunkti á mínum ferli var þetta mjög eðlileg og mjög spennandi breyting að gera á mínum ferli. Jamie hugsar mikið um öll smáatriði og ég held ég hafi aldrei hitt áður mann sem skoðar hverja hreyfingu svo nákvæmlega,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir. Hefur stóra veikleika „Ég hef stóra veikleika sem hafa því miður verið að koma fram á heimsleikunum á hverju einasta ári. Það er mér sjálfri að kenna og það er eitthvað sem ég þarf að laga. Nú þegar ég leita til Jamie og spyr hann hvernig við getum lagað hluti þá sér hann mjög skýrar leiðir til þess,“ sagði Katrín Tanja. „Ég er að breyta þjálfuninni sem er ógnvekjandi en þegar ég verð hrædd við eitthvað eða er að gera eitthvað sem ég er ekki vön þá get ég bara horf á Anníe og BKG sem hafa bæði átt ótrúlega ferla. Þau koma líka alltaf tilbúin til leiks,“ sagði Katrín „Þetta er stór breyting og ég verð að minna mig á það þegar ég verð pirruð og dett kannski í gamla farið að ég er búin að taka ákvörðun um að breyta þessu og ég er ákveðin að halda þetta út,“ sagði Katrín. Æfði á fullum krafti með The Open „Auðvitað get ég ekki sparað allt fyrir heimsleikana því ég mun aldrei ganga að því vísu að ég komist þangað. Ég er að æfa á fullu um leið og ég er í The Open. Við erum að æfa á fullum krafti því stuttu eftir The Open lýkur þá koma átta manna úrslitin. Þau eru aðeins mikilvægari og við þurfum að vera klár í þau,“ sagði Katrín. „Við verðum að standa okkur vel þar til að komast í undanúrslitin. Það verður lítill toppur í undanúrslitunum því þau eru mjög mikilvæg. Þau munu líka skipta mig miklu máli fyrir sjálfstraustið með því að ná að standa mig vel þar,“ sagði Katrín sem segir að tímasetning undanúrslitanna muni líka skipta máli. Ekki hægt að toppa allt árið „Mín aðalmarkmið hafa alltaf verið að standa mig vel á heimsleikunum og þú getur ekki verið tilbúin allt árið eða toppað allt árið. Það getur verið mikil áskorun og sérstaklega núna eftir allar breytingarnar. Ég er að sýna sjálfri mér þolinmæði og tek á því á fullu á hverri æfingu. Ég legg mitt traust á það að ég uppskeri í haust,“ sagði Katrín. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=PoacAihMyE4">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira